Lewandowski grenjaði úr hlátri yfir vali France Football Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. desember 2016 15:15 Gott grín, France Football. vísir/getty/afp/twitter Robert Lewandowski, framherji Bayern München, hafði engan húmor, eða kannski rosalega mikinn húmor, yfir vali France Football á bestu fótboltamönnum ársins. Cristiano Ronaldo hreppti Gullboltann í fjórða sinn á ferlinum í gær þegar valið var tilkynnt en hann er nú einum Gullbolta á eftir Lionel Messi í baráttu tveggja bestu fótboltamanna heims. Áður en kom að útnefningu þess besta taldi France Football, franska fótboltaritið sem heldur utan um Gullboltann, niður frá 30 en í 16. sæti var Pólverjinn Robert Lewandowski. Þessi magnaði framherji skoraði 42 mörk í öllum keppnum fyrir Bayern á síðustu leiktíð er liðið varð Þýskalandsmeistari og þá er hann búinn að skora 19 mörk á yfirstandandi tímabili. Þrátt fyrir þennan frábæra árangur var hann ekki ofar á listanum. Hann var ekki einu sinni efsti Bæjarinn á listanum því Sílemaðurinn Arturu Vidal var kosinn af blaðamönnunum 173 í 14. sætið. Efsti leikmaðurinn sem spilar í þýsku 1. deildinni var Pierre-Emerick Aubameyang, leikmaður Dortmund, Hann var í 11. sæti. Þegar valið var kunngjört á Twitter-síðu France Football sendi sá pólski þeim augljósa pillu. Hann þurfti ekki nein orð heldur negldi hann fjórum Emoji af manni grenjandi úr hlátri á franska tímaritið.@francefootball — Robert Lewandowski (@lewy_official) December 12, 2016 Final ranking of Ballon d'Or France Football 2016 : 16thROBERT LEWANDOWSKI#ballondor pic.twitter.com/9XyTQ2Dcrr— France Football (@francefootball) December 12, 2016 Fótbolti Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Besti fótboltamaður heims er ekki einn af þremur verðmætustu leikmönnum heims Cristiano Ronaldo fellur niður listann hjá sama tímariti og afhenti honum Gullboltann í gærkvöldi. 13. desember 2016 10:00 Ronaldo hreppti Gullboltann Cristiano Ronaldo var í kvöld valinn besti knattspyrnumaður heims í fjórða sinn á ferlinum. 12. desember 2016 19:34 Ronaldo fékk rúmlega helmingi fleiri atkvæði en Messi Cristiano Ronaldo var í gærkvöldi valinn besti fótboltamaður heims í fjórða sinn á ferlinum. 13. desember 2016 08:17 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira
Robert Lewandowski, framherji Bayern München, hafði engan húmor, eða kannski rosalega mikinn húmor, yfir vali France Football á bestu fótboltamönnum ársins. Cristiano Ronaldo hreppti Gullboltann í fjórða sinn á ferlinum í gær þegar valið var tilkynnt en hann er nú einum Gullbolta á eftir Lionel Messi í baráttu tveggja bestu fótboltamanna heims. Áður en kom að útnefningu þess besta taldi France Football, franska fótboltaritið sem heldur utan um Gullboltann, niður frá 30 en í 16. sæti var Pólverjinn Robert Lewandowski. Þessi magnaði framherji skoraði 42 mörk í öllum keppnum fyrir Bayern á síðustu leiktíð er liðið varð Þýskalandsmeistari og þá er hann búinn að skora 19 mörk á yfirstandandi tímabili. Þrátt fyrir þennan frábæra árangur var hann ekki ofar á listanum. Hann var ekki einu sinni efsti Bæjarinn á listanum því Sílemaðurinn Arturu Vidal var kosinn af blaðamönnunum 173 í 14. sætið. Efsti leikmaðurinn sem spilar í þýsku 1. deildinni var Pierre-Emerick Aubameyang, leikmaður Dortmund, Hann var í 11. sæti. Þegar valið var kunngjört á Twitter-síðu France Football sendi sá pólski þeim augljósa pillu. Hann þurfti ekki nein orð heldur negldi hann fjórum Emoji af manni grenjandi úr hlátri á franska tímaritið.@francefootball — Robert Lewandowski (@lewy_official) December 12, 2016 Final ranking of Ballon d'Or France Football 2016 : 16thROBERT LEWANDOWSKI#ballondor pic.twitter.com/9XyTQ2Dcrr— France Football (@francefootball) December 12, 2016
Fótbolti Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Besti fótboltamaður heims er ekki einn af þremur verðmætustu leikmönnum heims Cristiano Ronaldo fellur niður listann hjá sama tímariti og afhenti honum Gullboltann í gærkvöldi. 13. desember 2016 10:00 Ronaldo hreppti Gullboltann Cristiano Ronaldo var í kvöld valinn besti knattspyrnumaður heims í fjórða sinn á ferlinum. 12. desember 2016 19:34 Ronaldo fékk rúmlega helmingi fleiri atkvæði en Messi Cristiano Ronaldo var í gærkvöldi valinn besti fótboltamaður heims í fjórða sinn á ferlinum. 13. desember 2016 08:17 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira
Besti fótboltamaður heims er ekki einn af þremur verðmætustu leikmönnum heims Cristiano Ronaldo fellur niður listann hjá sama tímariti og afhenti honum Gullboltann í gærkvöldi. 13. desember 2016 10:00
Ronaldo hreppti Gullboltann Cristiano Ronaldo var í kvöld valinn besti knattspyrnumaður heims í fjórða sinn á ferlinum. 12. desember 2016 19:34
Ronaldo fékk rúmlega helmingi fleiri atkvæði en Messi Cristiano Ronaldo var í gærkvöldi valinn besti fótboltamaður heims í fjórða sinn á ferlinum. 13. desember 2016 08:17