Teitur spáir sögulegum íslenskum sigri 31. ágúst 2017 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2016 09:00 Teitur Örlygsson. Vísir/Valli Teitur Örlygsson, sigursælasti leikmaður úrslitakeppni karla í körfubolta frá upphafi, ætlar að mæta til Finnlands næsta sumar til að verða vitni af sögulegum sigri. Teitur spáði um úrslit fyrsta leiks Íslands á Eurobasket 2017 eftir að það kom í ljós hverjir mótherjar íslenska liðsins verða næsta sumar. Íslenska liðið er í riðli með Frakklandi, Póllandi, Slóveníu, Finnlandi og svo Grikklandi sem verða fyrstu mótherjar íslensku strákanna í keppninni. „1.sigur okkar i lokakeppni kemur 31.águst 2017. last það fyrst hér. Ég ætla að vera á staðnum,“ skrifaði Teitur inn á Twitter. Þann dag mæta íslensku strákarnir hinu sterka liði Grikkja sem varð í sjöunda sæti á síðasta EM. Íslenska liðið stóð sig vel á sínu fyrsta EM fyrir tveimur árum en varð engu að síður að sætta sig við tap í öllum fimm leikjum sínum. Íslenska liðið er því enn að bíða eftir sínum fyrsta sigurleik á Eurobasket. Sagan er heldur ekki með strákunum okkar þegar kemur að leikjum við Grikki. Ísland hefur tapað öllum þremur leikjum sínum við gríska landsliðið í gegnum tíðina en þjóðirnar hafa samt ekki mæst í tæpan aldarfjórðung. Teitur Örlygsson, sem á að baki 118 landsleiki, spilaði einmitt síðasta leik Íslands við Grikki en íslenska liðið tapaði þá naumlega með fjórum stigum í forkeppni Ólympíuleikanna 22. júní 1992. Teitur var sjálfur með fjórtán stig í þessum leik en stigahæstur var Valur Ingimundarson með 25 stig. Valur var stigahæstur í tveimur síðustu leikjum Íslands á móti Grikkjum en hinn var árið 1987. Teitur átti seinna eftir að fara út til Grikklands og spila í eitt tímabil, 1996-97, með liði Larissa. Teitur Örlygsson er sá eini í sögu íslenska körfuboltans sem hefur orðið tíu sinnum Íslandsmeistari eftir úrslitakeppni.1.sigur okkar i lokakeppni kemur 31.águst 2017. last það fyrst hér. Ég ætla að vera á staðnum. Ísland vs Grikkland #körfubolti— Teitur Örlygsson (@teitur11) November 22, 2016 EM 2017 í Finnlandi Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Hörður Axel: Lið eru hætt að vanmeta okkur Hörður Axel Vilhjálmsson var viss þegar hann var spurður að því hvort hann hafi orðið fyrir vonbrigðum með riðilinn sem íslenska körfuboltalandsliðið lenti í á EM á næsta ári. 22. nóvember 2016 21:00 Hlynur: Pirraður að fá ákveðnar þjóðir Landsliðsfyriliðinn leist ekki alveg nógu vel á niðurstöðuna í drætti dagsins fyrir EM í körfubolta. 22. nóvember 2016 16:35 Leikir Íslands á EM: Byrjum gegn Grikklandi Leikjaniðurröðun Íslands á EM í körfubolta liggur fyrir. 22. nóvember 2016 16:50 Jón Arnór: Lið sem henta okkur ekkert sérlega vel Jón Arnór Stefánsson segir að íslenska landsliðsins bíði erfitt verkefni á EM í körfubolta á næsta ári. 22. nóvember 2016 17:15 Logi: Fengum flest góðu liðanna Logi Gunnarsson fylgdist með drættinum fyrir EM 2017 í höfuðstöðvum KKÍ í dag ásamt félögum sínum í íslenska körfuboltalandsliðinu. 22. nóvember 2016 16:40 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Teitur Örlygsson, sigursælasti leikmaður úrslitakeppni karla í körfubolta frá upphafi, ætlar að mæta til Finnlands næsta sumar til að verða vitni af sögulegum sigri. Teitur spáði um úrslit fyrsta leiks Íslands á Eurobasket 2017 eftir að það kom í ljós hverjir mótherjar íslenska liðsins verða næsta sumar. Íslenska liðið er í riðli með Frakklandi, Póllandi, Slóveníu, Finnlandi og svo Grikklandi sem verða fyrstu mótherjar íslensku strákanna í keppninni. „1.sigur okkar i lokakeppni kemur 31.águst 2017. last það fyrst hér. Ég ætla að vera á staðnum,“ skrifaði Teitur inn á Twitter. Þann dag mæta íslensku strákarnir hinu sterka liði Grikkja sem varð í sjöunda sæti á síðasta EM. Íslenska liðið stóð sig vel á sínu fyrsta EM fyrir tveimur árum en varð engu að síður að sætta sig við tap í öllum fimm leikjum sínum. Íslenska liðið er því enn að bíða eftir sínum fyrsta sigurleik á Eurobasket. Sagan er heldur ekki með strákunum okkar þegar kemur að leikjum við Grikki. Ísland hefur tapað öllum þremur leikjum sínum við gríska landsliðið í gegnum tíðina en þjóðirnar hafa samt ekki mæst í tæpan aldarfjórðung. Teitur Örlygsson, sem á að baki 118 landsleiki, spilaði einmitt síðasta leik Íslands við Grikki en íslenska liðið tapaði þá naumlega með fjórum stigum í forkeppni Ólympíuleikanna 22. júní 1992. Teitur var sjálfur með fjórtán stig í þessum leik en stigahæstur var Valur Ingimundarson með 25 stig. Valur var stigahæstur í tveimur síðustu leikjum Íslands á móti Grikkjum en hinn var árið 1987. Teitur átti seinna eftir að fara út til Grikklands og spila í eitt tímabil, 1996-97, með liði Larissa. Teitur Örlygsson er sá eini í sögu íslenska körfuboltans sem hefur orðið tíu sinnum Íslandsmeistari eftir úrslitakeppni.1.sigur okkar i lokakeppni kemur 31.águst 2017. last það fyrst hér. Ég ætla að vera á staðnum. Ísland vs Grikkland #körfubolti— Teitur Örlygsson (@teitur11) November 22, 2016
EM 2017 í Finnlandi Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Hörður Axel: Lið eru hætt að vanmeta okkur Hörður Axel Vilhjálmsson var viss þegar hann var spurður að því hvort hann hafi orðið fyrir vonbrigðum með riðilinn sem íslenska körfuboltalandsliðið lenti í á EM á næsta ári. 22. nóvember 2016 21:00 Hlynur: Pirraður að fá ákveðnar þjóðir Landsliðsfyriliðinn leist ekki alveg nógu vel á niðurstöðuna í drætti dagsins fyrir EM í körfubolta. 22. nóvember 2016 16:35 Leikir Íslands á EM: Byrjum gegn Grikklandi Leikjaniðurröðun Íslands á EM í körfubolta liggur fyrir. 22. nóvember 2016 16:50 Jón Arnór: Lið sem henta okkur ekkert sérlega vel Jón Arnór Stefánsson segir að íslenska landsliðsins bíði erfitt verkefni á EM í körfubolta á næsta ári. 22. nóvember 2016 17:15 Logi: Fengum flest góðu liðanna Logi Gunnarsson fylgdist með drættinum fyrir EM 2017 í höfuðstöðvum KKÍ í dag ásamt félögum sínum í íslenska körfuboltalandsliðinu. 22. nóvember 2016 16:40 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Hörður Axel: Lið eru hætt að vanmeta okkur Hörður Axel Vilhjálmsson var viss þegar hann var spurður að því hvort hann hafi orðið fyrir vonbrigðum með riðilinn sem íslenska körfuboltalandsliðið lenti í á EM á næsta ári. 22. nóvember 2016 21:00
Hlynur: Pirraður að fá ákveðnar þjóðir Landsliðsfyriliðinn leist ekki alveg nógu vel á niðurstöðuna í drætti dagsins fyrir EM í körfubolta. 22. nóvember 2016 16:35
Leikir Íslands á EM: Byrjum gegn Grikklandi Leikjaniðurröðun Íslands á EM í körfubolta liggur fyrir. 22. nóvember 2016 16:50
Jón Arnór: Lið sem henta okkur ekkert sérlega vel Jón Arnór Stefánsson segir að íslenska landsliðsins bíði erfitt verkefni á EM í körfubolta á næsta ári. 22. nóvember 2016 17:15
Logi: Fengum flest góðu liðanna Logi Gunnarsson fylgdist með drættinum fyrir EM 2017 í höfuðstöðvum KKÍ í dag ásamt félögum sínum í íslenska körfuboltalandsliðinu. 22. nóvember 2016 16:40