Benedikt hellir sér yfir Frosta Logason og sakar um lágkúru, dylgjur og ómerkilegheit Jakob Bjarnar skrifar 24. nóvember 2016 16:45 Víst er að enginn er annars bróðir í leik. Benedikt segir þessa lágkúru koma úr óvæntri átt. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, er harla ósáttur við efnistök útvarpsmannsins Frosta Logasonar en í morgun var til dagskrár í þættinum Harmageddon á X-inu, hvar greint var frá því að Benedikt hafi sést funda með forsvarsmönnum útgerðarfyrirtækisins Brims við Bræðraborgarstíg.Vill heyra meira af þessum fundi með Guðmundi í Brim Benedikt sakar Frosta um lágkúru og hefur útvarpsmaðurinn brugðist við með því að biðja formanninn afsökunar, en með fyrirvörum þó: „Ég bið þig afsökunar Benedikt fyrst þú upplifir þetta sem ómerkilegar dylgjur og lágkúru. Þetta var alls ekki meint þannig eða átti að vera einhver samsæriskenning. Það var óneitanlega forvitnilegt fyrir okkur fjölmiðlanna að heyra nánar af þessum fundi i ljósi atburðarrásar síðustu daga.Ég reyndi að ná í þig aftur í morgun til þess að fá þína hlið á þessu en tókst ekki. Þetta átti ekki að vera neitt persónulegt,“ segir Frosti á Facebookþræði sem Benedikt stofnaði.Lágkúran tekur á sig ýmsar myndir Heldur má þetta teljast mikil kulnun á sambandi Harmageddonmanna og svo Benedikts, en viðtal þeirra við Benedikt í aðdraganda kosninga var tvímælalaust með helstu skúbbum fjölmiðla þá. En, þar sagði Benedikt að það yrði aldrei svo að Viðreisn yrði þriðja hjól undir vagni í áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. „Lágkúran tekur á sig ýmsar myndir. Frosti Logason setur svona status á FB síðu sína: „Ekki að ég sé ýja að einhverskonar samsæri hérna. En ef Benedikt hefur verið að funda með forsvarsmönnum Brims á Bræðraborgarstíg, daginn áður en hann tilkynnti Katrínu að hann hefði ekki sannfæringu um að stjórnarmyndun tækist, þá hlýtur það að hafa verið mjög örlagaríkur fundur.“Guðmundur í Brim kallaði Benedikt á sinn fund og vildi fá útskýringar á sjávarútvegsstefnu Viðreisnar.Fundur Benedikts og Guðmundar í Brim Benedikt segir þetta ómerkilegar dylgjur, alls ekki hafi verið að ýja að því að fundur hans með Guðmundi í Brimi hafi haft einhver áhrif á stjórnarmyndunarviðræður, þetta sé eiginlega ekki svaravert, nema að í þetta sinn koma dylgjurnar úr óvæntri átt og að þær séu algerlega fráleitar. „Það er rétt að Guðmundur hafði samband við mig á þriðjudag og sagðist vilja skilja „þessar vitlausu hugmyndir Viðreisnar“ um markaðsleið í sjávarútvegi. Ég sagðist fagna því að fá að skýra þær fyrir honum og ætti einmitt lausan tíma klukkan fimm þennan dag. Við hittumst með Gylfa Ólafssyni, aðstoðarmanni mínum, og Vilhjálmi Vilhjálmssyni í HB Granda, sem Guðmundur sagði að hefði líka miklar efasemdir um tillögur Viðreisnar.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Benedikt útilokar ríkisstjórnarsamstarf með núverandi stjórnarflokkum Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar telur af og frá að hinn nýi flokkur sé hækja Sjálfstæðisflokks. 18. október 2016 10:25 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Fleiri fréttir Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, er harla ósáttur við efnistök útvarpsmannsins Frosta Logasonar en í morgun var til dagskrár í þættinum Harmageddon á X-inu, hvar greint var frá því að Benedikt hafi sést funda með forsvarsmönnum útgerðarfyrirtækisins Brims við Bræðraborgarstíg.Vill heyra meira af þessum fundi með Guðmundi í Brim Benedikt sakar Frosta um lágkúru og hefur útvarpsmaðurinn brugðist við með því að biðja formanninn afsökunar, en með fyrirvörum þó: „Ég bið þig afsökunar Benedikt fyrst þú upplifir þetta sem ómerkilegar dylgjur og lágkúru. Þetta var alls ekki meint þannig eða átti að vera einhver samsæriskenning. Það var óneitanlega forvitnilegt fyrir okkur fjölmiðlanna að heyra nánar af þessum fundi i ljósi atburðarrásar síðustu daga.Ég reyndi að ná í þig aftur í morgun til þess að fá þína hlið á þessu en tókst ekki. Þetta átti ekki að vera neitt persónulegt,“ segir Frosti á Facebookþræði sem Benedikt stofnaði.Lágkúran tekur á sig ýmsar myndir Heldur má þetta teljast mikil kulnun á sambandi Harmageddonmanna og svo Benedikts, en viðtal þeirra við Benedikt í aðdraganda kosninga var tvímælalaust með helstu skúbbum fjölmiðla þá. En, þar sagði Benedikt að það yrði aldrei svo að Viðreisn yrði þriðja hjól undir vagni í áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. „Lágkúran tekur á sig ýmsar myndir. Frosti Logason setur svona status á FB síðu sína: „Ekki að ég sé ýja að einhverskonar samsæri hérna. En ef Benedikt hefur verið að funda með forsvarsmönnum Brims á Bræðraborgarstíg, daginn áður en hann tilkynnti Katrínu að hann hefði ekki sannfæringu um að stjórnarmyndun tækist, þá hlýtur það að hafa verið mjög örlagaríkur fundur.“Guðmundur í Brim kallaði Benedikt á sinn fund og vildi fá útskýringar á sjávarútvegsstefnu Viðreisnar.Fundur Benedikts og Guðmundar í Brim Benedikt segir þetta ómerkilegar dylgjur, alls ekki hafi verið að ýja að því að fundur hans með Guðmundi í Brimi hafi haft einhver áhrif á stjórnarmyndunarviðræður, þetta sé eiginlega ekki svaravert, nema að í þetta sinn koma dylgjurnar úr óvæntri átt og að þær séu algerlega fráleitar. „Það er rétt að Guðmundur hafði samband við mig á þriðjudag og sagðist vilja skilja „þessar vitlausu hugmyndir Viðreisnar“ um markaðsleið í sjávarútvegi. Ég sagðist fagna því að fá að skýra þær fyrir honum og ætti einmitt lausan tíma klukkan fimm þennan dag. Við hittumst með Gylfa Ólafssyni, aðstoðarmanni mínum, og Vilhjálmi Vilhjálmssyni í HB Granda, sem Guðmundur sagði að hefði líka miklar efasemdir um tillögur Viðreisnar.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Benedikt útilokar ríkisstjórnarsamstarf með núverandi stjórnarflokkum Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar telur af og frá að hinn nýi flokkur sé hækja Sjálfstæðisflokks. 18. október 2016 10:25 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Fleiri fréttir Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Sjá meira
Benedikt útilokar ríkisstjórnarsamstarf með núverandi stjórnarflokkum Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar telur af og frá að hinn nýi flokkur sé hækja Sjálfstæðisflokks. 18. október 2016 10:25