NBA: Þrenna Westbrook ekki nóg fyrir OKC í nótt | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2016 07:15 Indiana Pacers vann framlengdan leik á útivelli á móti Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og Chicago Bulls fagnaði sigri í fimmta sinn í síðustu sex leikjum sínum. New York Knicks hélt sigurgöngu sinni áfram í Madison Square Garden.Jeff Teague skoraði 8 af 30 stigum sínum í framlengingunni þegar Indiana Pacers vann 115-111 útisigur á Oklahoma City Thunder. Þetta var fyrsti útisigur Indiana-liðsins á tímabilinu. Russell Westbrook náði sinni fimmtu þrennu á tímabilinu en það dugði ekki heimamönnum í Oklahoma City Thunder. Westbrook endaði með 31 stig, 15 stoðsendingar og 10 fráköst en þurfti 34 skot til þess að skora þessi stig sín. Westbrook er með jafnmargar þrennur á þessu tímabili og allir aðrir leikmenn NBA-deildarinnar til samans. Það var einmitt þriggja stiga karfa frá Russell Westbrook sem kom leiknum í framlengingu þegar aðeins 2,4 sekúndur voru eftir. Þristur frá Jeff Teague kom Indiana yfir í framlengingunni og OKC náði aldrei að jafna metin eftir það. Jeff Teague var einn af sex leikmönnum Indiana með tíu stig eða meira. Thaddeus Young skoraði 20 stig og tók 11 fráköst, Glenn Robinson III var með 16 stig og 11 fráköst og Myles Turner bætti við 15 stigum og 9 fráköstum.Jimmy Butler skoraði 40 stig þegar Chicago Bulls vann 118-110 útisigur á Los Angeles Lakers og fagnaði sínum fimmta sigri í sex leikjum. Nikola Mirotic var með 15 stig og 15 fráköst fyrir Chicago sem hvíldi Dwyane Wade í þessum leik. Rajon Rondo skoraði bara 4 stig en var með 12 stoðsendingar og 9 fráköst. Lou Williams skoraði mest fyrir Lakers eða 25 stig og Larry Nance Jr. var með 18 stig.Carmelo Anthony var með 31 stig þegar New York Knicks vann 104-94 sigur á Atlanta Hawks í Maidson Square Garden en þetta var fjórði heimasigur New York liðsins í röð. Kristaps Porzingis bætti við 19 stigum og 11 fráköstum. Dwight Howard var með 18 stig og 18 fráköst fyrir Atlanta en þýski leikstjórnandinn Dennis Schroder klikkaði aftur á móti á öllum átta skotum sínum.C.J. McCollum var með 33 stig þegar Portland Trail Blazers vann 20 stiga sigur á Brooklyn Nets, 129-109. Evan Turner var með 19 stig fyrir Portland sem endaði þriggja leikja sigurgöngu sína en sá jafnframt til þess að Brooklyn tapaði sínum fjórða leik í röð.Rudy Gay skoraði 23 stig fyrir Sacramento Kings í 102-99 sigri á Toronto Raptors. Terrence Ross skoraði í lokin en þriggja stiga karfa hans kom rétt eftir að leiktíminn rann út. DeMarcus Cousins bætti við 19 stigum og 10 fráköstum fyrir Sacramento. Kyle Lowry var með 25 stig og 8 stoðsendingar fyrir Toronto en DeMar DeRozan, stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar, var bara með 12 stig. Hann var búinn að vera stigahæstur í 19 daga en þessi slaki leikur sá til þess að hann missti sæti sitt á toppnum.Úrslitin í öllum leikjunum í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Chicago Bulls 110-118 Denver Nuggets - Utah Jazz 105-91 Sacramento Kings - Toronto Raptors 102-99 Oklahoma City Thunder - Indiana Pacers 111-115 (103-103) Brooklyn Nets - Portland Trail Blazers 109-129 New York Knicks - Atlanta Hawks 104-94Staðan í NBA-deildinni NBA Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Sjá meira
Indiana Pacers vann framlengdan leik á útivelli á móti Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og Chicago Bulls fagnaði sigri í fimmta sinn í síðustu sex leikjum sínum. New York Knicks hélt sigurgöngu sinni áfram í Madison Square Garden.Jeff Teague skoraði 8 af 30 stigum sínum í framlengingunni þegar Indiana Pacers vann 115-111 útisigur á Oklahoma City Thunder. Þetta var fyrsti útisigur Indiana-liðsins á tímabilinu. Russell Westbrook náði sinni fimmtu þrennu á tímabilinu en það dugði ekki heimamönnum í Oklahoma City Thunder. Westbrook endaði með 31 stig, 15 stoðsendingar og 10 fráköst en þurfti 34 skot til þess að skora þessi stig sín. Westbrook er með jafnmargar þrennur á þessu tímabili og allir aðrir leikmenn NBA-deildarinnar til samans. Það var einmitt þriggja stiga karfa frá Russell Westbrook sem kom leiknum í framlengingu þegar aðeins 2,4 sekúndur voru eftir. Þristur frá Jeff Teague kom Indiana yfir í framlengingunni og OKC náði aldrei að jafna metin eftir það. Jeff Teague var einn af sex leikmönnum Indiana með tíu stig eða meira. Thaddeus Young skoraði 20 stig og tók 11 fráköst, Glenn Robinson III var með 16 stig og 11 fráköst og Myles Turner bætti við 15 stigum og 9 fráköstum.Jimmy Butler skoraði 40 stig þegar Chicago Bulls vann 118-110 útisigur á Los Angeles Lakers og fagnaði sínum fimmta sigri í sex leikjum. Nikola Mirotic var með 15 stig og 15 fráköst fyrir Chicago sem hvíldi Dwyane Wade í þessum leik. Rajon Rondo skoraði bara 4 stig en var með 12 stoðsendingar og 9 fráköst. Lou Williams skoraði mest fyrir Lakers eða 25 stig og Larry Nance Jr. var með 18 stig.Carmelo Anthony var með 31 stig þegar New York Knicks vann 104-94 sigur á Atlanta Hawks í Maidson Square Garden en þetta var fjórði heimasigur New York liðsins í röð. Kristaps Porzingis bætti við 19 stigum og 11 fráköstum. Dwight Howard var með 18 stig og 18 fráköst fyrir Atlanta en þýski leikstjórnandinn Dennis Schroder klikkaði aftur á móti á öllum átta skotum sínum.C.J. McCollum var með 33 stig þegar Portland Trail Blazers vann 20 stiga sigur á Brooklyn Nets, 129-109. Evan Turner var með 19 stig fyrir Portland sem endaði þriggja leikja sigurgöngu sína en sá jafnframt til þess að Brooklyn tapaði sínum fjórða leik í röð.Rudy Gay skoraði 23 stig fyrir Sacramento Kings í 102-99 sigri á Toronto Raptors. Terrence Ross skoraði í lokin en þriggja stiga karfa hans kom rétt eftir að leiktíminn rann út. DeMarcus Cousins bætti við 19 stigum og 10 fráköstum fyrir Sacramento. Kyle Lowry var með 25 stig og 8 stoðsendingar fyrir Toronto en DeMar DeRozan, stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar, var bara með 12 stig. Hann var búinn að vera stigahæstur í 19 daga en þessi slaki leikur sá til þess að hann missti sæti sitt á toppnum.Úrslitin í öllum leikjunum í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Chicago Bulls 110-118 Denver Nuggets - Utah Jazz 105-91 Sacramento Kings - Toronto Raptors 102-99 Oklahoma City Thunder - Indiana Pacers 111-115 (103-103) Brooklyn Nets - Portland Trail Blazers 109-129 New York Knicks - Atlanta Hawks 104-94Staðan í NBA-deildinni
NBA Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn