Veltir fyrir sér hvort Bjarni vantreysti forstöðumönnum ríkisstofnana Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. desember 2016 14:22 „Við vantreystum þeim ekki, er það?" vísir/anton brink Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á Alþingi í dag fyrir ummæli hans um forstöðumenn ríkisstofnana. Bjarni sagði í síðustu viku að ríkisaðilar fari í auknum mæli með mál sín til fjölmiðla frekar heldur en til þingsins og fjárlaganefndar og sagði Alþingi þurfa að draga línuna. „Ég tel að forstöðumönnum mikilvægra stofnana sé eðlilega heimilt og raunar skylt að upplýsa almenning um alvarlegan vanda sinna stofnana. [...] Kjósi þeir að hafa almenning upplýstan við upphaf nýs kjörtímabils eða á meðan þing situr og lög um ríkisfjármál eru rædd er það hlutverk þeirra sem samfélagsþjóna að gera þjóðinni grein fyrir hvað við blasir,“ sagði Ari Trausti. Ari Trausti sagði ummæli Bjarna nokkuð harkaleg, en Bjarni sagði meðal annars að lögum samkvæmt beri ríkisstofnunum að fara eftir þeim fjárheimildum sem Alþingi hafi ákveðið. Það þyki ekkert tiltökumál að ríkisaðilar komi fram og geri grein fyrir því að þeirra stofnanir séu reknar með miklum halla og að það sé skömm fyrir land og þjóð að fjárheimildir þeirra séu ekki stórauknar, líkt og Bjarni orðaði það. Ari Trausti sagði að forstjórar spítala og rektorar séu samfélagsþjónar og að þeim beri að haga sér sem slíkir. „Við vantreystum þeim ekki, er það? Og teljum ekki sjálfkrafa að þeir ýki fjárþörf eða fari með rangar tölur og reiðumst ekki þegar forstöðumenn sem skipta samfélagið gríðarlega miklu máli eru í samtali við almenning um staðreyndir,“ sagði Ari Trausti. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, tók upp hanskann fyrir Bjarna. „[Bjarni] benti á hið augljósa að sú umræða sem er í fjölmiðlum núna er ekki í samanburði við það sem við segjumst vilja vera. Því ef við segjumst vilja vera eins og Norðurlöndin, þá þurfum við að haga okkur eins og Norðurlöndin, eða er það ekki?,“ sagði Guðlaugur. Alþingi Tengdar fréttir Bjarni gagnrýnir ríkisstofnanir fyrir að kvarta undan fjárskorti Bjarni Benediktsson gagnrýndi ríkisstofnanir fyrir að ræða fjárskort við fjölmiðla. 7. desember 2016 20:58 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Sjá meira
Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á Alþingi í dag fyrir ummæli hans um forstöðumenn ríkisstofnana. Bjarni sagði í síðustu viku að ríkisaðilar fari í auknum mæli með mál sín til fjölmiðla frekar heldur en til þingsins og fjárlaganefndar og sagði Alþingi þurfa að draga línuna. „Ég tel að forstöðumönnum mikilvægra stofnana sé eðlilega heimilt og raunar skylt að upplýsa almenning um alvarlegan vanda sinna stofnana. [...] Kjósi þeir að hafa almenning upplýstan við upphaf nýs kjörtímabils eða á meðan þing situr og lög um ríkisfjármál eru rædd er það hlutverk þeirra sem samfélagsþjóna að gera þjóðinni grein fyrir hvað við blasir,“ sagði Ari Trausti. Ari Trausti sagði ummæli Bjarna nokkuð harkaleg, en Bjarni sagði meðal annars að lögum samkvæmt beri ríkisstofnunum að fara eftir þeim fjárheimildum sem Alþingi hafi ákveðið. Það þyki ekkert tiltökumál að ríkisaðilar komi fram og geri grein fyrir því að þeirra stofnanir séu reknar með miklum halla og að það sé skömm fyrir land og þjóð að fjárheimildir þeirra séu ekki stórauknar, líkt og Bjarni orðaði það. Ari Trausti sagði að forstjórar spítala og rektorar séu samfélagsþjónar og að þeim beri að haga sér sem slíkir. „Við vantreystum þeim ekki, er það? Og teljum ekki sjálfkrafa að þeir ýki fjárþörf eða fari með rangar tölur og reiðumst ekki þegar forstöðumenn sem skipta samfélagið gríðarlega miklu máli eru í samtali við almenning um staðreyndir,“ sagði Ari Trausti. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, tók upp hanskann fyrir Bjarna. „[Bjarni] benti á hið augljósa að sú umræða sem er í fjölmiðlum núna er ekki í samanburði við það sem við segjumst vilja vera. Því ef við segjumst vilja vera eins og Norðurlöndin, þá þurfum við að haga okkur eins og Norðurlöndin, eða er það ekki?,“ sagði Guðlaugur.
Alþingi Tengdar fréttir Bjarni gagnrýnir ríkisstofnanir fyrir að kvarta undan fjárskorti Bjarni Benediktsson gagnrýndi ríkisstofnanir fyrir að ræða fjárskort við fjölmiðla. 7. desember 2016 20:58 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Sjá meira
Bjarni gagnrýnir ríkisstofnanir fyrir að kvarta undan fjárskorti Bjarni Benediktsson gagnrýndi ríkisstofnanir fyrir að ræða fjárskort við fjölmiðla. 7. desember 2016 20:58