Sjáðu jökulinn hopa: Jökulsárlón breytist sífellt hraðar í fjörð Samúel Karl Ólason skrifar 8. desember 2016 11:00 Hlýr sjór flæðir inn í lónið og bræði jaka og jökulinn hraðar. Vísir/Valgarður Náttúruperlan Jökulsárlón kom fyrst í ljós á fjórða áratug síðustu aldar, þegar jökullinn fór að hopa í kjölfar litlu ísaldarinnar svokölluðu. Jökullinn hefur sífellt hopað síðan en einstaklega hratt á síðustu tíu árum. Á endanum verður lónið, sem er það dýpsta á Íslandi, að löngum firði. Um árið 1890 var jökullinn yfir lóninu einungis um 250 metra frá sjónum. Svo sást lónið fyrst 1934 og hefur það verið að vaxa síðan. Nú nær það einhverja sjö til átta kílómetra frá sjónum, en það gæti á endanum orðið um 25 kílómetra langt og fimm kílómetra breitt. Helgi Björnsson jarðeðlisfræðingur segir hopið hafa verið sérstaklega hratt frá árinu 1995. Stækkun Jökulsárlóns séu greinilegustu ummerkin um hlýnun á Íslandi. Það sé þó meira en hlýrra loftslag sem spili inn í þar sem hlýr sjór kemst einnig inn í lónið á flóði. „Það sem gerist er að jökullinn streymir þarna niður í lón og það brotnar stöðugt af honum. Jökullinn hefur ekki undan því að bæta upp það sem brotnar af og þess vegna hopar hann. Allir jakar sem brotna þarna af sigla bara á lóninu og bráðna svo að lokum,“ segir Helgi. Sjá einnig: Sjáðu hvernig Ísland og jörðin hefur breyst á 32 árum. Hér má sjá hvernig jökullinn hefur hopað af lóninu á síðustu 32 árum. Búið er að mæla hvað lónið nær langt undir jökulinn. Frá brúnni yfir Jökulsá er landið undir jöklinum tvö til þrjú hundruð metra undir sjávarmáli í mjórri rennu, sem er um fimm kílómetra breið, alla leið upp undir fjöllin. Sú leið er um 25 kílómetrar. „Fram undan er að þetta lón vaxi og vaxi,“ segir Helgi. Hann segir að væntanlega muni ekkert stöðva þessa þróun. Það sé vonlaust fyrir jökulinn að halda í við það sem brotnar framan af honum. „Væntanlega verður 25 kílómetra langur fjörður þarna inn eftir.“ Hann bætir þó við að líklegast verði þó renna sem loki honum við sjóinn, eins og hún er í dag. Veður Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira
Náttúruperlan Jökulsárlón kom fyrst í ljós á fjórða áratug síðustu aldar, þegar jökullinn fór að hopa í kjölfar litlu ísaldarinnar svokölluðu. Jökullinn hefur sífellt hopað síðan en einstaklega hratt á síðustu tíu árum. Á endanum verður lónið, sem er það dýpsta á Íslandi, að löngum firði. Um árið 1890 var jökullinn yfir lóninu einungis um 250 metra frá sjónum. Svo sást lónið fyrst 1934 og hefur það verið að vaxa síðan. Nú nær það einhverja sjö til átta kílómetra frá sjónum, en það gæti á endanum orðið um 25 kílómetra langt og fimm kílómetra breitt. Helgi Björnsson jarðeðlisfræðingur segir hopið hafa verið sérstaklega hratt frá árinu 1995. Stækkun Jökulsárlóns séu greinilegustu ummerkin um hlýnun á Íslandi. Það sé þó meira en hlýrra loftslag sem spili inn í þar sem hlýr sjór kemst einnig inn í lónið á flóði. „Það sem gerist er að jökullinn streymir þarna niður í lón og það brotnar stöðugt af honum. Jökullinn hefur ekki undan því að bæta upp það sem brotnar af og þess vegna hopar hann. Allir jakar sem brotna þarna af sigla bara á lóninu og bráðna svo að lokum,“ segir Helgi. Sjá einnig: Sjáðu hvernig Ísland og jörðin hefur breyst á 32 árum. Hér má sjá hvernig jökullinn hefur hopað af lóninu á síðustu 32 árum. Búið er að mæla hvað lónið nær langt undir jökulinn. Frá brúnni yfir Jökulsá er landið undir jöklinum tvö til þrjú hundruð metra undir sjávarmáli í mjórri rennu, sem er um fimm kílómetra breið, alla leið upp undir fjöllin. Sú leið er um 25 kílómetrar. „Fram undan er að þetta lón vaxi og vaxi,“ segir Helgi. Hann segir að væntanlega muni ekkert stöðva þessa þróun. Það sé vonlaust fyrir jökulinn að halda í við það sem brotnar framan af honum. „Væntanlega verður 25 kílómetra langur fjörður þarna inn eftir.“ Hann bætir þó við að líklegast verði þó renna sem loki honum við sjóinn, eins og hún er í dag.
Veður Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira