Myndi kljúfa Bretland í fjóra parta Guðsteinn Bjarnason skrifar 9. desember 2016 07:15 Skjalakassar streymdu inn í byggingu Hæstaréttar Bretlands í London í gær, á fjórða og síðasta degi málflutnings fyrir dómstólnum um útgöngu úr Evrópusambandinu. Vísir/AFP „Brexit-kosningin klýfur Bretland. Hún klýfur það í fjóra parta,“ sagði Richard Gordon, lögmaður heimastjórnarinnar í Wales, í málflutningi sínum við Hæstarétt Bretlands í gær. Með því að ganga úr Evrópusambandinu sé breska stjórnin að brjóta gegn breskri stjórnskipun, sem gerir ráð fyrir heimastjórn í Wales, rétt eins og í Skotlandi og á Norður-Írlandi. Hún hafi engan rétt til þess. Gordon tók samt skýrt fram að hann ætlist alls ekki til þess að vilji kjósenda verði hunsaður. Stjórnin í Wales vilji hvorki tefja fyrir né koma í veg fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Meirihluti kjósenda hafi verið því fylgjandi, þótt kjósendur í Wales, Skotlandi og á Norður-Írlandi hafi verið því andvígir. Breska stjórnin hafi vissulega völd til þess að gera samninga við önnur ríki og leggja niður slíka samninga. Hins vegar hafi ríkisstjórnin ekki völd til þess að víkja frá lögum sem breska þingið hefur samþykkt. Hann segir þetta svo einfalt að sex ára barn eigi auðveldlega að geta skilið. Hæstiréttur hefur nú í vikunni fjallað um það hvort breska ríkisstjórnin hafi rétt til þess að virkja útgönguákvæði Evrópusambandsins án aðkomu þjóðþingsins. Fjórði og síðasti dagur málflutnings fyrir dómstólnum var í gær, en ekki er búist við niðurstöðu fyrr en í janúar. Yfirréttur í London komst nýverið að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórnin verði að spyrja þingið áður en útgönguákvæðið er virkjað, en þeirri niðurstöðu var áfrýjað til Hæstaréttar. Deilan hefur fyrst og fremst snúist um það hvort útgangan, án aðkomu þingsins, myndi brjóta gegn lögum sem breska þingið samþykkti árið 1972 um aðildina að ESB. Breska stjórnin segir að þegar þingið samþykkti fyrr á þessu ári að haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngu, þá hafi þingið gert ráð fyrir því að stjórnin myndi framfylgja niðurstöðunni. Rúmlega helmingur Breta samþykkti útgönguna, en tæplega helmingur var á móti. Breska þingið lagði svo í gær blessun sína yfir tímaáætlun Theresu May forsætisráðherra, sem reiknar með að virkja útgönguákvæðið í mars á næsta ári.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
„Brexit-kosningin klýfur Bretland. Hún klýfur það í fjóra parta,“ sagði Richard Gordon, lögmaður heimastjórnarinnar í Wales, í málflutningi sínum við Hæstarétt Bretlands í gær. Með því að ganga úr Evrópusambandinu sé breska stjórnin að brjóta gegn breskri stjórnskipun, sem gerir ráð fyrir heimastjórn í Wales, rétt eins og í Skotlandi og á Norður-Írlandi. Hún hafi engan rétt til þess. Gordon tók samt skýrt fram að hann ætlist alls ekki til þess að vilji kjósenda verði hunsaður. Stjórnin í Wales vilji hvorki tefja fyrir né koma í veg fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Meirihluti kjósenda hafi verið því fylgjandi, þótt kjósendur í Wales, Skotlandi og á Norður-Írlandi hafi verið því andvígir. Breska stjórnin hafi vissulega völd til þess að gera samninga við önnur ríki og leggja niður slíka samninga. Hins vegar hafi ríkisstjórnin ekki völd til þess að víkja frá lögum sem breska þingið hefur samþykkt. Hann segir þetta svo einfalt að sex ára barn eigi auðveldlega að geta skilið. Hæstiréttur hefur nú í vikunni fjallað um það hvort breska ríkisstjórnin hafi rétt til þess að virkja útgönguákvæði Evrópusambandsins án aðkomu þjóðþingsins. Fjórði og síðasti dagur málflutnings fyrir dómstólnum var í gær, en ekki er búist við niðurstöðu fyrr en í janúar. Yfirréttur í London komst nýverið að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórnin verði að spyrja þingið áður en útgönguákvæðið er virkjað, en þeirri niðurstöðu var áfrýjað til Hæstaréttar. Deilan hefur fyrst og fremst snúist um það hvort útgangan, án aðkomu þingsins, myndi brjóta gegn lögum sem breska þingið samþykkti árið 1972 um aðildina að ESB. Breska stjórnin segir að þegar þingið samþykkti fyrr á þessu ári að haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngu, þá hafi þingið gert ráð fyrir því að stjórnin myndi framfylgja niðurstöðunni. Rúmlega helmingur Breta samþykkti útgönguna, en tæplega helmingur var á móti. Breska þingið lagði svo í gær blessun sína yfir tímaáætlun Theresu May forsætisráðherra, sem reiknar með að virkja útgönguákvæðið í mars á næsta ári.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent