Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Portúgal 65-54 | Stelpurnar unnu þær portúgölsku og hafna í þriðja sæti Stefán Árni Pálsson í Laugardalshöllinni skrifar 23. nóvember 2016 21:30 Íslensku stelpurnar fagna. Vísir/Ernir Ísland vann góðan sigur á Portúgal, 65-54, í undankeppni EM kvenna í körfubolta en leikurinn fór fram í Laugardalshöllinni í kvöld. Íslenska liðið hafnaði því í þriðja sæti riðilsins sem gæti reynst þeim dýrmætt fyrir næstu undankeppni.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Laugardalshöll í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Portúgalar voru betri til að byrja með og komust strax í 4-1 og akkúrat ekkert gekk upp sóknarlega hjá íslenska liðinu fyrstu fjórar mínútur leiksins. Ingunn Embla setti þá niður þrist upp úr engu og jafnaði metin 4-4. Portúgal komst því næst strax í 8-4 og var liðið heilt yfir töluvert sterkari aðilinn í fyrsta leikhlutanum. Staðan eftir tíu mínútna leik var 14-6 fyrir Portúgal. Gestirnir ekki að finna sig almennilega en frammistaða íslenska liðsins var einfaldlega því mun verri. Sóknarleikur íslenska liðins fór að ganga örlítið betur í upphafi annars leikhluta og voru stigin að detta. Ekki leið langur tími þar til staðan var orðin 20-17 fyrir Portúgal og heimastúlkur að spila mun betur en í fyrsta leikhlutanum. Varnarleikurinn batnaði til muna og boltinn fékk að ganga töluvert betur í sókninni. Stelpurnar fóru síðan bara að setja skotin niður. Ungur leikmaður að nafni Hallveig Jónsdóttir fór á kostum undir lok fyrri hálfleiksins og skoraði hún sjö stig á rúmlega einni mínútu og var staðan í hálfleik óvænt 31-29. Ísland skoraði fimm fyrstu stigin í síðari hálfleiknum og breyttu stöðunni í 36-29. Íslendingar héldu áfram að bæta sinn leik og var frammistaða liðsins heilt yfir frábær í þriðja leikhlutanum. Liðið náði mest tíu stiga forskoti en gestirnir settu í fimmta gírinn undir lok leikhlutans og var staðan 49-43 fyrir lokaleikhlutann. Síðasti leikhlutinn var mjög spennandi og þegar 2:30 mínútur voru eftir af leiknum hafði Portúgal minnkað muninn niður í fimm stig eftir að Íslands komst tíu stigum yfir. Íslenska liðið var ákveðnara undir lok leiksins og náði að lokum að vinna frábæran sigur, 65-54. Sigrún Sjöfn Ámundardóttir var mjög góð í íslenska liðinu en hún skoraði 16 stig og spilaði virkilega góðan varnarleik. Liðið hafnar því í þriðja sæti riðilsins og gæti það verið gott þegar dregið verður næst í riðla. Sigrún Sjöfn: Urðum að girða okkur í brók „Við spiluðum virkilega illa út í Slóvakíu og það var í rauninni ekkert annað í boði en að girða sig í brók og spila almennilega í kvöld,“ segir Sigrún Sjöfn Ámundardóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir leikinn. „Þegar við mættum Portúgal í fyrra töpuðum við með tólf stigum og við bara spiluðum virkilega illa þá. Við vissum því að við áttum bullandi séns í kvöld og með ágætum eða góðum leik myndum við vinna þær.“ Sigrún segir að liðið hafi því mætt í þennan leik með mikið sjálfstraust. „Við byrjuðum leikinn svolítið hikandi og voru óöruggar á köflum. Í síðari hálfleiknum keyrðum við bara meira í bakið á þeim og pössuðum að vörnin myndi halda vel. Í hvert skipti sem við keyrðum svona í bakið á þeim fengu þær dæmda á sig villu og því héldum við því bara áfram.“ Sigrún segir að íslenska kvennalandsliðið sé á mikilli uppleið. „Það er okkar markmið að komast á Eurobasket árið 2021, og ég tel það vera mjög raunhæft. Við þurfum bara að vera duglegar að reyna bæta okkur og reyna alltaf að koma okkur inn á þetta mót.“Ívar: Mjög ánægður með allt liðið „Við vorum of ragar með að sækja inn á körfuna til að byrja með og fór spilið okkar bara fram fyrir utan þriggja stigu línuna,“ segir Ívar Ásgrímsson, landsiðsþjálfari eftir sigurinn í kvöld. „Um leið og stelpurnar byrjuðu að hitta í körfuna, þá kom sjálfstraustið og við fórum að sækja meira og urðum grimmari,“ segir Ívar sem var búinn að undirbúa íslenska liðið fyrir andstæðing sem væri ekki með svo góða skotmenn fyrir utan þriggja stiga línuna. „Þær eru mjög góðar inni í teig og eru með tvær stórar undir körfunni sem við reyndum að loka á. Ég var mjög ánægður með varnarleikinn í kvöld og að leikmenn liðsins hafi alltaf haldið stöðu.“ Ívar segist vera heilt yfir ánægður með liðið og sérstaklega ungu leikmennina sem komu inn. „Vonandi á þetta þriðja sæti eftir að skila okkar upp um styrkleika og þá er möguleiki á að fá aðeins léttari andstæðinga í næsta undanriðli. Ég bara veit ekki hvernig það er, það fer eftir því hvernig aðrir leikir fara í riðlakeppninni.“Ívar messar yfir sínum stúlkum.vísir/ernirSigrún Sjöfn var stigahæst í íslenska liðinu með 16 stig.vísir/ernir Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira
Ísland vann góðan sigur á Portúgal, 65-54, í undankeppni EM kvenna í körfubolta en leikurinn fór fram í Laugardalshöllinni í kvöld. Íslenska liðið hafnaði því í þriðja sæti riðilsins sem gæti reynst þeim dýrmætt fyrir næstu undankeppni.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Laugardalshöll í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Portúgalar voru betri til að byrja með og komust strax í 4-1 og akkúrat ekkert gekk upp sóknarlega hjá íslenska liðinu fyrstu fjórar mínútur leiksins. Ingunn Embla setti þá niður þrist upp úr engu og jafnaði metin 4-4. Portúgal komst því næst strax í 8-4 og var liðið heilt yfir töluvert sterkari aðilinn í fyrsta leikhlutanum. Staðan eftir tíu mínútna leik var 14-6 fyrir Portúgal. Gestirnir ekki að finna sig almennilega en frammistaða íslenska liðsins var einfaldlega því mun verri. Sóknarleikur íslenska liðins fór að ganga örlítið betur í upphafi annars leikhluta og voru stigin að detta. Ekki leið langur tími þar til staðan var orðin 20-17 fyrir Portúgal og heimastúlkur að spila mun betur en í fyrsta leikhlutanum. Varnarleikurinn batnaði til muna og boltinn fékk að ganga töluvert betur í sókninni. Stelpurnar fóru síðan bara að setja skotin niður. Ungur leikmaður að nafni Hallveig Jónsdóttir fór á kostum undir lok fyrri hálfleiksins og skoraði hún sjö stig á rúmlega einni mínútu og var staðan í hálfleik óvænt 31-29. Ísland skoraði fimm fyrstu stigin í síðari hálfleiknum og breyttu stöðunni í 36-29. Íslendingar héldu áfram að bæta sinn leik og var frammistaða liðsins heilt yfir frábær í þriðja leikhlutanum. Liðið náði mest tíu stiga forskoti en gestirnir settu í fimmta gírinn undir lok leikhlutans og var staðan 49-43 fyrir lokaleikhlutann. Síðasti leikhlutinn var mjög spennandi og þegar 2:30 mínútur voru eftir af leiknum hafði Portúgal minnkað muninn niður í fimm stig eftir að Íslands komst tíu stigum yfir. Íslenska liðið var ákveðnara undir lok leiksins og náði að lokum að vinna frábæran sigur, 65-54. Sigrún Sjöfn Ámundardóttir var mjög góð í íslenska liðinu en hún skoraði 16 stig og spilaði virkilega góðan varnarleik. Liðið hafnar því í þriðja sæti riðilsins og gæti það verið gott þegar dregið verður næst í riðla. Sigrún Sjöfn: Urðum að girða okkur í brók „Við spiluðum virkilega illa út í Slóvakíu og það var í rauninni ekkert annað í boði en að girða sig í brók og spila almennilega í kvöld,“ segir Sigrún Sjöfn Ámundardóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir leikinn. „Þegar við mættum Portúgal í fyrra töpuðum við með tólf stigum og við bara spiluðum virkilega illa þá. Við vissum því að við áttum bullandi séns í kvöld og með ágætum eða góðum leik myndum við vinna þær.“ Sigrún segir að liðið hafi því mætt í þennan leik með mikið sjálfstraust. „Við byrjuðum leikinn svolítið hikandi og voru óöruggar á köflum. Í síðari hálfleiknum keyrðum við bara meira í bakið á þeim og pössuðum að vörnin myndi halda vel. Í hvert skipti sem við keyrðum svona í bakið á þeim fengu þær dæmda á sig villu og því héldum við því bara áfram.“ Sigrún segir að íslenska kvennalandsliðið sé á mikilli uppleið. „Það er okkar markmið að komast á Eurobasket árið 2021, og ég tel það vera mjög raunhæft. Við þurfum bara að vera duglegar að reyna bæta okkur og reyna alltaf að koma okkur inn á þetta mót.“Ívar: Mjög ánægður með allt liðið „Við vorum of ragar með að sækja inn á körfuna til að byrja með og fór spilið okkar bara fram fyrir utan þriggja stigu línuna,“ segir Ívar Ásgrímsson, landsiðsþjálfari eftir sigurinn í kvöld. „Um leið og stelpurnar byrjuðu að hitta í körfuna, þá kom sjálfstraustið og við fórum að sækja meira og urðum grimmari,“ segir Ívar sem var búinn að undirbúa íslenska liðið fyrir andstæðing sem væri ekki með svo góða skotmenn fyrir utan þriggja stiga línuna. „Þær eru mjög góðar inni í teig og eru með tvær stórar undir körfunni sem við reyndum að loka á. Ég var mjög ánægður með varnarleikinn í kvöld og að leikmenn liðsins hafi alltaf haldið stöðu.“ Ívar segist vera heilt yfir ánægður með liðið og sérstaklega ungu leikmennina sem komu inn. „Vonandi á þetta þriðja sæti eftir að skila okkar upp um styrkleika og þá er möguleiki á að fá aðeins léttari andstæðinga í næsta undanriðli. Ég bara veit ekki hvernig það er, það fer eftir því hvernig aðrir leikir fara í riðlakeppninni.“Ívar messar yfir sínum stúlkum.vísir/ernirSigrún Sjöfn var stigahæst í íslenska liðinu með 16 stig.vísir/ernir
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira