Stór hluti vill rannsókn á eignum dómaranna Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. desember 2016 07:00 Um 73 prósent svarenda vilja að hlutabréfaeign dómara verði rannsökuð. Traust til Hæstaréttar minnkar eftir fréttir af eignum forseta Hæstaréttar. Næstum þremur af hverjum fjórum svarendum í nýrri könnun finnst rétt að hefja opinbera rannsókn á hlutabréfaeign héraðs- og hæstaréttardómara fyrir hrun. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Spurt var: Finnst þér að hefja eigi opinbera rannsókn á hlutabréfaeign héraðs- og hæstaréttardómara fyrir hrun? 72,5 prósent þeirra sem afstöðu tóku svöruðu spurningunni játandi en 27,5 prósent svöruðu neitandi. Greint var frá því í fréttum í síðustu viku að Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, innleysti á annan tug milljóna úr Sjóði 9 í Glitni á síðustu viðskiptadögum fyrir hrun. Hann hafi átt í umfangsmiklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en ekki vikið sæti sem dómari í svokölluðum hrunmálum. Einnig hefur verið greint frá því að fleiri dómarar við Hæstarétt hafi átt eignarhluti í bönkunum sem féllu á haustmánuðum 2008.Málið virðist þegar hafa haft áhrif á traust almennings til Hæstaréttar. MMR kannar reglulega traust almennings til dómstóla. Í könnun sem gerð var í nóvember 2015 segjast 40,8 prósent bera mikið eða mjög mikið traust til Hæstaréttar. Í nóvember síðastliðnum var það hlutfall komið upp í 45,4 prósent. Aftur var kannað dagana 7. til 14 desember en þá var traustið komið niður í 32,3 prósent. Á sama tíma hefur hlutfall þeirra sem segjast bera lítið eða mjög lítið traust til Hæstaréttar aukist. Það var 24,3 prósent í nóvember fyrir ári, fór niður í 20,7 prósent í nóvember síðastliðnum en var núna í desember komið upp í 34,7 prósent. Hæstiréttur hefur ákveðið að frá byrjun árs 2017 verða upplýsingar um hagsmunatengsl dómara aðgengilegar á heimasíðu réttarins. Tekið er fram að við ákvörðun um efni þessara upplýsinga sé tekið mið af því sem dómurum beri að tilkynna nefnd um dómarastörf. Einnig verði litið til reglna Alþingis umhagsmunaskráningu þingmanna. Könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis var gerð dagana 12. til 14. desember. Hringt var í 1.268 manns þar til náðist í 791 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 12. til 14. desember. Svarhlutfallið var 62,4 prósent. Af þeim sem svöruðu tóku 77,7 prósent afstöðu til spurningarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Næstum þremur af hverjum fjórum svarendum í nýrri könnun finnst rétt að hefja opinbera rannsókn á hlutabréfaeign héraðs- og hæstaréttardómara fyrir hrun. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Spurt var: Finnst þér að hefja eigi opinbera rannsókn á hlutabréfaeign héraðs- og hæstaréttardómara fyrir hrun? 72,5 prósent þeirra sem afstöðu tóku svöruðu spurningunni játandi en 27,5 prósent svöruðu neitandi. Greint var frá því í fréttum í síðustu viku að Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, innleysti á annan tug milljóna úr Sjóði 9 í Glitni á síðustu viðskiptadögum fyrir hrun. Hann hafi átt í umfangsmiklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en ekki vikið sæti sem dómari í svokölluðum hrunmálum. Einnig hefur verið greint frá því að fleiri dómarar við Hæstarétt hafi átt eignarhluti í bönkunum sem féllu á haustmánuðum 2008.Málið virðist þegar hafa haft áhrif á traust almennings til Hæstaréttar. MMR kannar reglulega traust almennings til dómstóla. Í könnun sem gerð var í nóvember 2015 segjast 40,8 prósent bera mikið eða mjög mikið traust til Hæstaréttar. Í nóvember síðastliðnum var það hlutfall komið upp í 45,4 prósent. Aftur var kannað dagana 7. til 14 desember en þá var traustið komið niður í 32,3 prósent. Á sama tíma hefur hlutfall þeirra sem segjast bera lítið eða mjög lítið traust til Hæstaréttar aukist. Það var 24,3 prósent í nóvember fyrir ári, fór niður í 20,7 prósent í nóvember síðastliðnum en var núna í desember komið upp í 34,7 prósent. Hæstiréttur hefur ákveðið að frá byrjun árs 2017 verða upplýsingar um hagsmunatengsl dómara aðgengilegar á heimasíðu réttarins. Tekið er fram að við ákvörðun um efni þessara upplýsinga sé tekið mið af því sem dómurum beri að tilkynna nefnd um dómarastörf. Einnig verði litið til reglna Alþingis umhagsmunaskráningu þingmanna. Könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis var gerð dagana 12. til 14. desember. Hringt var í 1.268 manns þar til náðist í 791 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 12. til 14. desember. Svarhlutfallið var 62,4 prósent. Af þeim sem svöruðu tóku 77,7 prósent afstöðu til spurningarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira