Efasemdir um vinningstillögu á Alþingisreit Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 18. desember 2016 12:23 Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefur efasemdir um vinningstillögu um nýbyggingu á Alþingisreit sem kynnt var í gær. Tillagan sé í mikilli andstöðu við það sem fyrir er á svæðinu og að frekar ætti að íhuga að reisa eftirlíkingu af eldri húsum. Tillaga frá Arkitektum Studio Granda fór með sigur af hólmi í hönnunarsamkeppni um nýbyggingu á Alþingisreit en Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi forseti Alþingis og formaður dómnefndar um bygginguna, greindi frá niðurstöðunni í gær. Dómnefndin var einhuga um valið en í niðurstöðu hennar kemur fram að tillagan styrki og fegri þau borgarrými sem fyrir eru við jaðra reitsins.Virkar ekki vel á oddvita Sjálfstæðisflokksins Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, segist hafa efasemdir um tillöguna. „Þetta virkar á mig sem svolítið frekt í umhverfinu. Við erum auðvitað með í miðbænum að mörgu leyti fíngert klassískt borgarumhverfi. Við erum að fá þarna auðvitað mikið húsnæði þarna á Alþingisreitinn, við vitum það. Það verður að mínu mati að taka tillit til þess sem fyrir er. En það ber auðvitað að hafa í huga að ég á eftir að sjá heildartillöguna og átta mig á henni. En nei, þetta er ekki að virka vel á mig. Mér finnst þetta einhvern veginn vera svolítið svona, í mikilli andstöðu við það sem fyrir er á svæðinu,” segir Halldór.Reisa eftirlíkingar af eldri húsum Hann segir að í klassísku borgarumhverfi sem þessu megi vel leyfa sér að reisa eftirlíkingar af eldri húsum.Ertu að vísa til Guðjóns Samúelssonar í því samhengi? „Alveg eins, í sjálfu sér. Ekkert endilega þó. En ég segi það, ef að þú ert að hanna eitthvað inn í klassískt borgarumhverfi að þá getur það alveg passað að taka tillit til eldri hönnuða. Hvort sem að þeir heita Guðjón Samúelsson eða eitthvað annað. Mér finnst að stundum megi reisa eftirlíkingar af húsum sem fyrir eru,” segir Halldór. Alþingi Tengdar fréttir Verðlaunatillaga: Svona verða nýjar skrifstofur þingmanna Arkitektar Studio Granda komu, sáu og sigruðu í hönnunarsamkeppni um nýbyggingu á Alþingisreitnum og hlutu sjö milljónir króna í verðlaun. 17. desember 2016 16:22 Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefur efasemdir um vinningstillögu um nýbyggingu á Alþingisreit sem kynnt var í gær. Tillagan sé í mikilli andstöðu við það sem fyrir er á svæðinu og að frekar ætti að íhuga að reisa eftirlíkingu af eldri húsum. Tillaga frá Arkitektum Studio Granda fór með sigur af hólmi í hönnunarsamkeppni um nýbyggingu á Alþingisreit en Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi forseti Alþingis og formaður dómnefndar um bygginguna, greindi frá niðurstöðunni í gær. Dómnefndin var einhuga um valið en í niðurstöðu hennar kemur fram að tillagan styrki og fegri þau borgarrými sem fyrir eru við jaðra reitsins.Virkar ekki vel á oddvita Sjálfstæðisflokksins Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, segist hafa efasemdir um tillöguna. „Þetta virkar á mig sem svolítið frekt í umhverfinu. Við erum auðvitað með í miðbænum að mörgu leyti fíngert klassískt borgarumhverfi. Við erum að fá þarna auðvitað mikið húsnæði þarna á Alþingisreitinn, við vitum það. Það verður að mínu mati að taka tillit til þess sem fyrir er. En það ber auðvitað að hafa í huga að ég á eftir að sjá heildartillöguna og átta mig á henni. En nei, þetta er ekki að virka vel á mig. Mér finnst þetta einhvern veginn vera svolítið svona, í mikilli andstöðu við það sem fyrir er á svæðinu,” segir Halldór.Reisa eftirlíkingar af eldri húsum Hann segir að í klassísku borgarumhverfi sem þessu megi vel leyfa sér að reisa eftirlíkingar af eldri húsum.Ertu að vísa til Guðjóns Samúelssonar í því samhengi? „Alveg eins, í sjálfu sér. Ekkert endilega þó. En ég segi það, ef að þú ert að hanna eitthvað inn í klassískt borgarumhverfi að þá getur það alveg passað að taka tillit til eldri hönnuða. Hvort sem að þeir heita Guðjón Samúelsson eða eitthvað annað. Mér finnst að stundum megi reisa eftirlíkingar af húsum sem fyrir eru,” segir Halldór.
Alþingi Tengdar fréttir Verðlaunatillaga: Svona verða nýjar skrifstofur þingmanna Arkitektar Studio Granda komu, sáu og sigruðu í hönnunarsamkeppni um nýbyggingu á Alþingisreitnum og hlutu sjö milljónir króna í verðlaun. 17. desember 2016 16:22 Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Verðlaunatillaga: Svona verða nýjar skrifstofur þingmanna Arkitektar Studio Granda komu, sáu og sigruðu í hönnunarsamkeppni um nýbyggingu á Alþingisreitnum og hlutu sjö milljónir króna í verðlaun. 17. desember 2016 16:22