Reiðasta þruman í þrennu-herferð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2016 06:30 Westbrook hefur verið magnaður í vetur. vísir/getty Oscar Robertson hefur til þessa verið einstakur leikmaður í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta. Hann er sá eini sem hefur verið með þrennu að meðaltali í leik, það er yfir tíu í stigum, fráköstum og stoðsendingum. Draumurinn um þrennu-tímabil er ekki svo fjarlægur lengur eftir magnaða byrjun Russells Westbrook í vetur. Russell Westbrook var með þrennu fjórða leikinn í röð í fyrrinótt þegar Oklahoma City Thunder vann Washington Wizards. Kappinn endaði með 35 stig, 14 fráköst og 11 stoðsendingar. „Það skiptir ekki máli þótt ég sé að klikka á skotum því ég get haft áhrif á útkomu leiksins með öðrum hætti. Ég reyni alltaf að finna leiðir til þess í gegnum allan leikinn,“ sagði Russell Westbrook. Eftir 20 leiki er hann með 31,2 stig, 10,5 fráköst og 11,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann er í öðru sæti í bæði stigum og stoðsendingum en í ellefta sæti í fráköstum. „Þegar hann lendir í mótlæti í leikjunum þá einbeitir hann sér enn betur sem er einstakt að mínu mati,“ sagði þjálfari hans Billy Donovan.grafík/fréttablaðiðSpilar í reiðikasti Aðrir hafa bent á það að besta leiðin til að lýsa leikstíl Russells Westbrook sé að það sé eins og hann spili leikinn í reiðikasti. Hann er á milljón allan tímann og þar fer maður með einstaka líkamlega hæfileika. Sprengikrafturinn og hraðinn skilur menn eftir í rykmekki og hann er miskunnarlaus þegar kemur að því að keyra á varnir mótherjanna. Westbrook hefur alltaf spilað reiður en hann mætti inn í tímabilið með fullan tank af bræði eftir að Kevin Durant skildi hann eftir hjá OKC og færði sig yfir í ljúfa liðið hjá Golden State Warriors. Eftir stóð Westbrook með heilt NBA-lið á bakinu og útkoman stefnir í að vera söguleg. Westbrook þurfti bara fjögur fráköst í síðasta leik sínum í nóvember til að tryggja það að hann kæmi inn í desember með þrennu að meðaltali í leik eitthvað sem hafði ekki gerst í NBA í hálfa öld.Hugtakið var þá ekki til Þegar Oscar Robertson var með þrennu að meðaltali tímabilið 1961-62 (30,8 stig, 12,5 fráköst, 11,4 stoðsendingar) þá var hugtakið „triple-double“ reyndar ekki til. Það var enginn búinn að telja það saman þá að Robertson hafi náð 181 þrennu og verið með þrennu að meðaltali yfir sex tímabil frá 1960 til 1966 (30,4 stig, 10,0 fráköst og 10,7 stoðsendingar). Hugtakið „triple-double“, eða þreföld tvenna eins og þetta hefur verið kallað á íslensku, varð ekki til fyrr en á níunda áratugnum þegar Galdramaðurinn Ervin Magic Johnson fór að safna þrennum með Lakers-liðinu. Robertson hefur sjálfur sagt að hann hefði nú örugglega náð miklu fleiri þrennum og um leið fleiri þrennutímabilum ef hann hefði vitað að menn myndu gera svona mikið úr þessu. Á þessum sex tímabilum vantaði nefnilega oft bara aðeins upp á að hann væri með fleiri en eitt tímabil með þrennu að meðaltali. Síðan er liðin meira en hálf öld og margir frábærir og fjölhæfir leikmenn hafa spilað í deildinni eins og Larry Brid, Jason Kidd og LeBron James. Enginn hefur komist nálægt þessu. Magic Johnson komst næst því að vera með þrennu að meðaltali fyrir 35 árum þegar hann var með 18,6 stig, 9,6 fráköst og 9,5 stoðsendingar að meðaltali með Los Angeles Lakers tímabilið 1981-82. Eftir hina mögnuðu frammistöðu Russells Westbrook þennan rúma fyrsta mánuð tímabilsins er ekkert skrýtið að tölfræðingar sem aðrir körfuboltaáhugamenn fari að sjá fyrir sér sögulega útkomu fyrir þennan einstaka leikmann. Það að bara einn leikmaður hafi náð þessu á öllum sjötíu tímabilunum í sögu NBA sýnir svart á hvítu hversu erfitt það er að ná að viðhalda slíkum ofurtölum yfir 82 leikja tímabil. Russell Westbrook er hins vegar búinn með 20 leiki eða tæplega 25 prósent tímabilsins og hann hefur verið að bæta í frekar en hitt og þá aðallega í fráköstunum. Það eru einmitt fráköstin sem eru líklegust til að koma í veg fyrir þrennumeðaltalið hans.grafík/fréttablaðiðEkki mikið til skiptanna Westbrook er reyndar ekki með besta skotvalið í deildinni og það er oft ekki mikið eftir til skiptanna fyrir félagana þegar hann hefur lokið sér af. Þar liggur mesta gagnrýnin á hann og sem dæmi um það hefur Kevin Durant blómstrað í liðsboltanum í Golden State Warriors. Westbrook hefur hins vegar jafnframt burði til að taka leiki yfir og bjarga sínu liði af brúninni. Gott dæmi um þetta er leikurinn í fyrrinótt. Þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum var Westbrook „bara“ með 14 stig og hafði aðeins hitt úr 5 af 24 skotum sínum. Það sem eftir lifði fjórða leikhlutans og í framlengingunni skoraði hann aftur á móti 21 stig og hitti úr 7 af 11 skotum. Mótherjarnir í Wizards skoruðu á sama tíma bara 18 stig. Það er ekki alltaf auðvelt að vera liðsfélagi Westbrook sem er mikið með boltann og tekur mörg skot. Núna er hann farinn að einoka fráköstin líka. „Ég verð að fara að stíga hann út. Hann skilur engin fráköst lengur eftir fyrir okkur stóru strákana,“ sagði Enes Kanter í gríni. Þrennur Westbrook eru að skila sigrum en Oklahoma City Thunder hefur unnið síðustu fjóra leiki þar sem kappinn hefur verið með þrennu á hverju kvöldi. Frammistaða Westbrooks á síðustu vikum þýðir að allir verða með augum á tölfræðidálki hans í hverjum leik og meðaltölin hans verða frétt eftir hvern einasta leik. NBA Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira
Oscar Robertson hefur til þessa verið einstakur leikmaður í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta. Hann er sá eini sem hefur verið með þrennu að meðaltali í leik, það er yfir tíu í stigum, fráköstum og stoðsendingum. Draumurinn um þrennu-tímabil er ekki svo fjarlægur lengur eftir magnaða byrjun Russells Westbrook í vetur. Russell Westbrook var með þrennu fjórða leikinn í röð í fyrrinótt þegar Oklahoma City Thunder vann Washington Wizards. Kappinn endaði með 35 stig, 14 fráköst og 11 stoðsendingar. „Það skiptir ekki máli þótt ég sé að klikka á skotum því ég get haft áhrif á útkomu leiksins með öðrum hætti. Ég reyni alltaf að finna leiðir til þess í gegnum allan leikinn,“ sagði Russell Westbrook. Eftir 20 leiki er hann með 31,2 stig, 10,5 fráköst og 11,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann er í öðru sæti í bæði stigum og stoðsendingum en í ellefta sæti í fráköstum. „Þegar hann lendir í mótlæti í leikjunum þá einbeitir hann sér enn betur sem er einstakt að mínu mati,“ sagði þjálfari hans Billy Donovan.grafík/fréttablaðiðSpilar í reiðikasti Aðrir hafa bent á það að besta leiðin til að lýsa leikstíl Russells Westbrook sé að það sé eins og hann spili leikinn í reiðikasti. Hann er á milljón allan tímann og þar fer maður með einstaka líkamlega hæfileika. Sprengikrafturinn og hraðinn skilur menn eftir í rykmekki og hann er miskunnarlaus þegar kemur að því að keyra á varnir mótherjanna. Westbrook hefur alltaf spilað reiður en hann mætti inn í tímabilið með fullan tank af bræði eftir að Kevin Durant skildi hann eftir hjá OKC og færði sig yfir í ljúfa liðið hjá Golden State Warriors. Eftir stóð Westbrook með heilt NBA-lið á bakinu og útkoman stefnir í að vera söguleg. Westbrook þurfti bara fjögur fráköst í síðasta leik sínum í nóvember til að tryggja það að hann kæmi inn í desember með þrennu að meðaltali í leik eitthvað sem hafði ekki gerst í NBA í hálfa öld.Hugtakið var þá ekki til Þegar Oscar Robertson var með þrennu að meðaltali tímabilið 1961-62 (30,8 stig, 12,5 fráköst, 11,4 stoðsendingar) þá var hugtakið „triple-double“ reyndar ekki til. Það var enginn búinn að telja það saman þá að Robertson hafi náð 181 þrennu og verið með þrennu að meðaltali yfir sex tímabil frá 1960 til 1966 (30,4 stig, 10,0 fráköst og 10,7 stoðsendingar). Hugtakið „triple-double“, eða þreföld tvenna eins og þetta hefur verið kallað á íslensku, varð ekki til fyrr en á níunda áratugnum þegar Galdramaðurinn Ervin Magic Johnson fór að safna þrennum með Lakers-liðinu. Robertson hefur sjálfur sagt að hann hefði nú örugglega náð miklu fleiri þrennum og um leið fleiri þrennutímabilum ef hann hefði vitað að menn myndu gera svona mikið úr þessu. Á þessum sex tímabilum vantaði nefnilega oft bara aðeins upp á að hann væri með fleiri en eitt tímabil með þrennu að meðaltali. Síðan er liðin meira en hálf öld og margir frábærir og fjölhæfir leikmenn hafa spilað í deildinni eins og Larry Brid, Jason Kidd og LeBron James. Enginn hefur komist nálægt þessu. Magic Johnson komst næst því að vera með þrennu að meðaltali fyrir 35 árum þegar hann var með 18,6 stig, 9,6 fráköst og 9,5 stoðsendingar að meðaltali með Los Angeles Lakers tímabilið 1981-82. Eftir hina mögnuðu frammistöðu Russells Westbrook þennan rúma fyrsta mánuð tímabilsins er ekkert skrýtið að tölfræðingar sem aðrir körfuboltaáhugamenn fari að sjá fyrir sér sögulega útkomu fyrir þennan einstaka leikmann. Það að bara einn leikmaður hafi náð þessu á öllum sjötíu tímabilunum í sögu NBA sýnir svart á hvítu hversu erfitt það er að ná að viðhalda slíkum ofurtölum yfir 82 leikja tímabil. Russell Westbrook er hins vegar búinn með 20 leiki eða tæplega 25 prósent tímabilsins og hann hefur verið að bæta í frekar en hitt og þá aðallega í fráköstunum. Það eru einmitt fráköstin sem eru líklegust til að koma í veg fyrir þrennumeðaltalið hans.grafík/fréttablaðiðEkki mikið til skiptanna Westbrook er reyndar ekki með besta skotvalið í deildinni og það er oft ekki mikið eftir til skiptanna fyrir félagana þegar hann hefur lokið sér af. Þar liggur mesta gagnrýnin á hann og sem dæmi um það hefur Kevin Durant blómstrað í liðsboltanum í Golden State Warriors. Westbrook hefur hins vegar jafnframt burði til að taka leiki yfir og bjarga sínu liði af brúninni. Gott dæmi um þetta er leikurinn í fyrrinótt. Þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum var Westbrook „bara“ með 14 stig og hafði aðeins hitt úr 5 af 24 skotum sínum. Það sem eftir lifði fjórða leikhlutans og í framlengingunni skoraði hann aftur á móti 21 stig og hitti úr 7 af 11 skotum. Mótherjarnir í Wizards skoruðu á sama tíma bara 18 stig. Það er ekki alltaf auðvelt að vera liðsfélagi Westbrook sem er mikið með boltann og tekur mörg skot. Núna er hann farinn að einoka fráköstin líka. „Ég verð að fara að stíga hann út. Hann skilur engin fráköst lengur eftir fyrir okkur stóru strákana,“ sagði Enes Kanter í gríni. Þrennur Westbrook eru að skila sigrum en Oklahoma City Thunder hefur unnið síðustu fjóra leiki þar sem kappinn hefur verið með þrennu á hverju kvöldi. Frammistaða Westbrooks á síðustu vikum þýðir að allir verða með augum á tölfræðidálki hans í hverjum leik og meðaltölin hans verða frétt eftir hvern einasta leik.
NBA Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira