Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Stjarnan 67-70 | Stjarnan upp að hlið KR Kristinn Páll Teitsson í Schenker-höllinni skrifar 9. desember 2016 22:45 Haukar spiluðu frábæra vörn en náðu ekki að lands sigrinum. Hér fær Hlynur Bæringsson alvöru móttökur í teignum. Vísir/Anton Stjarnan vann annan leik sinn í röð í Dominos-deild karla 70-67 gegn Haukum í DB-Schenker höllinni í Dominos-deild karla í kvöld. Eftir að hafa byrjað leikinn hroðalega voru taugar Garðbæinga sterkari á lokasprettinum.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum á Ásvöllum í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Sóknarlega var lítið sem ekkert í fréttum hjá Stjörnunni framan af, menn voru ragir til að taka skot og boltinn gekk illa milli manna. Haukar voru í raun klaufar að nýta sér það ekki betur en munurinn var níu stig að fyrsta leikhluta loknum 18-9. Stjarnan vann sig inn í leikinn á varnarleiknum og jafnaði metin undir lok þriðja leikhluta. Var því allt í járnum fyrir lokaleikhlutann á Ásvöllum. Haukar byrjuðu leikhlutann betur en þegar Stjarnan fór að hitta úr þriggja stiga skotunum þá réði það úrslitum í leiknum. Lauk leiknum með þriggja stiga sigri Stjörnunnar.Af hverju vann Stjarnan? Á góðum degi hjá Haukum hefðu stigin farið til Hauka en eigin klaufagangur gerði það að verkum að Stjarnan hélt lífi í leiknum framan af. Haukar leiddu með tíu stigum eftir fyrsta leikhluta en munurinn gat auðveldlega verið mun stærri þegar Garðbæingar vöknuðu til lífsins. Á lokasprettinum fóru þriggja stiga körfurnar að detta hjá lykilleikmönnum Stjörnunnar en Haukum tókst ekki að jafna metin eftir tvo þrista í röð frá Justin Shouse og Devon Austin. Ekki besti leikur Stjörnunnar á tímabilinu og liðið getur mætt ekki með þetta hugarfar til leiks í fleiri leikjum en þrátt fyrir það taka þeir stigin tvö.Bestu menn vallarins: Sherrod Wright bar sóknarleik Hauka á herðum sér lengi vel í leiknum og lauk leik með tvöfalda tvennu, 31 stig og 13 fráköst ásamt því að gefa fimm stoðsendingar en einn annar leikmaður Hauka komst í tveggja stafa tölu í stigaskorun. Hlynur Bæringsson var duglegur að ýta mönnum inn í teignum og sækja villur en Haukarnir áttu í basli með hann þegar Garðbæingar sóttu inn í teiginn. Þriggja stiga skotin voru ekki að detta hjá Hlyni í dag (0/6) en hann fann sér leið til að koma stigum á töfluna. Marvin Valdimarsson kom öflugur inn af bekknum þær mínútur sem hann fékk og var með ellefu stig en það er áhyggjuefni fyrir Stjörnuna að hann fór er virtist sárþjáður af velli eftir að hafa fengið högg á úlnliðinn.Tölfræði sem vakti athygli: Stjarnan var aðeins með níu stig eftir fyrsta leikhluta eftir að hafa komist 4-0 yfir en gestirnir hittu aðeins úr tveimur skotum úr opnum leik. Komu fimm stig af níu af vítalínunni hjá Stjörnunni og var Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, skiljanlega ósáttur með sóknarleikinn ásamt varnarleik liðsins eftir fyrsta leikhluta.Hvað gekk illa? Haukar lentu í villuvandræðum snemma leiks með Hauk Óskarsson og Hjálmar Stefánsson í aðalflokki. Fengu þeir báðir þrjár villur snemma leiks en Haukur lék aðeins rúmlega níu mínútur í kvöld eftir að hafa fengið sína fimmtu villu. Þá voru gestirnir úr Garðabæ að hitta illa úr þriggja stiga skotunum fram að lokamínútunum þegar skotin tvö féllu. Var liðið aðeins búið að hitta úr 20,6% skota sinna fyrir aftan þriggja stiga línuna fram að því. Finnur Atli: Lærði það frá Fannari að maður kvartar ekki undan ökklameiðslum„Þeir hittu úr stóru skotunum en við klúðruðum þegar við fengum tækifæri til, það er það sem skilur liðin að í kvöld,“ sagði Finnur Atli Magnússon, leikmaður Hauka, aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis í kvöld. „Justin og Devon settu niður tvo stóra þrista en þegar við fengum jafn opin færi þá duttu þau ekki niður. Þeir náðu að ýta okkur út úr því sem við vorum að gera vel og tóku sigurinn fyrir vikið.“ Finnur viðurkenndi að hann væri meðal sökudólganna fyrir því að Haukar væru ekki með stærra forskot eftir fyrsta leikhluta. „Þeir náðu ágætis kafla þarna þegar við erum að klúðra auðveldum skotum, þar á meðal ég. Þeir fóru að hitta vel og gerðu þetta að leik á ný,“ sagði Finnur sem fékk högg á ökklann og það kom að sök í tveimur sniðskotum. „Ég lærði það frá Fannari Ólafssyni að maður kvartar ekki undan ökklameiðslum. Maður teipar þetta og heldur áfram en ég fann til í ökklanum. Maður hugsar alltaf um það þegar högg kemur á ökklann. Ég ætlaði að stökkva upp og klára þetta en eymslin í ökklanum voru að stríða mér. Þetta var ekki nógu gott af minni hálfu.“ Finnur sagðist vera tilbúinn fyrir háðsglósurnar þegar atvikið verður skoðað af fyrrum liðsfélaga hans, Fannari í Körfuboltakvöldi. „Ég veit alveg að hann mun taka þetta fyrir en maður er með breitt bak,“ sagði hann léttur að lokum. Hrafn: Þakklátur en á sama tíma reiður yfir spilamennskunni„Þetta eru blendnar tilfinningar, ég er þakklátur fyrir sigurinn en á sama tíma reiður sem er ekki þægilegt eftir sigurleik,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, aðspurður út í leik kvöldsins. „Við gerðum ekkert af því sem við ræddum um fyrir leikinn og mér fannst við koma allt of flatir inn í leikinn. Það er ekki boðlegt í þessari deild þar sem öll lið geta unnið hvort annað.“ Hrafn sendi mönnum skilaboð fyrir næsta leik. „Við erum ekki í þeirri stöðu að geta sparað okkur eftir styrkleika mótherja. Ég býst við því að strákarnir komi gjörsamlega trylltir í næsta leik gegn KR. Ég trúi því að það blundi nógu mikið stolt í strákunum að þeir mæti allt öðruvísi inn í þann leik.“ Sóknarleikurinn var dapur og ekki var varnarleikurinn betri framan af en Haukum mistókst að nýta sér það. „Höfum það á hreinu, þeir missa 4-5 auðveld sniðskot (e. layup) eflaust út af því að þeir trúðu því ekki að hjálparvörnin væri ekki að koma. Í eðlilegri sókn hefði hjálparvörnin komið en hún var oft hvergi sjáanleg.“ Hrafn gat lítið dreift álaginu í kvöld en honum fannst gott að sjá lærisveina sína hafa orkuna til að klára leikinn. „Ég gat ekki róterað nógu mikið eins og ég hefði viljað og ég var hræddur um að þeir yrðu bensínlausir en þeir eru búnir að æfa vel, í góðu standi og stóðust þetta próf.“ Dominos-deild karla Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Sjá meira
Stjarnan vann annan leik sinn í röð í Dominos-deild karla 70-67 gegn Haukum í DB-Schenker höllinni í Dominos-deild karla í kvöld. Eftir að hafa byrjað leikinn hroðalega voru taugar Garðbæinga sterkari á lokasprettinum.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum á Ásvöllum í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Sóknarlega var lítið sem ekkert í fréttum hjá Stjörnunni framan af, menn voru ragir til að taka skot og boltinn gekk illa milli manna. Haukar voru í raun klaufar að nýta sér það ekki betur en munurinn var níu stig að fyrsta leikhluta loknum 18-9. Stjarnan vann sig inn í leikinn á varnarleiknum og jafnaði metin undir lok þriðja leikhluta. Var því allt í járnum fyrir lokaleikhlutann á Ásvöllum. Haukar byrjuðu leikhlutann betur en þegar Stjarnan fór að hitta úr þriggja stiga skotunum þá réði það úrslitum í leiknum. Lauk leiknum með þriggja stiga sigri Stjörnunnar.Af hverju vann Stjarnan? Á góðum degi hjá Haukum hefðu stigin farið til Hauka en eigin klaufagangur gerði það að verkum að Stjarnan hélt lífi í leiknum framan af. Haukar leiddu með tíu stigum eftir fyrsta leikhluta en munurinn gat auðveldlega verið mun stærri þegar Garðbæingar vöknuðu til lífsins. Á lokasprettinum fóru þriggja stiga körfurnar að detta hjá lykilleikmönnum Stjörnunnar en Haukum tókst ekki að jafna metin eftir tvo þrista í röð frá Justin Shouse og Devon Austin. Ekki besti leikur Stjörnunnar á tímabilinu og liðið getur mætt ekki með þetta hugarfar til leiks í fleiri leikjum en þrátt fyrir það taka þeir stigin tvö.Bestu menn vallarins: Sherrod Wright bar sóknarleik Hauka á herðum sér lengi vel í leiknum og lauk leik með tvöfalda tvennu, 31 stig og 13 fráköst ásamt því að gefa fimm stoðsendingar en einn annar leikmaður Hauka komst í tveggja stafa tölu í stigaskorun. Hlynur Bæringsson var duglegur að ýta mönnum inn í teignum og sækja villur en Haukarnir áttu í basli með hann þegar Garðbæingar sóttu inn í teiginn. Þriggja stiga skotin voru ekki að detta hjá Hlyni í dag (0/6) en hann fann sér leið til að koma stigum á töfluna. Marvin Valdimarsson kom öflugur inn af bekknum þær mínútur sem hann fékk og var með ellefu stig en það er áhyggjuefni fyrir Stjörnuna að hann fór er virtist sárþjáður af velli eftir að hafa fengið högg á úlnliðinn.Tölfræði sem vakti athygli: Stjarnan var aðeins með níu stig eftir fyrsta leikhluta eftir að hafa komist 4-0 yfir en gestirnir hittu aðeins úr tveimur skotum úr opnum leik. Komu fimm stig af níu af vítalínunni hjá Stjörnunni og var Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, skiljanlega ósáttur með sóknarleikinn ásamt varnarleik liðsins eftir fyrsta leikhluta.Hvað gekk illa? Haukar lentu í villuvandræðum snemma leiks með Hauk Óskarsson og Hjálmar Stefánsson í aðalflokki. Fengu þeir báðir þrjár villur snemma leiks en Haukur lék aðeins rúmlega níu mínútur í kvöld eftir að hafa fengið sína fimmtu villu. Þá voru gestirnir úr Garðabæ að hitta illa úr þriggja stiga skotunum fram að lokamínútunum þegar skotin tvö féllu. Var liðið aðeins búið að hitta úr 20,6% skota sinna fyrir aftan þriggja stiga línuna fram að því. Finnur Atli: Lærði það frá Fannari að maður kvartar ekki undan ökklameiðslum„Þeir hittu úr stóru skotunum en við klúðruðum þegar við fengum tækifæri til, það er það sem skilur liðin að í kvöld,“ sagði Finnur Atli Magnússon, leikmaður Hauka, aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis í kvöld. „Justin og Devon settu niður tvo stóra þrista en þegar við fengum jafn opin færi þá duttu þau ekki niður. Þeir náðu að ýta okkur út úr því sem við vorum að gera vel og tóku sigurinn fyrir vikið.“ Finnur viðurkenndi að hann væri meðal sökudólganna fyrir því að Haukar væru ekki með stærra forskot eftir fyrsta leikhluta. „Þeir náðu ágætis kafla þarna þegar við erum að klúðra auðveldum skotum, þar á meðal ég. Þeir fóru að hitta vel og gerðu þetta að leik á ný,“ sagði Finnur sem fékk högg á ökklann og það kom að sök í tveimur sniðskotum. „Ég lærði það frá Fannari Ólafssyni að maður kvartar ekki undan ökklameiðslum. Maður teipar þetta og heldur áfram en ég fann til í ökklanum. Maður hugsar alltaf um það þegar högg kemur á ökklann. Ég ætlaði að stökkva upp og klára þetta en eymslin í ökklanum voru að stríða mér. Þetta var ekki nógu gott af minni hálfu.“ Finnur sagðist vera tilbúinn fyrir háðsglósurnar þegar atvikið verður skoðað af fyrrum liðsfélaga hans, Fannari í Körfuboltakvöldi. „Ég veit alveg að hann mun taka þetta fyrir en maður er með breitt bak,“ sagði hann léttur að lokum. Hrafn: Þakklátur en á sama tíma reiður yfir spilamennskunni„Þetta eru blendnar tilfinningar, ég er þakklátur fyrir sigurinn en á sama tíma reiður sem er ekki þægilegt eftir sigurleik,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, aðspurður út í leik kvöldsins. „Við gerðum ekkert af því sem við ræddum um fyrir leikinn og mér fannst við koma allt of flatir inn í leikinn. Það er ekki boðlegt í þessari deild þar sem öll lið geta unnið hvort annað.“ Hrafn sendi mönnum skilaboð fyrir næsta leik. „Við erum ekki í þeirri stöðu að geta sparað okkur eftir styrkleika mótherja. Ég býst við því að strákarnir komi gjörsamlega trylltir í næsta leik gegn KR. Ég trúi því að það blundi nógu mikið stolt í strákunum að þeir mæti allt öðruvísi inn í þann leik.“ Sóknarleikurinn var dapur og ekki var varnarleikurinn betri framan af en Haukum mistókst að nýta sér það. „Höfum það á hreinu, þeir missa 4-5 auðveld sniðskot (e. layup) eflaust út af því að þeir trúðu því ekki að hjálparvörnin væri ekki að koma. Í eðlilegri sókn hefði hjálparvörnin komið en hún var oft hvergi sjáanleg.“ Hrafn gat lítið dreift álaginu í kvöld en honum fannst gott að sjá lærisveina sína hafa orkuna til að klára leikinn. „Ég gat ekki róterað nógu mikið eins og ég hefði viljað og ég var hræddur um að þeir yrðu bensínlausir en þeir eru búnir að æfa vel, í góðu standi og stóðust þetta próf.“
Dominos-deild karla Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn