Krefjast gagna frá MAST um öll alvarleg frávik í matvælaframleiðslu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. desember 2016 12:00 Samtökin vilja fá upplýsingar um alvarleg frávik. Vísir/EPA Neytendasamtökin og SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu hafa sent Matvælastofnun (MAST) erindi þar sem óskað er eftir gögnum frá stofnuninni um öll alvarleg frávik í innlendri eftirlitsskyldri matvælaframleiðslu sem hún hefur gert athugasemdir við í eftirlitsstörfum sínum. Er óskað eftir upplýsingum aftur til 1. janúar 2008 en Neytendasamtökin og SVÞ telja að umfjöllun um aðbúnað dýra hjá eggjaframleiðandanum Brúnegg ehf hafi leitt í ljós að MAST hafi alfarið brugðist eftirlitshlutverki sínu. Eggjaframleiðandinn blekkti neytendur með því að selja egg sín undir fána vistvænnar framleiðslu en ljóst er að hænur í eigu fyrirtækisins hafa búið við afar slæman aðbúnað. MAST gerði athugasemdir við framleiðsluna en lét neytendur ekki vita. Þetta gagnrýna samtökin tvö harðlega. „Með þögn sinni um málið hefur MAST vegið alvarlega að hagsmunum verslana og neytenda sem í skjóli núverandi fyrirkomulags treysta á faglega starfsemi þeirra aðila sem lögum samkvæmt hefur verið falið eftirlit með matvælaframleiðslu,“ segir í sameiginlegri tilkynningu frá Neytendasamtökunum og SVÞ. Segja þau að neytendur og verslanir séu í góðri trú um að matvæli standist allar kröfur á meðan engar athugasemdir berist frá eftirlitsaðila. MAST hafi brugðist þessu trausti með því að láta neytendur ekki vita um þær upplýsingar sem stofnunin bjó yfir vegna framleiðslu Brúneggja. „Að óbreyttu er nú uppi viðvarandi brestur í trausti hagsmunaaðila hvað varðar eftirlit með matvælaframleiðslu, sér í lagi þar sem MAST hefur heimilað afhendingu á matvælum til verslana og neytenda þrátt fyrir að,“ segir í tilkynningunni. Því fara samtökin þess á leit við MAST að stofnunin veiti þeim aðgang að upplýsingu um öll alvarleg frávik í innlendri matvælaframleiðslu sem gerðar hafa verið athugasemdir við frá 1. janúar 2008. „Telja Neytendasamtökin og SVÞ mikilvægt að afla þessara gagna enda hefur umfjöllun um eftirlit MAST leitt í ljós að réttur almennings til upplýsinga er verulega takmarkaður er viðkemur matvælaframleiðslu og frávikum frá kröfum sem gera verður til slíkrar framleiðslu.“ Brúneggjamálið Tengdar fréttir Yfirstjórn Matvælastofnunar vildi ekki upplýsa neytendur í lok síðasta árs Hluti starfsmanna Matvælastofnunar vildi upplýsa neytendur um að ástandið hjá Brúneggjum í lok árs 2015. 1. desember 2016 17:34 Brúnum eggjum kastað í Matís fyrir misskilning Steinar B. Aðalbjörnsson, upplýsingafulltrúi Matís, gerir ráð fyrir að gremja eggjakastarans hafi beinst að Matvælastofnun. 30. nóvember 2016 14:52 Stærstu eggjaframleiðendur landsins: Matvælastofnun brást ábyrgðarhlutverki sínu Tveir stærstu eggjaframleiðendur landsins, Nesbú og Stjörnuegg, segja umfjöllun Kastljóss um Brúnegg hafa verið algjört reiðarslag. 29. nóvember 2016 12:22 Hafnar alfarið ábyrgð á brúneggjamáli Kristinn Hugason, fyrrverandi starfsmaður atvinnuvegaráðuneytisins, hafnar því með öllu í viðtali við Fréttablaðið að hann beri á nokkurn hátt ábyrgð á því að málefni fyrirtækisins Brúnegg, sem Kastljós fjallaði um á mánudagskvöld, dagaði uppi í ráðuneytinu án aðgerða. 30. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Neytendasamtökin og SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu hafa sent Matvælastofnun (MAST) erindi þar sem óskað er eftir gögnum frá stofnuninni um öll alvarleg frávik í innlendri eftirlitsskyldri matvælaframleiðslu sem hún hefur gert athugasemdir við í eftirlitsstörfum sínum. Er óskað eftir upplýsingum aftur til 1. janúar 2008 en Neytendasamtökin og SVÞ telja að umfjöllun um aðbúnað dýra hjá eggjaframleiðandanum Brúnegg ehf hafi leitt í ljós að MAST hafi alfarið brugðist eftirlitshlutverki sínu. Eggjaframleiðandinn blekkti neytendur með því að selja egg sín undir fána vistvænnar framleiðslu en ljóst er að hænur í eigu fyrirtækisins hafa búið við afar slæman aðbúnað. MAST gerði athugasemdir við framleiðsluna en lét neytendur ekki vita. Þetta gagnrýna samtökin tvö harðlega. „Með þögn sinni um málið hefur MAST vegið alvarlega að hagsmunum verslana og neytenda sem í skjóli núverandi fyrirkomulags treysta á faglega starfsemi þeirra aðila sem lögum samkvæmt hefur verið falið eftirlit með matvælaframleiðslu,“ segir í sameiginlegri tilkynningu frá Neytendasamtökunum og SVÞ. Segja þau að neytendur og verslanir séu í góðri trú um að matvæli standist allar kröfur á meðan engar athugasemdir berist frá eftirlitsaðila. MAST hafi brugðist þessu trausti með því að láta neytendur ekki vita um þær upplýsingar sem stofnunin bjó yfir vegna framleiðslu Brúneggja. „Að óbreyttu er nú uppi viðvarandi brestur í trausti hagsmunaaðila hvað varðar eftirlit með matvælaframleiðslu, sér í lagi þar sem MAST hefur heimilað afhendingu á matvælum til verslana og neytenda þrátt fyrir að,“ segir í tilkynningunni. Því fara samtökin þess á leit við MAST að stofnunin veiti þeim aðgang að upplýsingu um öll alvarleg frávik í innlendri matvælaframleiðslu sem gerðar hafa verið athugasemdir við frá 1. janúar 2008. „Telja Neytendasamtökin og SVÞ mikilvægt að afla þessara gagna enda hefur umfjöllun um eftirlit MAST leitt í ljós að réttur almennings til upplýsinga er verulega takmarkaður er viðkemur matvælaframleiðslu og frávikum frá kröfum sem gera verður til slíkrar framleiðslu.“
Brúneggjamálið Tengdar fréttir Yfirstjórn Matvælastofnunar vildi ekki upplýsa neytendur í lok síðasta árs Hluti starfsmanna Matvælastofnunar vildi upplýsa neytendur um að ástandið hjá Brúneggjum í lok árs 2015. 1. desember 2016 17:34 Brúnum eggjum kastað í Matís fyrir misskilning Steinar B. Aðalbjörnsson, upplýsingafulltrúi Matís, gerir ráð fyrir að gremja eggjakastarans hafi beinst að Matvælastofnun. 30. nóvember 2016 14:52 Stærstu eggjaframleiðendur landsins: Matvælastofnun brást ábyrgðarhlutverki sínu Tveir stærstu eggjaframleiðendur landsins, Nesbú og Stjörnuegg, segja umfjöllun Kastljóss um Brúnegg hafa verið algjört reiðarslag. 29. nóvember 2016 12:22 Hafnar alfarið ábyrgð á brúneggjamáli Kristinn Hugason, fyrrverandi starfsmaður atvinnuvegaráðuneytisins, hafnar því með öllu í viðtali við Fréttablaðið að hann beri á nokkurn hátt ábyrgð á því að málefni fyrirtækisins Brúnegg, sem Kastljós fjallaði um á mánudagskvöld, dagaði uppi í ráðuneytinu án aðgerða. 30. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Yfirstjórn Matvælastofnunar vildi ekki upplýsa neytendur í lok síðasta árs Hluti starfsmanna Matvælastofnunar vildi upplýsa neytendur um að ástandið hjá Brúneggjum í lok árs 2015. 1. desember 2016 17:34
Brúnum eggjum kastað í Matís fyrir misskilning Steinar B. Aðalbjörnsson, upplýsingafulltrúi Matís, gerir ráð fyrir að gremja eggjakastarans hafi beinst að Matvælastofnun. 30. nóvember 2016 14:52
Stærstu eggjaframleiðendur landsins: Matvælastofnun brást ábyrgðarhlutverki sínu Tveir stærstu eggjaframleiðendur landsins, Nesbú og Stjörnuegg, segja umfjöllun Kastljóss um Brúnegg hafa verið algjört reiðarslag. 29. nóvember 2016 12:22
Hafnar alfarið ábyrgð á brúneggjamáli Kristinn Hugason, fyrrverandi starfsmaður atvinnuvegaráðuneytisins, hafnar því með öllu í viðtali við Fréttablaðið að hann beri á nokkurn hátt ábyrgð á því að málefni fyrirtækisins Brúnegg, sem Kastljós fjallaði um á mánudagskvöld, dagaði uppi í ráðuneytinu án aðgerða. 30. nóvember 2016 07:00