Benedikt og Birgitta hikandi þegar talið barst að stjórnarmyndunarumboði Birgir Olgeirsson skrifar 23. nóvember 2016 18:47 „Það var kannski breiðast bilið í sjávarútvegsmálum, landbúnaðarmálum og svo virtust skattamálin erfið,“ sagði Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, í kvöldfréttum Stöðvar 2 spurður hvað varð til þess að Katrín Jakobsdóttir ákvað að slíta viðræðum Vinstri grænna, Viðreisnar, Pírata, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar. Benedikt sagði að það hefði einnig komið á óvart að staðan í ríkisfjármálum væri ekki betri en áður hafði verið haldið fram. Til dæmis hefðu verið ákveðin útgjöld á síðasta þingi sem ekki rúmast fyrir á ríkisfjárlögum. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, sagði að það hefði verið vitað fyrir fram að langt væri á milli þessara fimm flokka sem allir eru með ólíkar áherslur. Hann sagðist samt að menn hefðu verið jákvæðir fyrir þessari vinnu en því miður hefði hún ekki gengið. Benedikt var spurður hvort Viðreisn myndi óska eftir stjórnarmyndunarumboðinu en hann svaraði því til að hann væri ekki viss um það. „Staðan er mjög snúin og nú er það bara hver getur gert mest gagn í því að ná flokkunum sama. Menn verða að láta málefnin ráða og svo þarf að vera starfhæfur meirihluti,“ sagði Benedikt. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagðist ekki átta sig á því hvers vegna viðræðunum var slitið því verið var að finna málamiðlanir varðandi skattstofna og sjávarútvegsmálin. Náðst hafði sátt um stjórnarskrármálið en ekki var búið að fara yfir landbúnaðarmálinu. Hún hrósaði Vinstri grænum fyrir að málefnavinnuna en hún sagði það ekki vera sína skynjun að þessir fimm flokkar væru svo langt frá hver öðrum. Birgitta var spurð hvort Píratar myndu þiggja stjórnarmyndunarumboðið úr hendi forseta Íslands. „Við vorum búin að upplýsa Guðna að ef röðin kæmi að okkur værum við tilbúin að leiða,“ svaraði Birgitta. Hún sagði að nú sé staðan þannig að engir af þessum flokkum virðast geta unnið saman alla leið og þá þurfi kannski að gera eitthvað öðruvísi. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Hafa slitið stjórnarviðræðunum Katrín Jakobsdóttir ætlar að taka ákvörðun á morgun hvort hún skilar umboðinu til forsetans. 23. nóvember 2016 17:41 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
„Það var kannski breiðast bilið í sjávarútvegsmálum, landbúnaðarmálum og svo virtust skattamálin erfið,“ sagði Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, í kvöldfréttum Stöðvar 2 spurður hvað varð til þess að Katrín Jakobsdóttir ákvað að slíta viðræðum Vinstri grænna, Viðreisnar, Pírata, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar. Benedikt sagði að það hefði einnig komið á óvart að staðan í ríkisfjármálum væri ekki betri en áður hafði verið haldið fram. Til dæmis hefðu verið ákveðin útgjöld á síðasta þingi sem ekki rúmast fyrir á ríkisfjárlögum. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, sagði að það hefði verið vitað fyrir fram að langt væri á milli þessara fimm flokka sem allir eru með ólíkar áherslur. Hann sagðist samt að menn hefðu verið jákvæðir fyrir þessari vinnu en því miður hefði hún ekki gengið. Benedikt var spurður hvort Viðreisn myndi óska eftir stjórnarmyndunarumboðinu en hann svaraði því til að hann væri ekki viss um það. „Staðan er mjög snúin og nú er það bara hver getur gert mest gagn í því að ná flokkunum sama. Menn verða að láta málefnin ráða og svo þarf að vera starfhæfur meirihluti,“ sagði Benedikt. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagðist ekki átta sig á því hvers vegna viðræðunum var slitið því verið var að finna málamiðlanir varðandi skattstofna og sjávarútvegsmálin. Náðst hafði sátt um stjórnarskrármálið en ekki var búið að fara yfir landbúnaðarmálinu. Hún hrósaði Vinstri grænum fyrir að málefnavinnuna en hún sagði það ekki vera sína skynjun að þessir fimm flokkar væru svo langt frá hver öðrum. Birgitta var spurð hvort Píratar myndu þiggja stjórnarmyndunarumboðið úr hendi forseta Íslands. „Við vorum búin að upplýsa Guðna að ef röðin kæmi að okkur værum við tilbúin að leiða,“ svaraði Birgitta. Hún sagði að nú sé staðan þannig að engir af þessum flokkum virðast geta unnið saman alla leið og þá þurfi kannski að gera eitthvað öðruvísi.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Hafa slitið stjórnarviðræðunum Katrín Jakobsdóttir ætlar að taka ákvörðun á morgun hvort hún skilar umboðinu til forsetans. 23. nóvember 2016 17:41 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Hafa slitið stjórnarviðræðunum Katrín Jakobsdóttir ætlar að taka ákvörðun á morgun hvort hún skilar umboðinu til forsetans. 23. nóvember 2016 17:41