Segja ákvörðun forsetans óþarfa og mistök Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. desember 2016 12:00 Forsetinn veitti Birgittu Jónsdóttur stjórnarmyndunarumboð í gær. Vísir/Ernir Þingmenn Viðreisnar, þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Benedikt Jóhannesson og Þorsteinn Víglundsson, telja það hafa verið óþarfa hjá forseta Íslands að veita umboð til stjórnarmyndunar. Allir flokkar séu að tala saman sem stendur og því hafi það jafnvel verið mistök hjá forseta að veita einhverjum einum umboðið. Guðni Th. Jóhannesson, forseta Íslands, kallaði forystufólk allra flokka sem eiga fulltrúa á Alþingi á sinn fund á Staðastað í gær og að fundunum loknum ákvað hann að veita Birgittu Jónsdóttur, þingflokksformanni Pírata, stjórnarmyndunarumboð.Sjá einnig: Píratar fá stjórnarmyndunarumboðiðÁður hafði enginn verið með umboðið eftir að Katrínu Jakobsdóttur og Bjarna Benediktssyni mistókst að mynda ríkisstjórn. Þorgerður Katrín telur að það hafi verið óþarfi hjá forseta að veita umboðið aftur. Fólk sé að kynnast og þreifa hvert á öðru málefnalega séð. „Að láta einhvern fá umboð, ég held að það skipti ekki öllu máli. Ég held að það sé óþarfi núna fyrir þessa helgi. Það er ljóst að menn hafa verið að tala saman á síðustu dögum, síðustu vikum. Það er allt að þróast,“ sagði Þorgerður í þættinum Vikan á RÚV í gærkvöldi.Þorsteinn og Þorgerður ræða saman á göngum Alþingis þegar Katrín Jakobsdóttir reyndi að mynda fimm flokka stjórn.Vísir/EyþórÞorsteinn Víglundsson tók í sama streng í Vikulokunum í dag. Það hafi verið mistök hjá forseta að fela einhverjum umboð til myndunar stjórnar á þessum tímapunkti. Það hefði skilað litlum árangri fram til þess að veita einhverjum umboðið, ekki síst vegna þess að ekki liggur ljóst fyrir hvaða stjórnarmynstur væru líklegust eftir kosningar.Sjá einnig: Hyggst skila umboðinu náist ekki lending straxBenedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir stöðuna býsna flókna í samtali við Fréttablaðið í dag.„Ég lagði til eftir að ég fundaði með forsetanum í gær að menn slöppuðu aðeins af og hugsuðu málin um helgina. Forsetinn hefur hins vegar ákveðið að gera þetta öðruvísi og ég virði ákvörðun hans,“ segir Benedikt. Flokkarnir fimm funda formlega næsta mánudag og ræða möguleikann á því að þeir myndi starfhæfa ríkisstjórn.Rætt verður við þau Birgittu Jónsdóttur, Sigurð Inga Jóhannsson, Ragnheiði Ríkharðsdóttur og Svavar Gestsson í Víglínunni í beinni útsendingu á Vísi klukkan 12:20. Tengdar fréttir Hyggst skila umboðinu náist ekki lending strax Katrín Jakobsdóttir telur tímabært að myndun þjóðstjórnar sé rædd. Benedikt Jóhannesson segist virða ákvörðun forsetans um að láta Birgittu Jónsdóttur fá umboðið en hann hafi lagt til við forsetann að menn slöppuðu af um helgi 3. desember 2016 07:00 Píratar fá stjórnarmyndunarumboðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Birgittu Jónsdóttur Pírata stjórnarmyndunarumboðið. 2. desember 2016 16:15 Píratar stefna á að endurvekja viðræður um fimm flokka stjórn Píratar stefna á að endurvekja viðræður á milli Pírata, VG, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar sem sigldu í strand í síðustu viku. 2. desember 2016 16:46 Undirliggjandi vantraust og óvissa skapar erfiðleika við myndun ríkisstjórnar Ónýt miðja, vantraust á nýja leikendur og stór kosningaloforð nýrra flokka gera það að verkum að erfitt reynist að mynda ríkisstjórn. 2. desember 2016 12:32 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira
Þingmenn Viðreisnar, þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Benedikt Jóhannesson og Þorsteinn Víglundsson, telja það hafa verið óþarfa hjá forseta Íslands að veita umboð til stjórnarmyndunar. Allir flokkar séu að tala saman sem stendur og því hafi það jafnvel verið mistök hjá forseta að veita einhverjum einum umboðið. Guðni Th. Jóhannesson, forseta Íslands, kallaði forystufólk allra flokka sem eiga fulltrúa á Alþingi á sinn fund á Staðastað í gær og að fundunum loknum ákvað hann að veita Birgittu Jónsdóttur, þingflokksformanni Pírata, stjórnarmyndunarumboð.Sjá einnig: Píratar fá stjórnarmyndunarumboðiðÁður hafði enginn verið með umboðið eftir að Katrínu Jakobsdóttur og Bjarna Benediktssyni mistókst að mynda ríkisstjórn. Þorgerður Katrín telur að það hafi verið óþarfi hjá forseta að veita umboðið aftur. Fólk sé að kynnast og þreifa hvert á öðru málefnalega séð. „Að láta einhvern fá umboð, ég held að það skipti ekki öllu máli. Ég held að það sé óþarfi núna fyrir þessa helgi. Það er ljóst að menn hafa verið að tala saman á síðustu dögum, síðustu vikum. Það er allt að þróast,“ sagði Þorgerður í þættinum Vikan á RÚV í gærkvöldi.Þorsteinn og Þorgerður ræða saman á göngum Alþingis þegar Katrín Jakobsdóttir reyndi að mynda fimm flokka stjórn.Vísir/EyþórÞorsteinn Víglundsson tók í sama streng í Vikulokunum í dag. Það hafi verið mistök hjá forseta að fela einhverjum umboð til myndunar stjórnar á þessum tímapunkti. Það hefði skilað litlum árangri fram til þess að veita einhverjum umboðið, ekki síst vegna þess að ekki liggur ljóst fyrir hvaða stjórnarmynstur væru líklegust eftir kosningar.Sjá einnig: Hyggst skila umboðinu náist ekki lending straxBenedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir stöðuna býsna flókna í samtali við Fréttablaðið í dag.„Ég lagði til eftir að ég fundaði með forsetanum í gær að menn slöppuðu aðeins af og hugsuðu málin um helgina. Forsetinn hefur hins vegar ákveðið að gera þetta öðruvísi og ég virði ákvörðun hans,“ segir Benedikt. Flokkarnir fimm funda formlega næsta mánudag og ræða möguleikann á því að þeir myndi starfhæfa ríkisstjórn.Rætt verður við þau Birgittu Jónsdóttur, Sigurð Inga Jóhannsson, Ragnheiði Ríkharðsdóttur og Svavar Gestsson í Víglínunni í beinni útsendingu á Vísi klukkan 12:20.
Tengdar fréttir Hyggst skila umboðinu náist ekki lending strax Katrín Jakobsdóttir telur tímabært að myndun þjóðstjórnar sé rædd. Benedikt Jóhannesson segist virða ákvörðun forsetans um að láta Birgittu Jónsdóttur fá umboðið en hann hafi lagt til við forsetann að menn slöppuðu af um helgi 3. desember 2016 07:00 Píratar fá stjórnarmyndunarumboðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Birgittu Jónsdóttur Pírata stjórnarmyndunarumboðið. 2. desember 2016 16:15 Píratar stefna á að endurvekja viðræður um fimm flokka stjórn Píratar stefna á að endurvekja viðræður á milli Pírata, VG, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar sem sigldu í strand í síðustu viku. 2. desember 2016 16:46 Undirliggjandi vantraust og óvissa skapar erfiðleika við myndun ríkisstjórnar Ónýt miðja, vantraust á nýja leikendur og stór kosningaloforð nýrra flokka gera það að verkum að erfitt reynist að mynda ríkisstjórn. 2. desember 2016 12:32 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira
Hyggst skila umboðinu náist ekki lending strax Katrín Jakobsdóttir telur tímabært að myndun þjóðstjórnar sé rædd. Benedikt Jóhannesson segist virða ákvörðun forsetans um að láta Birgittu Jónsdóttur fá umboðið en hann hafi lagt til við forsetann að menn slöppuðu af um helgi 3. desember 2016 07:00
Píratar fá stjórnarmyndunarumboðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Birgittu Jónsdóttur Pírata stjórnarmyndunarumboðið. 2. desember 2016 16:15
Píratar stefna á að endurvekja viðræður um fimm flokka stjórn Píratar stefna á að endurvekja viðræður á milli Pírata, VG, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar sem sigldu í strand í síðustu viku. 2. desember 2016 16:46
Undirliggjandi vantraust og óvissa skapar erfiðleika við myndun ríkisstjórnar Ónýt miðja, vantraust á nýja leikendur og stór kosningaloforð nýrra flokka gera það að verkum að erfitt reynist að mynda ríkisstjórn. 2. desember 2016 12:32