Verkfall sjómanna getur haft áhrif á þúsundir annarra starfa Jóhann K. Jóhannsson skrifar 17. desember 2016 18:45 Verkalýðsfélög fiskverkafólks búa sig undir það versta vegna verkfalls sjómanna, en til uppsagna getur komið hjá fiskverkafólki dragist verkfall sjómanna á langinn. Þá getur verkfallið haft slæmar afleiðingar fyrir markað með íslenskar sjávarafurðir í útlöndum. „Það er oft talað um að verkföll eigi ekki að bitna á þriðja aðila en ef þau gera það ekki þá bíta þau ekki og verkfallið okkar það auðvitað bítur og til eru þau og menn telja sig vera komna út í horn.“ Þetta sagði Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Verkfall sjómanna hefur víðtæk áhrif. Fiskur er við það að verða uppurinn í landinu og þegar að það gerist þá verður fólkið í fiskvinnslustöðvunum verklaus með tilheyrandi tekjutapi. Formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda segir að verkfallið komi líka til með að hafa slæm áhrif á markaðinn. „Þetta er auðvitað hápunkturinn núna sem við erum að fara í gegnum núna með ferska fiskinn, þessar tvær vikur sem eftir eru á árinu og næstu tvær vikur þar á eftir eru stærsti tíminn í sölunni á ferskum fiski þannig að þetta hefur slæm áhrif það liggur alveg ljóst fyrir og af þessu mun hljótast töluvert tjón þegar okkar kaupendur þurfa að fara leita eitthvað annað,“ sagði Jón Steinn Elíasson, formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda. Í samtali fréttastofunnar við nokkur af verkalýðsfélögum sem hafa fiskvinnslufólk innan sinna raða hafa menn áhyggjur af stöðunni sem upp er kominn. Þegar fiskur klárar í landi hefur það áhrif á um fjögur þúsund starfsmenn. „Sjómannaverkfallið mun fara bíta bara strax á milli jóla og nýárs og svo auðvitað eftir áramótin því þegar það verða mikill skortur á fiski í fisk vinnslustöðvarnar sem að mun hafa þær afleiðingar að fólk verður sent heim. Það veldur mér miklum áhyggjum. Það fólk hefur þann rétt að ef um hráefnisskort er að ræða þá getur það verið áfram á launum hafi það svokallaðan kauptryggingasamning," sagði Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Það sé þó aðeins í takmarkaðan tíma. Fiskvinnslufólk mun líka missa bónusa en kauptryggingasamningur þeirra tryggir aðeins taxta laun. „Ég er alveg klár á því að fiskverkendur munu losa um ráðningarsamninga hjá sínu starfsfólki. Við sjáum fram á það dragist verkfall sjómanna á langinn. Ég hygg að það muni fara bera á því strax eftir áramótin,“ segir Kristján. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Norðmenn taka markaði sem Íslendingar missa á meðan verkfalli stendur Engin lausn í sjónmáli í kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna. 15. desember 2016 14:56 Fiskurinn að klárast hjá fiskvinnslum Áætlað er að um sjö þúsund manns leggi niður störf vegna verkfalls sjómanna. Óttast er að Norðmenn taki yfir erlenda markaði á meðan verkfallið varir. Verð fiskafurða hefur hækkað mikið í vikunni og búist er við að það hækki frekar í næstu viku. 17. desember 2016 07:00 Sjómannaverkfall fram á nýtt ár Um sjö þúsund manns leggja niður störf vegna verkfalls sjómanna sem hófst að nýju í gær. Tekjutap vegna verkfallsins er áætlað um fimm milljarðar króna á viku. Mikill meirihluti sjómanna hafnaði samningnum. 15. desember 2016 07:00 Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið 640 milljónir á dag Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið rúmlega 640 milljónir króna á dag vegna tapaðra útflutningstekna. Á þremur mánuðum selja íslensk fyrirtæki sjávarafurðir fyrir 57 milljarða króna þannig að ljóst er að verkfallið verður mjög kostnaðarsamt ef það dregst á langinn. 16. desember 2016 18:55 Sjómenn fara í verkfall Verkfall sjómanna mun hefjast klukkan átta í kvöld eftir að kjarasamningum var hafnað í kosningu. 14. desember 2016 13:27 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Verkalýðsfélög fiskverkafólks búa sig undir það versta vegna verkfalls sjómanna, en til uppsagna getur komið hjá fiskverkafólki dragist verkfall sjómanna á langinn. Þá getur verkfallið haft slæmar afleiðingar fyrir markað með íslenskar sjávarafurðir í útlöndum. „Það er oft talað um að verkföll eigi ekki að bitna á þriðja aðila en ef þau gera það ekki þá bíta þau ekki og verkfallið okkar það auðvitað bítur og til eru þau og menn telja sig vera komna út í horn.“ Þetta sagði Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Verkfall sjómanna hefur víðtæk áhrif. Fiskur er við það að verða uppurinn í landinu og þegar að það gerist þá verður fólkið í fiskvinnslustöðvunum verklaus með tilheyrandi tekjutapi. Formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda segir að verkfallið komi líka til með að hafa slæm áhrif á markaðinn. „Þetta er auðvitað hápunkturinn núna sem við erum að fara í gegnum núna með ferska fiskinn, þessar tvær vikur sem eftir eru á árinu og næstu tvær vikur þar á eftir eru stærsti tíminn í sölunni á ferskum fiski þannig að þetta hefur slæm áhrif það liggur alveg ljóst fyrir og af þessu mun hljótast töluvert tjón þegar okkar kaupendur þurfa að fara leita eitthvað annað,“ sagði Jón Steinn Elíasson, formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda. Í samtali fréttastofunnar við nokkur af verkalýðsfélögum sem hafa fiskvinnslufólk innan sinna raða hafa menn áhyggjur af stöðunni sem upp er kominn. Þegar fiskur klárar í landi hefur það áhrif á um fjögur þúsund starfsmenn. „Sjómannaverkfallið mun fara bíta bara strax á milli jóla og nýárs og svo auðvitað eftir áramótin því þegar það verða mikill skortur á fiski í fisk vinnslustöðvarnar sem að mun hafa þær afleiðingar að fólk verður sent heim. Það veldur mér miklum áhyggjum. Það fólk hefur þann rétt að ef um hráefnisskort er að ræða þá getur það verið áfram á launum hafi það svokallaðan kauptryggingasamning," sagði Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Það sé þó aðeins í takmarkaðan tíma. Fiskvinnslufólk mun líka missa bónusa en kauptryggingasamningur þeirra tryggir aðeins taxta laun. „Ég er alveg klár á því að fiskverkendur munu losa um ráðningarsamninga hjá sínu starfsfólki. Við sjáum fram á það dragist verkfall sjómanna á langinn. Ég hygg að það muni fara bera á því strax eftir áramótin,“ segir Kristján.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Norðmenn taka markaði sem Íslendingar missa á meðan verkfalli stendur Engin lausn í sjónmáli í kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna. 15. desember 2016 14:56 Fiskurinn að klárast hjá fiskvinnslum Áætlað er að um sjö þúsund manns leggi niður störf vegna verkfalls sjómanna. Óttast er að Norðmenn taki yfir erlenda markaði á meðan verkfallið varir. Verð fiskafurða hefur hækkað mikið í vikunni og búist er við að það hækki frekar í næstu viku. 17. desember 2016 07:00 Sjómannaverkfall fram á nýtt ár Um sjö þúsund manns leggja niður störf vegna verkfalls sjómanna sem hófst að nýju í gær. Tekjutap vegna verkfallsins er áætlað um fimm milljarðar króna á viku. Mikill meirihluti sjómanna hafnaði samningnum. 15. desember 2016 07:00 Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið 640 milljónir á dag Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið rúmlega 640 milljónir króna á dag vegna tapaðra útflutningstekna. Á þremur mánuðum selja íslensk fyrirtæki sjávarafurðir fyrir 57 milljarða króna þannig að ljóst er að verkfallið verður mjög kostnaðarsamt ef það dregst á langinn. 16. desember 2016 18:55 Sjómenn fara í verkfall Verkfall sjómanna mun hefjast klukkan átta í kvöld eftir að kjarasamningum var hafnað í kosningu. 14. desember 2016 13:27 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Norðmenn taka markaði sem Íslendingar missa á meðan verkfalli stendur Engin lausn í sjónmáli í kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna. 15. desember 2016 14:56
Fiskurinn að klárast hjá fiskvinnslum Áætlað er að um sjö þúsund manns leggi niður störf vegna verkfalls sjómanna. Óttast er að Norðmenn taki yfir erlenda markaði á meðan verkfallið varir. Verð fiskafurða hefur hækkað mikið í vikunni og búist er við að það hækki frekar í næstu viku. 17. desember 2016 07:00
Sjómannaverkfall fram á nýtt ár Um sjö þúsund manns leggja niður störf vegna verkfalls sjómanna sem hófst að nýju í gær. Tekjutap vegna verkfallsins er áætlað um fimm milljarðar króna á viku. Mikill meirihluti sjómanna hafnaði samningnum. 15. desember 2016 07:00
Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið 640 milljónir á dag Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið rúmlega 640 milljónir króna á dag vegna tapaðra útflutningstekna. Á þremur mánuðum selja íslensk fyrirtæki sjávarafurðir fyrir 57 milljarða króna þannig að ljóst er að verkfallið verður mjög kostnaðarsamt ef það dregst á langinn. 16. desember 2016 18:55
Sjómenn fara í verkfall Verkfall sjómanna mun hefjast klukkan átta í kvöld eftir að kjarasamningum var hafnað í kosningu. 14. desember 2016 13:27