ISIS þjálfa börn til árása í sérstökum búðum Samúel Karl Ólason skrifar 18. desember 2016 13:40 Börn hafa ávalt verið áberandi í áróðri ISIS. Íslamska ríkið þjálfar börn til að fremja sjálfsmorðsárásir í sérstökum búðum. Vígamönnum samtakanna hefur fækkað verulega og eru þúsundir barna notuð til að fylla upp raðir vígamanna. 15 ára barn sem átti að sprengja sig í loft upp á þéttsetnum fótboltaleikvangi sagði blaðamönnum Sky News frá upplifun sinni í búðunum.Mahmoud Ahmed var handtekinn í borginni Kirkuk í Írak í ágúst. Myndbandi af handtöku hans var dreift víða en þar mátti sjá lögregluþjóna taka af honum sprengjubelti. Tvö börn höfðu sprengt sig upp í borginni á sama degi. Á myndbandinu leit Ahmed út fyrir að vera mjög hræddur og ringlaður. Hann er nú í fangelsi fyrir ungmenni og á yfir höfði sér ákærur fyrir hryðjuverk. Hann ræddi við blaðamenn á dögunum um veru sína hjá Íslamska ríkinu. Þar sagði Ahmed frá þjálfun sinni og hvernig eldri vígamenn hræddu þá og öfgavæddu þá. „Þeir kenndu okkur að skjóta úr Kalashinkov og PKC vélbyssum. Þarna voru fjórir eldri menn sem kenndu okkur um himnaríki og þannig,“ segir Ahmed. „Þeir kenndu okkur allan sólarhringinn.“Ahmed segir að alls hafi 60 börn verið í búðunum og þeir elstu hafi verið fæddir árið 2002. Þjálfarar barnanna hræddu drengina með því að sýna þeim myndbönd af aftökum ISIS. Búist er við því að Ahmed verði dæmdur til langrar fangelsisvistar, en hann segist hafa áttað sig á því að „Um leið og ég kom að skotmarkinu mínu vissi ég að þetta var rangt. Þegar ég sá unga krakka þarna vissi ég strax að þetta væri rangt,“ segir Ahmed. Hann sneri því aftur til yfirmanns síns en honum var skipað að snúa aftur til baka. Þá var hann gómaður. Leyniþjónusta Kúrda segir þúsundir barna í Írak og Sýrlandi vera notuð af ISIS til að berjast og gera sjálfsmorðsárásir. Börnin séu allt að níu ára gömul, en ástæða þess að börn eru notuð til árása er að erfiðara er fyrir öryggissveitir að uppgötva þau og stöðva. Þá er mun auðveldara að telja barni trú um að sprengja sig í loft upp en fullorðnum manni. Mið-Austurlönd Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Íslamska ríkið þjálfar börn til að fremja sjálfsmorðsárásir í sérstökum búðum. Vígamönnum samtakanna hefur fækkað verulega og eru þúsundir barna notuð til að fylla upp raðir vígamanna. 15 ára barn sem átti að sprengja sig í loft upp á þéttsetnum fótboltaleikvangi sagði blaðamönnum Sky News frá upplifun sinni í búðunum.Mahmoud Ahmed var handtekinn í borginni Kirkuk í Írak í ágúst. Myndbandi af handtöku hans var dreift víða en þar mátti sjá lögregluþjóna taka af honum sprengjubelti. Tvö börn höfðu sprengt sig upp í borginni á sama degi. Á myndbandinu leit Ahmed út fyrir að vera mjög hræddur og ringlaður. Hann er nú í fangelsi fyrir ungmenni og á yfir höfði sér ákærur fyrir hryðjuverk. Hann ræddi við blaðamenn á dögunum um veru sína hjá Íslamska ríkinu. Þar sagði Ahmed frá þjálfun sinni og hvernig eldri vígamenn hræddu þá og öfgavæddu þá. „Þeir kenndu okkur að skjóta úr Kalashinkov og PKC vélbyssum. Þarna voru fjórir eldri menn sem kenndu okkur um himnaríki og þannig,“ segir Ahmed. „Þeir kenndu okkur allan sólarhringinn.“Ahmed segir að alls hafi 60 börn verið í búðunum og þeir elstu hafi verið fæddir árið 2002. Þjálfarar barnanna hræddu drengina með því að sýna þeim myndbönd af aftökum ISIS. Búist er við því að Ahmed verði dæmdur til langrar fangelsisvistar, en hann segist hafa áttað sig á því að „Um leið og ég kom að skotmarkinu mínu vissi ég að þetta var rangt. Þegar ég sá unga krakka þarna vissi ég strax að þetta væri rangt,“ segir Ahmed. Hann sneri því aftur til yfirmanns síns en honum var skipað að snúa aftur til baka. Þá var hann gómaður. Leyniþjónusta Kúrda segir þúsundir barna í Írak og Sýrlandi vera notuð af ISIS til að berjast og gera sjálfsmorðsárásir. Börnin séu allt að níu ára gömul, en ástæða þess að börn eru notuð til árása er að erfiðara er fyrir öryggissveitir að uppgötva þau og stöðva. Þá er mun auðveldara að telja barni trú um að sprengja sig í loft upp en fullorðnum manni.
Mið-Austurlönd Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira