Hafa slitið stjórnarviðræðunum Birgir Olgeirsson skrifar 23. nóvember 2016 17:41 Búið er að slíta stjórnarviðræðum Vinstri grænna, Pírata, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Samfylkingarinnar. Þetta var niðurstaða formanna flokkanna á fundi þeirra klukkan fimm í Alþingishúsinu. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sagði við fréttastofu rétt í þessu að hún væri ekki búin að gera upp við sig hvort hún skili stjórnarmyndunarumboðinu. Sagðist hún ætla að þingflokksfund og sofa síðan á ákvörðuninni. Lengst var á milli Viðreisnar og Vinstri grænna varðandi fjármál ríkisins. Katrín sagði við fréttastofu eftir fundinn að 30 manns úr fimm flokkum hefðu fundað undanfarna daga og farið yfir málefnin. Sagði Katrín þá fundi hafa verið mjög góða og fært þessa fimm flokka nær hver öðrum. Hún sagði hins vegar ljóst að ekki hafi allir flokkar sannfæringu fyrir því að halda þessu verkefni áfram. „Og ég hef því ákveðið að þessum viðræðum sé lokið,“ sagði Katrín sem upplýsti forseta Íslands um þessa stöðu fyrir fund sinn með formönnunum klukkan fimm. Hún sagði að það liggi fyrir að málefnalega hafi verið lengst á milli Vinstri grænna og Viðreisnar. Hún sagði að hún muni vafalaust ræða við forsetann á morgun um stöðu mála. Þangað til ætlar hún að ræða við þingflokk sinn og sofa á málinu. „Auðvitað eru þetta vonbrigði,“ svaraði Katrín þegar hún var beðin um að lýsa tilfinningum sínum gagnvart þessari niðurstöðu. Hún sagðist hafa farið inn í þessari viðræður af heilum hug og finnst leiðinlegt hvernig fór. „Í morgun lagði ég ríka áherslu á það við aðra formenn að við myndum tala mjög skýrt um það hvort við hefðum sannfæringu fyrir því að halda áfram, halda áfram í að ljúka myndun ríkisstjórnar. Hefðum sannfæringu fyrir því að starfa saman sem ríkisstjórn. Formennirnir fóru inn í sína flokka og fóru yfir þessi mál og þá liggur fyrir að sú sannfæring er ekki nógu mikil til að halda áfram.“ Kosningar 2016 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Búið er að slíta stjórnarviðræðum Vinstri grænna, Pírata, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Samfylkingarinnar. Þetta var niðurstaða formanna flokkanna á fundi þeirra klukkan fimm í Alþingishúsinu. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sagði við fréttastofu rétt í þessu að hún væri ekki búin að gera upp við sig hvort hún skili stjórnarmyndunarumboðinu. Sagðist hún ætla að þingflokksfund og sofa síðan á ákvörðuninni. Lengst var á milli Viðreisnar og Vinstri grænna varðandi fjármál ríkisins. Katrín sagði við fréttastofu eftir fundinn að 30 manns úr fimm flokkum hefðu fundað undanfarna daga og farið yfir málefnin. Sagði Katrín þá fundi hafa verið mjög góða og fært þessa fimm flokka nær hver öðrum. Hún sagði hins vegar ljóst að ekki hafi allir flokkar sannfæringu fyrir því að halda þessu verkefni áfram. „Og ég hef því ákveðið að þessum viðræðum sé lokið,“ sagði Katrín sem upplýsti forseta Íslands um þessa stöðu fyrir fund sinn með formönnunum klukkan fimm. Hún sagði að það liggi fyrir að málefnalega hafi verið lengst á milli Vinstri grænna og Viðreisnar. Hún sagði að hún muni vafalaust ræða við forsetann á morgun um stöðu mála. Þangað til ætlar hún að ræða við þingflokk sinn og sofa á málinu. „Auðvitað eru þetta vonbrigði,“ svaraði Katrín þegar hún var beðin um að lýsa tilfinningum sínum gagnvart þessari niðurstöðu. Hún sagðist hafa farið inn í þessari viðræður af heilum hug og finnst leiðinlegt hvernig fór. „Í morgun lagði ég ríka áherslu á það við aðra formenn að við myndum tala mjög skýrt um það hvort við hefðum sannfæringu fyrir því að halda áfram, halda áfram í að ljúka myndun ríkisstjórnar. Hefðum sannfæringu fyrir því að starfa saman sem ríkisstjórn. Formennirnir fóru inn í sína flokka og fóru yfir þessi mál og þá liggur fyrir að sú sannfæring er ekki nógu mikil til að halda áfram.“
Kosningar 2016 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira