Telja ráðherra skyldugan til að heimila tollfrjálsan innflutning eggja vegna eggjaskorts fyrir jólin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. nóvember 2016 14:04 Skora á ráðherra að heimila tollfrjálsan innflutning. Vísir Félag atvinnurekenda skorar á stjórnvöld að gefa þegar í stað út opinn, tollfrjálsan innflutningskvóta á ferskum eggjum til að bregðast við fyrirsjáanlegum eggjaskorti fyrir jólin. Félagið telur að ráðherra sé skyldugur samkvæmt lögum til þess að gera slíkt. Allar helstu matvöruverslanir hafa hætt sölu á eggjum frá eggjaframleiðandum Brúneggja eftir að í ljós kom að aðbúnaður hænsna í eigu fyrirtækisins hafi verið mjög slæmur.Félag atvinnurekenda segir að vegna þess sé fyrirsjáanlegt að framboð á eggjum í verslunum dragist saman um allt að 20 prósent. Jólavertíðin er framundan og gera má ráð fyrir því að mikill bakstur sé framundan á heimilum landsins og því talsvert meiri þörf á eggjum en vanalega. Bendir félagið á að í búvörulögum sé sérstakt ákvæði sem tryggja eigi að íslenskir neytendur búi ekki við matarskort. Samkvæmt þeim sé skylda lögð á landbúnaðarráðherra að úthluta tollkvótum ef „ framboð á viðkomandi vöru er ekki nægjanlegt á innanlandsmarkaði eða sýnt þykir að það verði ekki nægjanlegt á næstu þremur mánuðum.“ Þá telur félagið að innflutningur á ferskum eggjum sé óraunhæfur vegna þess hversu háir tollar séu í gildi. Á innflutt egg er lagður 30 prósent verðtollur, auk 208-390 króna magntolls á hvert kíló. Innkaupsverð vörunnar myndi því tvöfaldast og yrði hún ekki samkeppnisfær. Því sé landbúnaðarráðherra í raun skyldugur til þess að opna fyrir innflutninginn í ljósi þess að skortur sé fyrirsjáanlegur, að mati félagsins. Brúneggjamálið Neytendur Tengdar fréttir Lífræn ræktun gæti skaðast Notkun fyrirtækja á innihaldslausri vottun um vistvæna framleiðslu gæti spillt fyrir þeim sem hafa allt sitt á hreinu og lúta ströngu regluverki lífrænnar framleiðslu. Lífræn vara lýtur ströngu eftirliti byggðu á ESB-reglum. 30. nóvember 2016 07:00 Spældir enda búnir að missa alla kúnna Kristinn Gylfi Jónsson, einn af eigendum Brúneggja, segir afar erfitt að takast á við þær aðstæður sem sköpuðust eftir að Kastljós fjallaði um málefni fyrirtækisins á mánudagskvöld. 30. nóvember 2016 07:00 Viðskiptavinir geta skilað Brúneggjum Verslanir Bónuss, Hagkaupa, Krónunnar og Melabúðin taka á móti Brúneggjum óánægðra viðskiptavina. 29. nóvember 2016 10:30 Framkvæmdastjóri Bónus um Brúnegg: „Í hálfgerðu sjokki“ Eigandi Brúneggja biðst afsökunar. 29. nóvember 2016 19:05 Hafnar alfarið ábyrgð á brúneggjamáli Kristinn Hugason, fyrrverandi starfsmaður atvinnuvegaráðuneytisins, hafnar því með öllu í viðtali við Fréttablaðið að hann beri á nokkurn hátt ábyrgð á því að málefni fyrirtækisins Brúnegg, sem Kastljós fjallaði um á mánudagskvöld, dagaði uppi í ráðuneytinu án aðgerða. 30. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Félag atvinnurekenda skorar á stjórnvöld að gefa þegar í stað út opinn, tollfrjálsan innflutningskvóta á ferskum eggjum til að bregðast við fyrirsjáanlegum eggjaskorti fyrir jólin. Félagið telur að ráðherra sé skyldugur samkvæmt lögum til þess að gera slíkt. Allar helstu matvöruverslanir hafa hætt sölu á eggjum frá eggjaframleiðandum Brúneggja eftir að í ljós kom að aðbúnaður hænsna í eigu fyrirtækisins hafi verið mjög slæmur.Félag atvinnurekenda segir að vegna þess sé fyrirsjáanlegt að framboð á eggjum í verslunum dragist saman um allt að 20 prósent. Jólavertíðin er framundan og gera má ráð fyrir því að mikill bakstur sé framundan á heimilum landsins og því talsvert meiri þörf á eggjum en vanalega. Bendir félagið á að í búvörulögum sé sérstakt ákvæði sem tryggja eigi að íslenskir neytendur búi ekki við matarskort. Samkvæmt þeim sé skylda lögð á landbúnaðarráðherra að úthluta tollkvótum ef „ framboð á viðkomandi vöru er ekki nægjanlegt á innanlandsmarkaði eða sýnt þykir að það verði ekki nægjanlegt á næstu þremur mánuðum.“ Þá telur félagið að innflutningur á ferskum eggjum sé óraunhæfur vegna þess hversu háir tollar séu í gildi. Á innflutt egg er lagður 30 prósent verðtollur, auk 208-390 króna magntolls á hvert kíló. Innkaupsverð vörunnar myndi því tvöfaldast og yrði hún ekki samkeppnisfær. Því sé landbúnaðarráðherra í raun skyldugur til þess að opna fyrir innflutninginn í ljósi þess að skortur sé fyrirsjáanlegur, að mati félagsins.
Brúneggjamálið Neytendur Tengdar fréttir Lífræn ræktun gæti skaðast Notkun fyrirtækja á innihaldslausri vottun um vistvæna framleiðslu gæti spillt fyrir þeim sem hafa allt sitt á hreinu og lúta ströngu regluverki lífrænnar framleiðslu. Lífræn vara lýtur ströngu eftirliti byggðu á ESB-reglum. 30. nóvember 2016 07:00 Spældir enda búnir að missa alla kúnna Kristinn Gylfi Jónsson, einn af eigendum Brúneggja, segir afar erfitt að takast á við þær aðstæður sem sköpuðust eftir að Kastljós fjallaði um málefni fyrirtækisins á mánudagskvöld. 30. nóvember 2016 07:00 Viðskiptavinir geta skilað Brúneggjum Verslanir Bónuss, Hagkaupa, Krónunnar og Melabúðin taka á móti Brúneggjum óánægðra viðskiptavina. 29. nóvember 2016 10:30 Framkvæmdastjóri Bónus um Brúnegg: „Í hálfgerðu sjokki“ Eigandi Brúneggja biðst afsökunar. 29. nóvember 2016 19:05 Hafnar alfarið ábyrgð á brúneggjamáli Kristinn Hugason, fyrrverandi starfsmaður atvinnuvegaráðuneytisins, hafnar því með öllu í viðtali við Fréttablaðið að hann beri á nokkurn hátt ábyrgð á því að málefni fyrirtækisins Brúnegg, sem Kastljós fjallaði um á mánudagskvöld, dagaði uppi í ráðuneytinu án aðgerða. 30. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Lífræn ræktun gæti skaðast Notkun fyrirtækja á innihaldslausri vottun um vistvæna framleiðslu gæti spillt fyrir þeim sem hafa allt sitt á hreinu og lúta ströngu regluverki lífrænnar framleiðslu. Lífræn vara lýtur ströngu eftirliti byggðu á ESB-reglum. 30. nóvember 2016 07:00
Spældir enda búnir að missa alla kúnna Kristinn Gylfi Jónsson, einn af eigendum Brúneggja, segir afar erfitt að takast á við þær aðstæður sem sköpuðust eftir að Kastljós fjallaði um málefni fyrirtækisins á mánudagskvöld. 30. nóvember 2016 07:00
Viðskiptavinir geta skilað Brúneggjum Verslanir Bónuss, Hagkaupa, Krónunnar og Melabúðin taka á móti Brúneggjum óánægðra viðskiptavina. 29. nóvember 2016 10:30
Framkvæmdastjóri Bónus um Brúnegg: „Í hálfgerðu sjokki“ Eigandi Brúneggja biðst afsökunar. 29. nóvember 2016 19:05
Hafnar alfarið ábyrgð á brúneggjamáli Kristinn Hugason, fyrrverandi starfsmaður atvinnuvegaráðuneytisins, hafnar því með öllu í viðtali við Fréttablaðið að hann beri á nokkurn hátt ábyrgð á því að málefni fyrirtækisins Brúnegg, sem Kastljós fjallaði um á mánudagskvöld, dagaði uppi í ráðuneytinu án aðgerða. 30. nóvember 2016 07:00