Ánægður yfirdýralæknir Árni Stefán Árnason skrifar 14. desember 2016 07:00 Þegar Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi landbúnaðarráðherra, mælti fyrir frumvarpi að dýravelferðarlögum, síðar samþykkt og tóku gildi 1. janúar 2014, mælti hann í þessum dúr úr ræðupúlti þingsins: „enginn afsláttur verður gefinn á velferð dýra“. Í tíð eldri laga var eftirliti „hent“ á milli stofnana af fákunnáttu þáverandi ráðherra, sem málaflokkurinn dýravernd heyrði undir. Engin stofnun náði valdi á verkefninu. Í meðferð þess frumvarps sem varð að núgildandi dýravelferðarlögum voru menn stóryrtir um ágæti þess að loksins væri nú fundin stofnun og þekking, Matvælastofnun (MAST), sem tilvalið væri að fela eftirlit með dýravelferð. Engu að síður var bent á það í innsendu erindi á meðan á meðferð frumvarpsins stóð í nefnd að óheppilegt væri að eftirlit með dýravelferð væri falið MAST og það rökstutt m.a. með tilvísun í að eftirlit af hálfu opinberrar stofnunar með velferð dýra hefði ætíð misheppnast. Eftirlit af hálfu sjálfstæðs aðila eins og tíðkast t.d. í lífrænni framleiðslu væri eina örugga leiðin til að tryggja vandað og áreiðanlegt eftirlit. Þá var lagt til, í sama erindi, að farin væri sú leið að hér yrði stofnuð dýralögregla að hætti annarra þjóða og heppnast hefur vel, m.a. hjá Norðmönnum. Ýmsir þættir valda því að ekki er hægt að treysta opinberri stofnun fyrir eftirliti með dýravelferð og er einn þeirra sá að hér þekkja allir alla eins og gjarnan er sagt um Íslendinga. Samtrygging hér mikil og þekkt. Samkvæmt fréttum RÚV fagnar yfirdýralæknir því nú að ráðherra hefur ákveðið að gera úttekt á starfsháttum MAST varðandi dýraeftirlitsþáttinn. Það gerir ráðherrann ekki að ástæðulausu! Brúneggjamálið og svínamálið haustið 2015 hafa laskað orðspor forstjóra MAST og yfirdýralæknis verulega. Það sem verra er er að slæma orðsporið kemur niður á öðrum framúrskarandi starfsmönnum MAST, sem ekkert koma nálægt velferðarmálum dýra. Ef eftirlit hefði verið með réttum hætti hjá MAST hefði hvorugt fyrrnefnt mál komið upp. Framleiðendur, sem og allir aðrir er halda búfé hefðu frá gildistöku laganna átt að vera undir smásjá MAST enda gefa ákvæði dýravelferðarlaga ástæðu til þess. Kröfur um velferð dýra eru þar miklar um bættan aðbúnað og meðferð og í ljósi sögu dýraverndar á Íslandi hefði MAST þegar við gildistöku laganna átt að bretta upp ermarnar og staðreyna að lögunum væri fylgt eftir. Það gerði MAST ekki og því lentu vesalings dýrin í báðum umræddum málum í þeim pytti þjáninga, sem skrifast aðeins á þrjá aðila: Skeytingarlausa umráðamenn og forstjóra MAST og yfirdýralækni í eftirlitsbrúnni. Forstjóri MAST og yfirdýralæknir ættu báðir að sjá sóma sinn í að víkja í ljósi þess sem upp hefur komið og best væri að eftirlitið færi til sjálfstæðs, óháðs og metnaðarfulls aðila. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Mest lesið Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi landbúnaðarráðherra, mælti fyrir frumvarpi að dýravelferðarlögum, síðar samþykkt og tóku gildi 1. janúar 2014, mælti hann í þessum dúr úr ræðupúlti þingsins: „enginn afsláttur verður gefinn á velferð dýra“. Í tíð eldri laga var eftirliti „hent“ á milli stofnana af fákunnáttu þáverandi ráðherra, sem málaflokkurinn dýravernd heyrði undir. Engin stofnun náði valdi á verkefninu. Í meðferð þess frumvarps sem varð að núgildandi dýravelferðarlögum voru menn stóryrtir um ágæti þess að loksins væri nú fundin stofnun og þekking, Matvælastofnun (MAST), sem tilvalið væri að fela eftirlit með dýravelferð. Engu að síður var bent á það í innsendu erindi á meðan á meðferð frumvarpsins stóð í nefnd að óheppilegt væri að eftirlit með dýravelferð væri falið MAST og það rökstutt m.a. með tilvísun í að eftirlit af hálfu opinberrar stofnunar með velferð dýra hefði ætíð misheppnast. Eftirlit af hálfu sjálfstæðs aðila eins og tíðkast t.d. í lífrænni framleiðslu væri eina örugga leiðin til að tryggja vandað og áreiðanlegt eftirlit. Þá var lagt til, í sama erindi, að farin væri sú leið að hér yrði stofnuð dýralögregla að hætti annarra þjóða og heppnast hefur vel, m.a. hjá Norðmönnum. Ýmsir þættir valda því að ekki er hægt að treysta opinberri stofnun fyrir eftirliti með dýravelferð og er einn þeirra sá að hér þekkja allir alla eins og gjarnan er sagt um Íslendinga. Samtrygging hér mikil og þekkt. Samkvæmt fréttum RÚV fagnar yfirdýralæknir því nú að ráðherra hefur ákveðið að gera úttekt á starfsháttum MAST varðandi dýraeftirlitsþáttinn. Það gerir ráðherrann ekki að ástæðulausu! Brúneggjamálið og svínamálið haustið 2015 hafa laskað orðspor forstjóra MAST og yfirdýralæknis verulega. Það sem verra er er að slæma orðsporið kemur niður á öðrum framúrskarandi starfsmönnum MAST, sem ekkert koma nálægt velferðarmálum dýra. Ef eftirlit hefði verið með réttum hætti hjá MAST hefði hvorugt fyrrnefnt mál komið upp. Framleiðendur, sem og allir aðrir er halda búfé hefðu frá gildistöku laganna átt að vera undir smásjá MAST enda gefa ákvæði dýravelferðarlaga ástæðu til þess. Kröfur um velferð dýra eru þar miklar um bættan aðbúnað og meðferð og í ljósi sögu dýraverndar á Íslandi hefði MAST þegar við gildistöku laganna átt að bretta upp ermarnar og staðreyna að lögunum væri fylgt eftir. Það gerði MAST ekki og því lentu vesalings dýrin í báðum umræddum málum í þeim pytti þjáninga, sem skrifast aðeins á þrjá aðila: Skeytingarlausa umráðamenn og forstjóra MAST og yfirdýralækni í eftirlitsbrúnni. Forstjóri MAST og yfirdýralæknir ættu báðir að sjá sóma sinn í að víkja í ljósi þess sem upp hefur komið og best væri að eftirlitið færi til sjálfstæðs, óháðs og metnaðarfulls aðila. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar