Brúnum eggjum kastað í Matís fyrir misskilning Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. nóvember 2016 14:52 Steinar B. Aðalbjörnsson, upplýsingafulltrúi Matís, gerir ráð fyrir að gremja eggjakastarans hafi beinst að Matvælastofnun. Mynd/Steinar B. Aðalbjörnsson Eggjaklessur blöstu við starfsmanni Matís í morgun þegar hann var að taka aðalinnganginn úr lás. Steinar B. Aðalbjörnsson, upplýsingafulltrúi Matís, gerir ráð fyrir að gremja eggjakastarans hafi beinst að Matvælastofnun og segir það algengt að fólk rugli saman Matís og MAST. „Það var manneskja sem mætti rétt fyrir átta sem opnar hurðina, aðalinnganginn, tekur hann úr lás og þá blasti þetta við þarna að mestu leyti á stéttinni fyrir framan en það slettist aðeins upp á glerhurðina. Þetta var ekki mikið,“ segir Steinar í samtali við Vísi. Voru þetta brúnegg? „Þau voru allavega brún á litinn, ég veit ekki hvaðan þau komu en þau voru brún á litinn.“ Matís hefur undanfarið reynt að skilja á milli Matís, Matvís og Matvælastofnunnar sem oft er skammstöfuð MAST. „Við höfum náttúrulega fundið fyrir þessu í gegnum tíðina að fólk sé að rugla okkur ansi mikið saman. Við höfum fengið skammir frá fólki sem hefur til dæmis átt erindi til matvælastofnunar útaf einhverjum málum, það hefur ekki verið sátt. Þá hefur fólk kannski verið að skamma okkur á samfélagsmiðlum eða eitthvað slíkt.“ Matís er opinbert hlutafélag sem sinnir fjölbreyttu rannsókna- þjónustu- og nýsköpunarstarfi í matvæla- og líftækniiðnaði. Matvælastofnun (MAST) er ríkisstofnun sem sinnir meðal annars stjórnsýslu og eftirliti og samræmir starfsemi heilbrigðiseftirlitsins á landsvísu. Matvís eru svo félagasamtök iðnaðarmanna í matvæla- og veitingageiranum. „Þó við snúumst kannski öll í kringum matvælin að einhverju leyti þá erum við þrjár ólíkar einingar. Það sem flækir málin svo er að við sinnum ákveðinni þjónustu fyrir Matvælastofnun. Við rannsökum sýni sem þau koma með til okkar og þá eru þau viðskiptavinir eins og hver annar,“ segir Steinar. Brúneggjamálið Tengdar fréttir Eigandi Brúneggja: „Ætlum að reyna að byggja upp trúverðugleika okkar“ Kristinn Gylfi Jónsson segir rekstrargrundvöll fyrirtækisins enn fyrir hendi. 29. nóvember 2016 14:49 Stærstu eggjaframleiðendur landsins: Matvælastofnun brást ábyrgðarhlutverki sínu Tveir stærstu eggjaframleiðendur landsins, Nesbú og Stjörnuegg, segja umfjöllun Kastljóss um Brúnegg hafa verið algjört reiðarslag. 29. nóvember 2016 12:22 Brúnegg hafa hagnast um 113 milljónir á þremur árum Brúnegg hagnaðist um 42 milljónir árið 2015. 29. nóvember 2016 10:30 Landbúnaðarráðherra segir mál Brúneggja „mjög sjokkerandi“ Gunnar Bragi Sveinsson heyrði fyrst af málinu fyrir nokkrum dögum síðan og segir að nú taki við vinna í ráðuneytinu við athuga verkferla. 29. nóvember 2016 10:28 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Eggjaklessur blöstu við starfsmanni Matís í morgun þegar hann var að taka aðalinnganginn úr lás. Steinar B. Aðalbjörnsson, upplýsingafulltrúi Matís, gerir ráð fyrir að gremja eggjakastarans hafi beinst að Matvælastofnun og segir það algengt að fólk rugli saman Matís og MAST. „Það var manneskja sem mætti rétt fyrir átta sem opnar hurðina, aðalinnganginn, tekur hann úr lás og þá blasti þetta við þarna að mestu leyti á stéttinni fyrir framan en það slettist aðeins upp á glerhurðina. Þetta var ekki mikið,“ segir Steinar í samtali við Vísi. Voru þetta brúnegg? „Þau voru allavega brún á litinn, ég veit ekki hvaðan þau komu en þau voru brún á litinn.“ Matís hefur undanfarið reynt að skilja á milli Matís, Matvís og Matvælastofnunnar sem oft er skammstöfuð MAST. „Við höfum náttúrulega fundið fyrir þessu í gegnum tíðina að fólk sé að rugla okkur ansi mikið saman. Við höfum fengið skammir frá fólki sem hefur til dæmis átt erindi til matvælastofnunar útaf einhverjum málum, það hefur ekki verið sátt. Þá hefur fólk kannski verið að skamma okkur á samfélagsmiðlum eða eitthvað slíkt.“ Matís er opinbert hlutafélag sem sinnir fjölbreyttu rannsókna- þjónustu- og nýsköpunarstarfi í matvæla- og líftækniiðnaði. Matvælastofnun (MAST) er ríkisstofnun sem sinnir meðal annars stjórnsýslu og eftirliti og samræmir starfsemi heilbrigðiseftirlitsins á landsvísu. Matvís eru svo félagasamtök iðnaðarmanna í matvæla- og veitingageiranum. „Þó við snúumst kannski öll í kringum matvælin að einhverju leyti þá erum við þrjár ólíkar einingar. Það sem flækir málin svo er að við sinnum ákveðinni þjónustu fyrir Matvælastofnun. Við rannsökum sýni sem þau koma með til okkar og þá eru þau viðskiptavinir eins og hver annar,“ segir Steinar.
Brúneggjamálið Tengdar fréttir Eigandi Brúneggja: „Ætlum að reyna að byggja upp trúverðugleika okkar“ Kristinn Gylfi Jónsson segir rekstrargrundvöll fyrirtækisins enn fyrir hendi. 29. nóvember 2016 14:49 Stærstu eggjaframleiðendur landsins: Matvælastofnun brást ábyrgðarhlutverki sínu Tveir stærstu eggjaframleiðendur landsins, Nesbú og Stjörnuegg, segja umfjöllun Kastljóss um Brúnegg hafa verið algjört reiðarslag. 29. nóvember 2016 12:22 Brúnegg hafa hagnast um 113 milljónir á þremur árum Brúnegg hagnaðist um 42 milljónir árið 2015. 29. nóvember 2016 10:30 Landbúnaðarráðherra segir mál Brúneggja „mjög sjokkerandi“ Gunnar Bragi Sveinsson heyrði fyrst af málinu fyrir nokkrum dögum síðan og segir að nú taki við vinna í ráðuneytinu við athuga verkferla. 29. nóvember 2016 10:28 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Eigandi Brúneggja: „Ætlum að reyna að byggja upp trúverðugleika okkar“ Kristinn Gylfi Jónsson segir rekstrargrundvöll fyrirtækisins enn fyrir hendi. 29. nóvember 2016 14:49
Stærstu eggjaframleiðendur landsins: Matvælastofnun brást ábyrgðarhlutverki sínu Tveir stærstu eggjaframleiðendur landsins, Nesbú og Stjörnuegg, segja umfjöllun Kastljóss um Brúnegg hafa verið algjört reiðarslag. 29. nóvember 2016 12:22
Brúnegg hafa hagnast um 113 milljónir á þremur árum Brúnegg hagnaðist um 42 milljónir árið 2015. 29. nóvember 2016 10:30
Landbúnaðarráðherra segir mál Brúneggja „mjög sjokkerandi“ Gunnar Bragi Sveinsson heyrði fyrst af málinu fyrir nokkrum dögum síðan og segir að nú taki við vinna í ráðuneytinu við athuga verkferla. 29. nóvember 2016 10:28