„Þetta eru mestu fornminjar á Íslandi“ Kristján Már Unnarsson skrifar 4. desember 2016 08:15 Til hvers hlóðu fyrstu kynslóðir Íslendinga þessa miklu garða? Teikning/Sigurður Valur Sigurðsson. Feiknarleg mannvirki, sem komið er í ljós að eru ævaforn, hafa á undanförnum árum verið að uppgötvast víða á Norðurlandi. Þau birtast sem sérkennilegar rákir sem mótar fyrir í landslaginu og gætu við fyrstu sýn verið talin gömul hjólför eftir vélknúin ökutæki. „Þetta eru mestu fornminjar á Íslandi,” segir Árni Einarsson líffræðingur, í þættinum Landnemarnir á Stöð 2, en það var fyrir um aldarfjórðungi sem Árni í störfum sínum fyrir Náttúrurannsóknarstöðina við Mývatn fór að átta sig á því að slíkar rákir fundust víða í Þingeyjarsýslum. Þar er þegar búið að skrásetja um 600 kílómetra þannig að þetta var víðtækt kerfi. Samskonar fyrirbæri eru jafnframt að finnast í öðrum landshlutum. Þetta reynast vera leifar af upphlöðnum görðum og sýna aldursgreiningar að þeir elstu voru hlaðnir um miðja tíundu öld, eða um svipað leyti og Alþingi var stofnað á Þingvöllum. Garðarnir virðast því vera einhver elstu merki um að samfélag sé búið að myndast á Íslandi. Árni segir að einn bóndi hafi ekki hlaðið slíkan garð heldur hafi jafnvel þrír bæir sameinast um hleðsluna hverju sinni.Lög Grágásar gerðu ráð fyrir að stór hlið væru höfð í þjóðbraut á görðunum sem menn gætu opnað og lokað á hestbaki.Teikning/Sigurður Valur Sigurðsson.Hleðsla garðanna lýsir því tímabili í Íslandssögunni þegar búið er að nema landið að mestu og landnámsmenn eru farnir að kynnast landinu og hvernig best sé að nýta það. Þeir girða lönd sín af og bindast samtökum um smalamennsku. Efna til héraðsþinga og stofna hreppa og Alþingi um lög og reglur. Jafnframt kynnast þeir nýrri ógn, jarðeldum og öðrum náttúruhamförum, sem fylgja þessu nýja landi. Landið reyndist svo harðbýlt, með eldgosum, drepsóttum og kuldaskeiðum, að einstaka húsdýrastofnar dóu út. Arfgerðir töpuðust úr mannfólkinu og eftir situr þjóð með breytt erfðamengi. Um þetta er fjallað í næsta þætti Landnemanna á mánudagskvöld klukkan 19.20, strax að loknum fréttum. Hér má sjá sýnishorn úr þættinum. Þeir sem misstu af síðasta þætti geta séð hann í dag en þættirnir eru endursýndir á Stöð 2 síðdegis á sunnudögum. Fornminjar Landnemarnir Skútustaðahreppur Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Vantar marga kafla inn í Íslandssöguna Þetta segir Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur, höfundur nýrrar bókar um Árdaga Íslendinga. 13. nóvember 2016 20:45 Steinkross gæti verið elsti grafreitur Íslands Steinkross var miðja sólúrs og goðfræðilegrar heimsmyndar á landnámsöld, samkvæmt kenningum Einars Pálssonar. 28. nóvember 2016 22:45 Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15 Voru skógarnir svona veglegir við landnám? "Ég er sannfærður um það að allt láglendi landsins hafi litið svona út eins og þessi mynd sýnir,” segir Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri. 20. nóvember 2016 12:00 Forn varða talin hluti af launspeki landnámsins Stór varða í útjaðri Reykjavíkur sögð hluti af útmældu kerfi sem tengdist árstíðaskiptum og gangi himintungla. 27. nóvember 2016 08:30 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Feiknarleg mannvirki, sem komið er í ljós að eru ævaforn, hafa á undanförnum árum verið að uppgötvast víða á Norðurlandi. Þau birtast sem sérkennilegar rákir sem mótar fyrir í landslaginu og gætu við fyrstu sýn verið talin gömul hjólför eftir vélknúin ökutæki. „Þetta eru mestu fornminjar á Íslandi,” segir Árni Einarsson líffræðingur, í þættinum Landnemarnir á Stöð 2, en það var fyrir um aldarfjórðungi sem Árni í störfum sínum fyrir Náttúrurannsóknarstöðina við Mývatn fór að átta sig á því að slíkar rákir fundust víða í Þingeyjarsýslum. Þar er þegar búið að skrásetja um 600 kílómetra þannig að þetta var víðtækt kerfi. Samskonar fyrirbæri eru jafnframt að finnast í öðrum landshlutum. Þetta reynast vera leifar af upphlöðnum görðum og sýna aldursgreiningar að þeir elstu voru hlaðnir um miðja tíundu öld, eða um svipað leyti og Alþingi var stofnað á Þingvöllum. Garðarnir virðast því vera einhver elstu merki um að samfélag sé búið að myndast á Íslandi. Árni segir að einn bóndi hafi ekki hlaðið slíkan garð heldur hafi jafnvel þrír bæir sameinast um hleðsluna hverju sinni.Lög Grágásar gerðu ráð fyrir að stór hlið væru höfð í þjóðbraut á görðunum sem menn gætu opnað og lokað á hestbaki.Teikning/Sigurður Valur Sigurðsson.Hleðsla garðanna lýsir því tímabili í Íslandssögunni þegar búið er að nema landið að mestu og landnámsmenn eru farnir að kynnast landinu og hvernig best sé að nýta það. Þeir girða lönd sín af og bindast samtökum um smalamennsku. Efna til héraðsþinga og stofna hreppa og Alþingi um lög og reglur. Jafnframt kynnast þeir nýrri ógn, jarðeldum og öðrum náttúruhamförum, sem fylgja þessu nýja landi. Landið reyndist svo harðbýlt, með eldgosum, drepsóttum og kuldaskeiðum, að einstaka húsdýrastofnar dóu út. Arfgerðir töpuðust úr mannfólkinu og eftir situr þjóð með breytt erfðamengi. Um þetta er fjallað í næsta þætti Landnemanna á mánudagskvöld klukkan 19.20, strax að loknum fréttum. Hér má sjá sýnishorn úr þættinum. Þeir sem misstu af síðasta þætti geta séð hann í dag en þættirnir eru endursýndir á Stöð 2 síðdegis á sunnudögum.
Fornminjar Landnemarnir Skútustaðahreppur Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Vantar marga kafla inn í Íslandssöguna Þetta segir Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur, höfundur nýrrar bókar um Árdaga Íslendinga. 13. nóvember 2016 20:45 Steinkross gæti verið elsti grafreitur Íslands Steinkross var miðja sólúrs og goðfræðilegrar heimsmyndar á landnámsöld, samkvæmt kenningum Einars Pálssonar. 28. nóvember 2016 22:45 Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15 Voru skógarnir svona veglegir við landnám? "Ég er sannfærður um það að allt láglendi landsins hafi litið svona út eins og þessi mynd sýnir,” segir Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri. 20. nóvember 2016 12:00 Forn varða talin hluti af launspeki landnámsins Stór varða í útjaðri Reykjavíkur sögð hluti af útmældu kerfi sem tengdist árstíðaskiptum og gangi himintungla. 27. nóvember 2016 08:30 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Vantar marga kafla inn í Íslandssöguna Þetta segir Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur, höfundur nýrrar bókar um Árdaga Íslendinga. 13. nóvember 2016 20:45
Steinkross gæti verið elsti grafreitur Íslands Steinkross var miðja sólúrs og goðfræðilegrar heimsmyndar á landnámsöld, samkvæmt kenningum Einars Pálssonar. 28. nóvember 2016 22:45
Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15
Voru skógarnir svona veglegir við landnám? "Ég er sannfærður um það að allt láglendi landsins hafi litið svona út eins og þessi mynd sýnir,” segir Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri. 20. nóvember 2016 12:00
Forn varða talin hluti af launspeki landnámsins Stór varða í útjaðri Reykjavíkur sögð hluti af útmældu kerfi sem tengdist árstíðaskiptum og gangi himintungla. 27. nóvember 2016 08:30