Sigurður Ingi segir minnihlutastjórn koma til greina Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. desember 2016 21:04 Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra sagði að ef ekki væri vilji til þess að mynda meirihlutastjórn kæmi minnihlutastjórn til greina. Ef vilji væri hins vegar til þess að mynda meirihlutastjórn væri það vel hægt. Þetta kom fram í leiðtogaumræðum í Kastljósi í kvöld þar sem forsvarsmenn flokkanna ræddu þá stjórnarkreppu sem nú ríkir í landinu. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri Grænna sagði ekkert vera að því að hugsa um minnihlutastjórn, það myndi vera mjög styrkjandi fyrir Alþingi sem hefði verið mótað af meirihlutaræðu undanfarin ár. Í leiðtogaumræðum á Stöð 2 í kvöld sagði Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hins vegar að ef mynduð væri minnihlutastjórn hlyti það að þýða að nýjar kosningar yrðu undirbúnar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins hefur áður sagt að minnihlutastjórn sé lakari kostur en meirihlutastjórn en tekur þó fram að það fari eftir því hver myndi styðja slíka stjórn. Ákveðið hættuspil væri fyrir ríkisstjórn að leggja út í slíka för.Vilja ekki gefast upp á að mynda meirihlutastjórnJóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar tók fram í Kastljósi að kosningar væru ekki kostur í stöðunni að svo stöddu. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar sagði í umræðum á Stöð 2 að hún væri mjög bjartsýn á að flokkunum myndi takast að mynda meirihlutastjórn. Óttar Proppé formaður Bjartrar framtíðar sagðist ekki vilja gefast upp á að reyna að mynda meirihlutastjórn, mikilvægt væri að flokkarnir útilokuðu nú minna í stöðunni en áður. Gömlu munstrin væru ekki lengur í boði. Birgitta Jónsdóttir, forsvarsmaður Pírata sagðist sammála Óttari, flokkarnir ættu að halda áfram að tala saman eins og þeir hefðu verið að gera. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar tók í sama streng og sagðist vona að flokkarnir fimm, Samfylking, Björt framtíð, Viðreisn, Píratar og Vinstri-Græn myndu taka upp þráðinn eftir helgi og klára myndun ríkisstjórnar. Alþingi Tengdar fréttir Fjölmargir möguleikar á stórnarmyndun hætti flokkar að útiloka ýmsa kosti Í yfirlýsingu forseta Íslands vegna stjórnarmyndunar opnar hann á þann möguleika að mynduð verði minnihlutastjórn sem varin yrði vantrausti. 13. desember 2016 20:00 Guðni gaf Bjarna, Katrínu og Birgittu bók eftir sjálfan sig Fengu Völundarhús valdsins, bók um forsetatíð Kristjáns Eldjárns. 13. desember 2016 20:28 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra sagði að ef ekki væri vilji til þess að mynda meirihlutastjórn kæmi minnihlutastjórn til greina. Ef vilji væri hins vegar til þess að mynda meirihlutastjórn væri það vel hægt. Þetta kom fram í leiðtogaumræðum í Kastljósi í kvöld þar sem forsvarsmenn flokkanna ræddu þá stjórnarkreppu sem nú ríkir í landinu. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri Grænna sagði ekkert vera að því að hugsa um minnihlutastjórn, það myndi vera mjög styrkjandi fyrir Alþingi sem hefði verið mótað af meirihlutaræðu undanfarin ár. Í leiðtogaumræðum á Stöð 2 í kvöld sagði Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hins vegar að ef mynduð væri minnihlutastjórn hlyti það að þýða að nýjar kosningar yrðu undirbúnar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins hefur áður sagt að minnihlutastjórn sé lakari kostur en meirihlutastjórn en tekur þó fram að það fari eftir því hver myndi styðja slíka stjórn. Ákveðið hættuspil væri fyrir ríkisstjórn að leggja út í slíka för.Vilja ekki gefast upp á að mynda meirihlutastjórnJóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar tók fram í Kastljósi að kosningar væru ekki kostur í stöðunni að svo stöddu. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar sagði í umræðum á Stöð 2 að hún væri mjög bjartsýn á að flokkunum myndi takast að mynda meirihlutastjórn. Óttar Proppé formaður Bjartrar framtíðar sagðist ekki vilja gefast upp á að reyna að mynda meirihlutastjórn, mikilvægt væri að flokkarnir útilokuðu nú minna í stöðunni en áður. Gömlu munstrin væru ekki lengur í boði. Birgitta Jónsdóttir, forsvarsmaður Pírata sagðist sammála Óttari, flokkarnir ættu að halda áfram að tala saman eins og þeir hefðu verið að gera. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar tók í sama streng og sagðist vona að flokkarnir fimm, Samfylking, Björt framtíð, Viðreisn, Píratar og Vinstri-Græn myndu taka upp þráðinn eftir helgi og klára myndun ríkisstjórnar.
Alþingi Tengdar fréttir Fjölmargir möguleikar á stórnarmyndun hætti flokkar að útiloka ýmsa kosti Í yfirlýsingu forseta Íslands vegna stjórnarmyndunar opnar hann á þann möguleika að mynduð verði minnihlutastjórn sem varin yrði vantrausti. 13. desember 2016 20:00 Guðni gaf Bjarna, Katrínu og Birgittu bók eftir sjálfan sig Fengu Völundarhús valdsins, bók um forsetatíð Kristjáns Eldjárns. 13. desember 2016 20:28 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Fjölmargir möguleikar á stórnarmyndun hætti flokkar að útiloka ýmsa kosti Í yfirlýsingu forseta Íslands vegna stjórnarmyndunar opnar hann á þann möguleika að mynduð verði minnihlutastjórn sem varin yrði vantrausti. 13. desember 2016 20:00
Guðni gaf Bjarna, Katrínu og Birgittu bók eftir sjálfan sig Fengu Völundarhús valdsins, bók um forsetatíð Kristjáns Eldjárns. 13. desember 2016 20:28