Skýrsla Kidda: Leikmenn Njarðvíkur starfa í skelfilegu atvinnuumhverfi Kristinn Geir Friðriksson skrifar 9. desember 2016 09:00 Þetta gæti orðið langur vetur hjá Njarðvík. vísir/ernir ÍR-ingar tóku Njarðvíkingum fagnandi í Hertz-hellinum í kvöld þegar liðin áttust við í 9.umferð Domino‘s-deildinni. Leikmenn tókust í hendur og þar með lauk öllu kurteisishjali ÍR-inga. Heimamenn tóku völdin snemma og þrátt fyrir að vera eitt allra óstöðugasta lið deildarinnar (ekki „stöðugt lélega“ eins og Svali talaði um af stakri snilld) þá náði ÍR-liðið ekki bara að sýna fágæta yfirburði heldur halda þeim þéttingsfast í heilan leik! Þetta tókst fyrst og fremst með sterkri vörn, vel framkvæmdu leikskipulagi og liðsanda. Hálfleikstölur voru 46-33 og án þess að missa slag náðu ÍR að landa frábærum 92-73 sigri og jafna Njarðvík að stigum í deildinni.Jón Arnór Sverrisson byrjar ágætlega.vísir/ernirEinfaldur leikur Heimamenn byrjuðu að úthella mikilli orku í leiknum og uppskáru ekki mikið fyrir í upphafi. Vörnin hélt gestunum niðri og þó sóknin hafi ekki verið frábær í fyrsta hluta var ljóst snemma í hvert stefndi. Njarðvíkurliðið var alltaf á eftir og náði aldrei stjórn á sínum leik. Jón Arnór Sverrison átti prýðilegan fyrsta hlutan liðið hans einfaldlega fúnkeraði ekki og skoraði aðeins ellefu í hlutanum, Jón sjö þeirra. Í öðrum hluta áttu gestirnir einn góðan sprett en ÍR bætti bara í og kæfði frekar vonlaust áhlaup gestanna í fæðingu. Á fyrstu fimm mínútum gerðu ÍR-ingar útum leikinn og fjórði hluti var formatriði sem þurfti að klára. Njarðvíkingar gáfust ekki upp svona snemma en það góða sem þeir gerðu var of veikt og of seint. Liðsheild ÍR vann daginn og á mikið hrós skilið fyrir seiglu og skynsaman leik.Minnsti stóri maðurinn er í Njarðvík.vísir/ernirKrísa í Njarðvík Í mínum huga er krísa í Njarðvík, liðið skortir eina grundvallarstoðina í körfuknattleik; hæð! Eftir að hafa losað sig við einn besta skorara deildarinnar sem Bonneau var, skiljanlega vissulega, þá situr liðið eftir hálfafvopnað því oftar en ekki þá var það hans að kveikja þessa elda sem urðu að bálum sem urðu að sigrum hjá Njarðvík. Logi Gunnarsson er ekkert lamb, og ekki heldur Jóhann Ólafsson. Þessir menn, ásamt Birni Kristjánssyni þurfa að draga þungan vagn í slagtogi með minnsta stóra manni deildarinnar, Jeremy Atkinson! Þetta er einfaldlega ekki boðlegt því okið er of mikið á fáar herðar. ÍR-ingar gerðu sér fyllilega grein fyrir þessu í kvöld; liðið fór skipulega inní teig á Quincy Hankins-Cole og Hjalta Friðriksson og sýndu svo fádæma yfirburði í fráköstum, bara með því einfalda bragði að fara oft og margir inní teiginn til þess að ná þeim. Þetta var of mikið fyrir Njarðvíkinga og ég ætla ekki að lá þeim; þeir eru að starfa í skelfilegu atvinnuumhverfi! Öll lið munu reyna að nýta sér þennan veikleika og það verður mjög langur vetur fyrir suma leikmenn liðsins ef engar breytingar verða á.ÍR-ingar unnu sterkan sigur.vísir/ernirHvörf í Hverfinu? ÍR-ingar virðast vera að ná sér upp úr holunni sem hefur hamlað þeim að vinna leiki í vetur. Allt annar bragur er á liðinu með Quincy Cole; hann hefur snarbreytt danskorti allra leikmanna liðsins, sem geta núna fengið meira pláss á gólfinu. Cole skilaði 32 stigum, 9 fráköstum og 29 í heildarframlagi og í þessum leik sást vel hversu góð áhrif hans leikur hefur á aðra leikmenn. Hjalti Friðriksson, Kristinn Marínósson, Sveinbjörn Claessen og Trausta Eiríksson voru mjög góðir og Hákon Hjálmarsson og Daði Berg Grétarsson komu sterkir af bekknum. Matthías Orri Sigurðarson stjórnaði liðinu vel og var mjög ógnandi í sókn. Þetta er mun áhugaverðara Breiðholtslið og einfaldlega líklegt til frekari afreka; lið sem gæti náð stöðugleika í sinn leik. Dominos-deild karla Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
ÍR-ingar tóku Njarðvíkingum fagnandi í Hertz-hellinum í kvöld þegar liðin áttust við í 9.umferð Domino‘s-deildinni. Leikmenn tókust í hendur og þar með lauk öllu kurteisishjali ÍR-inga. Heimamenn tóku völdin snemma og þrátt fyrir að vera eitt allra óstöðugasta lið deildarinnar (ekki „stöðugt lélega“ eins og Svali talaði um af stakri snilld) þá náði ÍR-liðið ekki bara að sýna fágæta yfirburði heldur halda þeim þéttingsfast í heilan leik! Þetta tókst fyrst og fremst með sterkri vörn, vel framkvæmdu leikskipulagi og liðsanda. Hálfleikstölur voru 46-33 og án þess að missa slag náðu ÍR að landa frábærum 92-73 sigri og jafna Njarðvík að stigum í deildinni.Jón Arnór Sverrisson byrjar ágætlega.vísir/ernirEinfaldur leikur Heimamenn byrjuðu að úthella mikilli orku í leiknum og uppskáru ekki mikið fyrir í upphafi. Vörnin hélt gestunum niðri og þó sóknin hafi ekki verið frábær í fyrsta hluta var ljóst snemma í hvert stefndi. Njarðvíkurliðið var alltaf á eftir og náði aldrei stjórn á sínum leik. Jón Arnór Sverrison átti prýðilegan fyrsta hlutan liðið hans einfaldlega fúnkeraði ekki og skoraði aðeins ellefu í hlutanum, Jón sjö þeirra. Í öðrum hluta áttu gestirnir einn góðan sprett en ÍR bætti bara í og kæfði frekar vonlaust áhlaup gestanna í fæðingu. Á fyrstu fimm mínútum gerðu ÍR-ingar útum leikinn og fjórði hluti var formatriði sem þurfti að klára. Njarðvíkingar gáfust ekki upp svona snemma en það góða sem þeir gerðu var of veikt og of seint. Liðsheild ÍR vann daginn og á mikið hrós skilið fyrir seiglu og skynsaman leik.Minnsti stóri maðurinn er í Njarðvík.vísir/ernirKrísa í Njarðvík Í mínum huga er krísa í Njarðvík, liðið skortir eina grundvallarstoðina í körfuknattleik; hæð! Eftir að hafa losað sig við einn besta skorara deildarinnar sem Bonneau var, skiljanlega vissulega, þá situr liðið eftir hálfafvopnað því oftar en ekki þá var það hans að kveikja þessa elda sem urðu að bálum sem urðu að sigrum hjá Njarðvík. Logi Gunnarsson er ekkert lamb, og ekki heldur Jóhann Ólafsson. Þessir menn, ásamt Birni Kristjánssyni þurfa að draga þungan vagn í slagtogi með minnsta stóra manni deildarinnar, Jeremy Atkinson! Þetta er einfaldlega ekki boðlegt því okið er of mikið á fáar herðar. ÍR-ingar gerðu sér fyllilega grein fyrir þessu í kvöld; liðið fór skipulega inní teig á Quincy Hankins-Cole og Hjalta Friðriksson og sýndu svo fádæma yfirburði í fráköstum, bara með því einfalda bragði að fara oft og margir inní teiginn til þess að ná þeim. Þetta var of mikið fyrir Njarðvíkinga og ég ætla ekki að lá þeim; þeir eru að starfa í skelfilegu atvinnuumhverfi! Öll lið munu reyna að nýta sér þennan veikleika og það verður mjög langur vetur fyrir suma leikmenn liðsins ef engar breytingar verða á.ÍR-ingar unnu sterkan sigur.vísir/ernirHvörf í Hverfinu? ÍR-ingar virðast vera að ná sér upp úr holunni sem hefur hamlað þeim að vinna leiki í vetur. Allt annar bragur er á liðinu með Quincy Cole; hann hefur snarbreytt danskorti allra leikmanna liðsins, sem geta núna fengið meira pláss á gólfinu. Cole skilaði 32 stigum, 9 fráköstum og 29 í heildarframlagi og í þessum leik sást vel hversu góð áhrif hans leikur hefur á aðra leikmenn. Hjalti Friðriksson, Kristinn Marínósson, Sveinbjörn Claessen og Trausta Eiríksson voru mjög góðir og Hákon Hjálmarsson og Daði Berg Grétarsson komu sterkir af bekknum. Matthías Orri Sigurðarson stjórnaði liðinu vel og var mjög ógnandi í sókn. Þetta er mun áhugaverðara Breiðholtslið og einfaldlega líklegt til frekari afreka; lið sem gæti náð stöðugleika í sinn leik.
Dominos-deild karla Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn