Guðni Th. brýndi fyrir þingmönnum að endurheimta traust á Alþingi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. desember 2016 14:46 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands setti í dag 146. löggjafaþing Vísir/Ernir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, brýndi fyrir þingmönnum að endurreisa traust almennings á Alþingi í þingsetningarávarpi sínu. 146. löggjafaþing Íslendinga var sett í dag. Þing er nú sett við óvenjulegar aðstæður en rúmur mánuður er liðinn frá kosningum. Engin ríkisstjórn hefur verið mynduð og í ávarpi sínu minntist Guðni Th. á hvernig fyrri forsetar hefðu glímt við sambærilegar aðstæður. „Í dag er þess minnst að rétt öld er liðin frá fæðingu Kristjáns Eldjárns en árin 1968 til 1980 má segja að þá hafi verið nær samfelld stjórnarkreppa,“ sagði Guðni Th. og bætti því við að Kristján hefði haft það að leiðarljósi að ekki mætti útiloka neinn flokk frá stjórnarmyndunarviðræðum. Sagði Guðni að ætla mætti að almenningi hafi þótt það til vansa hve illa þinginu gekk að mynda ríkisstjórnir á þeim árum. Athyglisvert væri þó að Alþingi hefði áfram notið traust almennings. Ekki væri þó hægt að segja það sama í dag. „Fleira hrundi en bankar,“ sagði Guðni Th. „Fólki fannst þingið hafa brugðist,“ og vísaði Guðni Th. til þess að frá hruninu haustið 2008 hefur traust almennings á Alþingi minnkað mikið og mælst á bilinu tíu til tuttugu prósent.„Endurheimt trausts er senn möguleg og brýn. Nú er lag að auka vegsemd þingsins og virðingu. Takast vissulega á í þingsal, deila hart ef svo ber undir en bæta vinnubrögðin, viðmótið, reglur og þingsköp.“ Alþingi Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, brýndi fyrir þingmönnum að endurreisa traust almennings á Alþingi í þingsetningarávarpi sínu. 146. löggjafaþing Íslendinga var sett í dag. Þing er nú sett við óvenjulegar aðstæður en rúmur mánuður er liðinn frá kosningum. Engin ríkisstjórn hefur verið mynduð og í ávarpi sínu minntist Guðni Th. á hvernig fyrri forsetar hefðu glímt við sambærilegar aðstæður. „Í dag er þess minnst að rétt öld er liðin frá fæðingu Kristjáns Eldjárns en árin 1968 til 1980 má segja að þá hafi verið nær samfelld stjórnarkreppa,“ sagði Guðni Th. og bætti því við að Kristján hefði haft það að leiðarljósi að ekki mætti útiloka neinn flokk frá stjórnarmyndunarviðræðum. Sagði Guðni að ætla mætti að almenningi hafi þótt það til vansa hve illa þinginu gekk að mynda ríkisstjórnir á þeim árum. Athyglisvert væri þó að Alþingi hefði áfram notið traust almennings. Ekki væri þó hægt að segja það sama í dag. „Fleira hrundi en bankar,“ sagði Guðni Th. „Fólki fannst þingið hafa brugðist,“ og vísaði Guðni Th. til þess að frá hruninu haustið 2008 hefur traust almennings á Alþingi minnkað mikið og mælst á bilinu tíu til tuttugu prósent.„Endurheimt trausts er senn möguleg og brýn. Nú er lag að auka vegsemd þingsins og virðingu. Takast vissulega á í þingsal, deila hart ef svo ber undir en bæta vinnubrögðin, viðmótið, reglur og þingsköp.“
Alþingi Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira