Gladbach-menn voru áhorfendur á Nývangi í gær og sáu Barca setja sendingamet Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. desember 2016 08:30 Fengu ekki að vera með. vísir/getty Barcelona átti ekki í neinum vandræðum með að rústa þýska liðinu Borussia Mönchengladbach saman í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í gærkvöldi en liðið vann, 4-0, og hafnaði í fyrsta sæti í C-riðli með 15 stig af 18 mögulegum. Tyrkinn Arda Turan skoraði þrennu í leiknum og er kominn í hóp með ansi flottum nöfnum sem hafa skorað þrennu fyrir Barca í Meistaradeildinni. Þar má nefna Rivaldo, Ronaldinho, Neymar og Messi. Það er óhætt að segja að leikmenn Gladbach hafi verið áhorfendur í leiknum á Nývangi í gær því þeir fengu varla að taka þátt í honum. Barcelona setti sendingamet en liðið reyndi ríflega 1.000 sendingar í leiknum. Það met hafði staðið í tólf ár. Það sem meira er kláruðu leikmenn Barcelona 896 sendingar í leiknum og voru 66 prósent með boltann. Leikmenn Gladbach komust varla yfir miðju og þurftu að hirða boltann fjórum sinnum úr eigin neti. Fjórir leikmenn Barcelona voru á topp fimm listanum yfir flestar sendingar heppnaðar í Meistaradeildinni í gærkvöldi en þar var Javier Mascherano á toppnum með 126 og André Gomes kom næstur með 122. Samuel Umtiti var svo þriðji með 109 og Andrés Iniesta fimmti á eftir David Alaba hjá Bayern með 108 sendingar heppnaðar. Það var að litlu fyrir Gladbach að keppa í leiknum. Það var búið að tryggja sér þriðja sætið áður en kom að honum. Það fer nú í Evrópudeildina.Barcelona completed an incredible 896 passes vs. Gladbach this evening and had 66% possession.Utter domination. pic.twitter.com/Sj7qXJzoGw— Squawka Football (@Squawka) December 6, 2016 993 - Barcelona have attempted 993 passes vs Borussia, a record in a single UCL game since 2003/2004. Taka pic.twitter.com/TJHDIBUHIU— OptaJose (@OptaJose) December 6, 2016 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Körfubolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Íslenski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Leik lokið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar náðu sigrinum en misstu Höskuld Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
Barcelona átti ekki í neinum vandræðum með að rústa þýska liðinu Borussia Mönchengladbach saman í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í gærkvöldi en liðið vann, 4-0, og hafnaði í fyrsta sæti í C-riðli með 15 stig af 18 mögulegum. Tyrkinn Arda Turan skoraði þrennu í leiknum og er kominn í hóp með ansi flottum nöfnum sem hafa skorað þrennu fyrir Barca í Meistaradeildinni. Þar má nefna Rivaldo, Ronaldinho, Neymar og Messi. Það er óhætt að segja að leikmenn Gladbach hafi verið áhorfendur í leiknum á Nývangi í gær því þeir fengu varla að taka þátt í honum. Barcelona setti sendingamet en liðið reyndi ríflega 1.000 sendingar í leiknum. Það met hafði staðið í tólf ár. Það sem meira er kláruðu leikmenn Barcelona 896 sendingar í leiknum og voru 66 prósent með boltann. Leikmenn Gladbach komust varla yfir miðju og þurftu að hirða boltann fjórum sinnum úr eigin neti. Fjórir leikmenn Barcelona voru á topp fimm listanum yfir flestar sendingar heppnaðar í Meistaradeildinni í gærkvöldi en þar var Javier Mascherano á toppnum með 126 og André Gomes kom næstur með 122. Samuel Umtiti var svo þriðji með 109 og Andrés Iniesta fimmti á eftir David Alaba hjá Bayern með 108 sendingar heppnaðar. Það var að litlu fyrir Gladbach að keppa í leiknum. Það var búið að tryggja sér þriðja sætið áður en kom að honum. Það fer nú í Evrópudeildina.Barcelona completed an incredible 896 passes vs. Gladbach this evening and had 66% possession.Utter domination. pic.twitter.com/Sj7qXJzoGw— Squawka Football (@Squawka) December 6, 2016 993 - Barcelona have attempted 993 passes vs Borussia, a record in a single UCL game since 2003/2004. Taka pic.twitter.com/TJHDIBUHIU— OptaJose (@OptaJose) December 6, 2016
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Körfubolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Íslenski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Leik lokið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar náðu sigrinum en misstu Höskuld Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira