Magnus Carlsen tryggði sér heimsmeistaratitilinn Atli Ísleifsson skrifar 30. nóvember 2016 23:45 Magnus Carlsen, sem heldur upp á 26 ára afmælisdag sinn í dag, varð fyrst heimsmeistari árið 2013 þegar hann vann sigur á Indverjanum Viswanathan Anand. Vísir/Getty Norski stórmeistarinn Magnus Carlsen tryggði sér í kvöld heimsmeistaratitilinn í skák þegar hann vann sigur á Rússanum Sergei Karjakin í bráðabana. Carlsen og Karjakin voru báðir með sex vinninga eftir skákirnar tólf og þyrfti því að grípa til bráðabana sem fór fram í kvöld. Fyrirkomulagið var á þá leið að kepptar voru fjórar atskákir með 25 mínútna umhugsunartíma, auk þess að 10 sekúndur bættust við fyrir hvern leik. Jafntefli varð í tveimur fyrstu skákunum, en Carlsen var með yfirburði í annarri skákinni en mistókst þó að landa sigri. Í þeirri þriðju hafði Carlsen svo sigur og átti Karjakin erfitt verk að vinna þar sem jafntefli dugði Carlsen í þeirri fjórðu – skák þar sem Carlsen var hvítur. Karjakin reyndi að sækja gegn Carlsen en allt kom fyrir ekki. Carlsen spilaði vel og vann einnig fjórðu skákina með tilþrifum.120 milljóna verðlaunapotti skipt á milli Carlsen, sem heldur upp á 26 ára afmælisdag sinn í dag, varð fyrst heimsmeistari árið 2013 þegar hann vann sigur á Indverjanum Viswanathan Anand. Karjakín vann sér inn einvígið gegn Carlsen með því að vera hlutskarpastur á áskorendamótinu svokallaða. Meðal annarra á mótinu má nefna Viswanathan Anand, Fabiano Caruana, Peter Svidler og Anish Giri. Áður fyrr var það þannig að ríkjandi heimsmeistari héldi titlinum lyki keppni á jöfnu, eins og tilfellið er nú. Þeirri reglu hefur verið kastað fyrir borð. Auk heimsmeistaratignarinnar hlýtur sigurvegarinn bróðurpartinn af 120 milljóna króna verðlaunafénu.Að neðan má sjá textalýsingu Chess24 yfir skákir kvöldsins. Smellið á efsta borðann til að velja skák. Noregur Rússland Skák Tengdar fréttir Heimsmeistaratign og 120 milljónir króna undir í New York í kvöld Heimsmeistari í skák verður krýndur í kvöld þegar Norðmaðurinn og ríkjandi heimsmeistari, Magnus Carlsen, og áskorandinn, Sergey Karjakín frá Rússlandi, leiða saman riddara sína. 30. nóvember 2016 10:06 Úrslitaskákinni lauk með jafntefli svo ballið heldur áfram Stórmeistararnir munu þurfa að tefla atskákir. 28. nóvember 2016 20:02 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
Norski stórmeistarinn Magnus Carlsen tryggði sér í kvöld heimsmeistaratitilinn í skák þegar hann vann sigur á Rússanum Sergei Karjakin í bráðabana. Carlsen og Karjakin voru báðir með sex vinninga eftir skákirnar tólf og þyrfti því að grípa til bráðabana sem fór fram í kvöld. Fyrirkomulagið var á þá leið að kepptar voru fjórar atskákir með 25 mínútna umhugsunartíma, auk þess að 10 sekúndur bættust við fyrir hvern leik. Jafntefli varð í tveimur fyrstu skákunum, en Carlsen var með yfirburði í annarri skákinni en mistókst þó að landa sigri. Í þeirri þriðju hafði Carlsen svo sigur og átti Karjakin erfitt verk að vinna þar sem jafntefli dugði Carlsen í þeirri fjórðu – skák þar sem Carlsen var hvítur. Karjakin reyndi að sækja gegn Carlsen en allt kom fyrir ekki. Carlsen spilaði vel og vann einnig fjórðu skákina með tilþrifum.120 milljóna verðlaunapotti skipt á milli Carlsen, sem heldur upp á 26 ára afmælisdag sinn í dag, varð fyrst heimsmeistari árið 2013 þegar hann vann sigur á Indverjanum Viswanathan Anand. Karjakín vann sér inn einvígið gegn Carlsen með því að vera hlutskarpastur á áskorendamótinu svokallaða. Meðal annarra á mótinu má nefna Viswanathan Anand, Fabiano Caruana, Peter Svidler og Anish Giri. Áður fyrr var það þannig að ríkjandi heimsmeistari héldi titlinum lyki keppni á jöfnu, eins og tilfellið er nú. Þeirri reglu hefur verið kastað fyrir borð. Auk heimsmeistaratignarinnar hlýtur sigurvegarinn bróðurpartinn af 120 milljóna króna verðlaunafénu.Að neðan má sjá textalýsingu Chess24 yfir skákir kvöldsins. Smellið á efsta borðann til að velja skák.
Noregur Rússland Skák Tengdar fréttir Heimsmeistaratign og 120 milljónir króna undir í New York í kvöld Heimsmeistari í skák verður krýndur í kvöld þegar Norðmaðurinn og ríkjandi heimsmeistari, Magnus Carlsen, og áskorandinn, Sergey Karjakín frá Rússlandi, leiða saman riddara sína. 30. nóvember 2016 10:06 Úrslitaskákinni lauk með jafntefli svo ballið heldur áfram Stórmeistararnir munu þurfa að tefla atskákir. 28. nóvember 2016 20:02 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
Heimsmeistaratign og 120 milljónir króna undir í New York í kvöld Heimsmeistari í skák verður krýndur í kvöld þegar Norðmaðurinn og ríkjandi heimsmeistari, Magnus Carlsen, og áskorandinn, Sergey Karjakín frá Rússlandi, leiða saman riddara sína. 30. nóvember 2016 10:06
Úrslitaskákinni lauk með jafntefli svo ballið heldur áfram Stórmeistararnir munu þurfa að tefla atskákir. 28. nóvember 2016 20:02