Ríkið enn stórskuldugt þrátt fyrir stórbætta stöðu ríkissjóðs Heimir Már Pétursson skrifar 7. desember 2016 20:24 Þrátt fyrir betri tíð og stórbætta stöðu ríkissjóðs er ríkið ennþá stórskuldugt og greiðir himinháar fjárhæðir í skuldir á hverju ári. Fjármálaráðherra segir að skuldirnar muni hins vegar lækka hratt á næstu örfáu árum og þar með eykst geta stjórnvalda til að ráðast í nauðsynlega uppbyggingu innviða samfélagsins. Bjarni Benediktsson mælti í dag fyrir fjárlagafrumvarpi við all óvenjulegar aðstæður, en enginn eiginlegur meirihluti er á bakvið fjárlagafrumvarpið. Þetta er aðeins í fjórða skiptið frá árinu 1945 sem starfstjórn leggur fram fjárlagafrumvarp. Gert er ráð fyrir 28 milljarða afgangi á fjárlögum næsta árs og er það í samræmi við ný lög um opinber fjármál og fjármálaáætlun sem samþykkt voru á þessu ári. Í yfirlitsræðu sinni rakti Bjarni hvernig staða ríkisstjórn hefði farið stöðugt batnandi undanfarin ár. Samanlagður afgangur síðustu þriggja ára væri 96 milljarðar króna. 380 milljarða stöðugleikaframlag er ekki þar meðtalið en það fer allt samkvæmt lögum til greiðslu skulda ríkissjóðs. Miklar skuldir ríkissjóðs og þar með vaxtagreiðslur, skyggðu á annars góða stöðu. „Áætlað er að heildarskuldir ríkissjóðs lækki um nærri 200 milljarða á yfirstandandi ári og þær nemi 1140 milljörðum króna samanborið við 1339 milljarða króna í lok ársins 2015,“ sagði Bjarni í ræðu sinni. Skuldirnar muni halda áfram að lækka vegna betri afkomu og stöðugleikaframlaganna en varfærin áætlun gerði ráð fyrir að skuldirnar verði komnar niður fyrir 1000 milljarða fyrir árslok á næsta ári. „Það felur í sér að hlutfall heildarskulda ríkissins lækki úr um 60% af vergri landsframleiðslu í lok árs 2015 í 39% í árslok 2017.“ Þær verði síðan komnar í 29 prósent af vergri landsframleiðslu árið 2021 en Bjarni segir lækkun skulda lykilinn að því að hægt verði að auka verulegar í uppbyggingu innviða en þegar hafi verið ákveðið. Enda hafi vaxtagjöld verið 79 milljarðar í fyrra en verði komin í 69 milljarða á næsta ári. „Á grundvelli ábyrgrar hagstjórnar og jafnvægis í ríkisfjármálunum verði áfram hægt að sækja fram til bættra lífskjara og frekari styrkingar velferðarsamfélagsins í þágu allra landsmanna.“ Alþingi Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Skotárás á Times Square Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Þrátt fyrir betri tíð og stórbætta stöðu ríkissjóðs er ríkið ennþá stórskuldugt og greiðir himinháar fjárhæðir í skuldir á hverju ári. Fjármálaráðherra segir að skuldirnar muni hins vegar lækka hratt á næstu örfáu árum og þar með eykst geta stjórnvalda til að ráðast í nauðsynlega uppbyggingu innviða samfélagsins. Bjarni Benediktsson mælti í dag fyrir fjárlagafrumvarpi við all óvenjulegar aðstæður, en enginn eiginlegur meirihluti er á bakvið fjárlagafrumvarpið. Þetta er aðeins í fjórða skiptið frá árinu 1945 sem starfstjórn leggur fram fjárlagafrumvarp. Gert er ráð fyrir 28 milljarða afgangi á fjárlögum næsta árs og er það í samræmi við ný lög um opinber fjármál og fjármálaáætlun sem samþykkt voru á þessu ári. Í yfirlitsræðu sinni rakti Bjarni hvernig staða ríkisstjórn hefði farið stöðugt batnandi undanfarin ár. Samanlagður afgangur síðustu þriggja ára væri 96 milljarðar króna. 380 milljarða stöðugleikaframlag er ekki þar meðtalið en það fer allt samkvæmt lögum til greiðslu skulda ríkissjóðs. Miklar skuldir ríkissjóðs og þar með vaxtagreiðslur, skyggðu á annars góða stöðu. „Áætlað er að heildarskuldir ríkissjóðs lækki um nærri 200 milljarða á yfirstandandi ári og þær nemi 1140 milljörðum króna samanborið við 1339 milljarða króna í lok ársins 2015,“ sagði Bjarni í ræðu sinni. Skuldirnar muni halda áfram að lækka vegna betri afkomu og stöðugleikaframlaganna en varfærin áætlun gerði ráð fyrir að skuldirnar verði komnar niður fyrir 1000 milljarða fyrir árslok á næsta ári. „Það felur í sér að hlutfall heildarskulda ríkissins lækki úr um 60% af vergri landsframleiðslu í lok árs 2015 í 39% í árslok 2017.“ Þær verði síðan komnar í 29 prósent af vergri landsframleiðslu árið 2021 en Bjarni segir lækkun skulda lykilinn að því að hægt verði að auka verulegar í uppbyggingu innviða en þegar hafi verið ákveðið. Enda hafi vaxtagjöld verið 79 milljarðar í fyrra en verði komin í 69 milljarða á næsta ári. „Á grundvelli ábyrgrar hagstjórnar og jafnvægis í ríkisfjármálunum verði áfram hægt að sækja fram til bættra lífskjara og frekari styrkingar velferðarsamfélagsins í þágu allra landsmanna.“
Alþingi Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Skotárás á Times Square Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira