Vill eftirlit úr höndum ríkisins Svavar Hávarðsson skrifar 2. desember 2016 11:00 Andrés Magnússon neytendamál Gömul og ný dæmi sanna að alvarlega verður að íhuga að brjóta upp opinbera eftirlitskerfið og fela faggiltum fyrirtækjum í einkaeigu verkefnin. Slík skref hafa þegar verið tekin og hafa reynst svo vel að almenningur veltir því ekki fyrir sér hver sinnir eftirlitinu sem áður var hluti af eftirlitskerfi ríkisins. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, telur að mál fyrirtækisins Brúneggja og stjórnsýsla Matvælastofnunar í málinu sé með slíkum ólíkindum að það sé tilefni til að endurskoða eftirlitskerfi ríkisins frá grunni. „Stór hluti af þessu eftirliti, og þá horfum við einfaldlega til þess hvernig þessu er fyrirkomið í löndunum í kringum okkur, er í höndum faggiltra fyrirtækja. Gott er að nefna dæmi, og það er hvernig bifreiðaskoðun hérlendis er háttað í dag – og undanfarna tvo áratugi. Áður var illa þokkuð stofnun sem hét Bifreiðaeftirlit ríkisins sem sinnti þessu verkefni, en nú berjast þrír eða fjórir aðilar á markaði neytendum til góða, og án nokkurrar gagnrýni á fyrirkomulagið svo heitið getur,“ segir Andrés. „Alveg á sama hátt geta einkaaðilar haft eftirlit með því að framleiðsla á matvælum uppfylli þær kröfur sem gerðar eru. Eins og gömul og ný dæmi sanna er því öðruvísi farið hjá ríkisstofnunum,“ segir Andrés og nefnir einnig dæmi sem hefur verið nefnt í samhengi við Brúneggjamálið og það er Vottunarstofan Tún sem hefur eftirlit með lífrænni ræktun, og uppfyllir allar þær kröfur sem gerðar eru til slíks eftirlits samkvæmt Evrópureglum. xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx „Þetta er risamál sem við verðum að gefa gaum,“ segir Andrés en eftir því sem næst verður komist eru eftirlitsstofnanir ríkisins sautján talsins og heildarfjárframlög til þeirra eru vel á annan tug milljarða króna á ári. Aðrar fjórar falla undir skilgreininguna eftirlitsstofnun að hluta. Spurður um stöðu neytendamála í landinu í þessu samhengi segir Andrés að núverandi landbúnaðarráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, hafi svarað því þegar hann í viðtali við Kastljós viðurkenndi að hann vissi ekki hver ráðherra neytendamála væri. Forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jónsson, hafi í öðru viðtali við Kastljós fært þjóðinni heim sanninn um það hvernig þessir hlutir eru litnir af stjórnvöldum. „Hagsmunir neytenda eru ekki tryggðir – öfugt við hans orð,“ segir Andrés og bætir við að stofnun, sem varið er til 1,7 milljörðum króna á ári, sem telji sér ekki skylt út frá langsóttri lagatúlkun að upplýsa almenning um alvarlegt mál í heilan áratug, séu bestu rökin fyrir því að fara í heildstæða endurskoðun á kerfinu. „Verslunin í landinu, sem kaupir vöruna af framleiðendum, er í nákvæmlega sömu stöðu og neytendur, og verður að treysta því að eftirlitskerfið virki. Hún hefur ekki á neinn annan að stóla,“ segir Andrés. Brúneggjamálið Stjórnsýsla Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Sjá meira
neytendamál Gömul og ný dæmi sanna að alvarlega verður að íhuga að brjóta upp opinbera eftirlitskerfið og fela faggiltum fyrirtækjum í einkaeigu verkefnin. Slík skref hafa þegar verið tekin og hafa reynst svo vel að almenningur veltir því ekki fyrir sér hver sinnir eftirlitinu sem áður var hluti af eftirlitskerfi ríkisins. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, telur að mál fyrirtækisins Brúneggja og stjórnsýsla Matvælastofnunar í málinu sé með slíkum ólíkindum að það sé tilefni til að endurskoða eftirlitskerfi ríkisins frá grunni. „Stór hluti af þessu eftirliti, og þá horfum við einfaldlega til þess hvernig þessu er fyrirkomið í löndunum í kringum okkur, er í höndum faggiltra fyrirtækja. Gott er að nefna dæmi, og það er hvernig bifreiðaskoðun hérlendis er háttað í dag – og undanfarna tvo áratugi. Áður var illa þokkuð stofnun sem hét Bifreiðaeftirlit ríkisins sem sinnti þessu verkefni, en nú berjast þrír eða fjórir aðilar á markaði neytendum til góða, og án nokkurrar gagnrýni á fyrirkomulagið svo heitið getur,“ segir Andrés. „Alveg á sama hátt geta einkaaðilar haft eftirlit með því að framleiðsla á matvælum uppfylli þær kröfur sem gerðar eru. Eins og gömul og ný dæmi sanna er því öðruvísi farið hjá ríkisstofnunum,“ segir Andrés og nefnir einnig dæmi sem hefur verið nefnt í samhengi við Brúneggjamálið og það er Vottunarstofan Tún sem hefur eftirlit með lífrænni ræktun, og uppfyllir allar þær kröfur sem gerðar eru til slíks eftirlits samkvæmt Evrópureglum. xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx „Þetta er risamál sem við verðum að gefa gaum,“ segir Andrés en eftir því sem næst verður komist eru eftirlitsstofnanir ríkisins sautján talsins og heildarfjárframlög til þeirra eru vel á annan tug milljarða króna á ári. Aðrar fjórar falla undir skilgreininguna eftirlitsstofnun að hluta. Spurður um stöðu neytendamála í landinu í þessu samhengi segir Andrés að núverandi landbúnaðarráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, hafi svarað því þegar hann í viðtali við Kastljós viðurkenndi að hann vissi ekki hver ráðherra neytendamála væri. Forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jónsson, hafi í öðru viðtali við Kastljós fært þjóðinni heim sanninn um það hvernig þessir hlutir eru litnir af stjórnvöldum. „Hagsmunir neytenda eru ekki tryggðir – öfugt við hans orð,“ segir Andrés og bætir við að stofnun, sem varið er til 1,7 milljörðum króna á ári, sem telji sér ekki skylt út frá langsóttri lagatúlkun að upplýsa almenning um alvarlegt mál í heilan áratug, séu bestu rökin fyrir því að fara í heildstæða endurskoðun á kerfinu. „Verslunin í landinu, sem kaupir vöruna af framleiðendum, er í nákvæmlega sömu stöðu og neytendur, og verður að treysta því að eftirlitskerfið virki. Hún hefur ekki á neinn annan að stóla,“ segir Andrés.
Brúneggjamálið Stjórnsýsla Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Sjá meira