Birgitta skorar á Þjóðkirkjuna að færa heilbrigðiskerfinu milljónirnar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. desember 2016 13:47 Þingflokksformaður Pírata segir að það væri "rosalega kristilegt“ ef kirkjan hefði sjálf frumkvæði að því að láta aukin fjárframlög renna í heilbrigðiskerfið. Myndvinnsla/Garðar Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2017 sem lagt var fyrir Alþingi fyrir viku síðan, munu framlög íslenska ríkisins til þjóðkirkjunnar aukast um 113,4 milljónir á næsta ári. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, leggur til að kirkjan hafi sjálf frumkvæði af því að láta hækkunina renna í heilbrigðiskerfið. Birgitta var í viðtali í Harmageddon á X-inu 97,7 í morgun. Þar sagði Birgitta meðal annars að Píratar hafi í þrígang látið framkvæma skoðanakönnun um það hvernig almenningur vilji láta forgangsraða fjárlögum. Þar sé kirkjan nánast alltaf í síðasta sæti með lítinn sem engan stuðning.Sjá einnig:Framlög til þjóðkirkjunnar aukast „Þetta er alltaf þessi klassíska umræða alltaf og ef maður leyfir sér að gagnrýna eitthvað svona þá er alltaf sagt að maður sé á móti kristni. Ég vil bara að því sé haldið til haga að ég hef ekkert á móti að fólk trúi einhverju. Fólk má bara trúa á nákvæmlega það sem því sýnist. En mér finnst öll ríkisafskipti af trúarbrögðum mjög skrítin og ekki í takt við nútímann. Mér finnst líka mikilvægt, að þeir sem að eru í forsvari fyrir Þjóðkirkjuna, átti sig á því að það eru aðrir tímar í dag og aðrar leiðir til að nálgast þá sem þeir vilja þjónusta,“ sagði Birgitta.Ekki hlynnt hækkuninni Aðspurð hvort að þingflokkur Pírata muni leggja sig gegn auknum fjárframlögum til Þjóðkirkjunnar sagði Birgitta að farið verði yfir breytingartillögur á frumvarpinu, en að sjálf sé hún á móti hækkununum. Jafnframt sagði hún að henni þætti fallegt ef Þjóðkirkjan myndi sjálf hafa frumkvæði af því að leggja hækkunina frekar í heilbrigðiskerfið. „Ég er ekki hlynnt þessum miklu hækkunum, bara alls ekki. Hugsaðu þér hvað væri fallegt ef kirkjan hefði frumkvæði af því sjálf, núna í kringum jólin, að leggja til að fá ekki þessa hækkun og að hún verði frekar sett í heilbrigðiskerfið. Mér þætti það rosalega kristilegt.“ Alþingi Tengdar fréttir Framlög til þjóðkirkjunnar aukast Þjóðkirkjan mun fá tveggja milljarða fjárframlag samkvæmt sérstöku samkomulagi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar. 6. desember 2016 16:50 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2017 sem lagt var fyrir Alþingi fyrir viku síðan, munu framlög íslenska ríkisins til þjóðkirkjunnar aukast um 113,4 milljónir á næsta ári. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, leggur til að kirkjan hafi sjálf frumkvæði af því að láta hækkunina renna í heilbrigðiskerfið. Birgitta var í viðtali í Harmageddon á X-inu 97,7 í morgun. Þar sagði Birgitta meðal annars að Píratar hafi í þrígang látið framkvæma skoðanakönnun um það hvernig almenningur vilji láta forgangsraða fjárlögum. Þar sé kirkjan nánast alltaf í síðasta sæti með lítinn sem engan stuðning.Sjá einnig:Framlög til þjóðkirkjunnar aukast „Þetta er alltaf þessi klassíska umræða alltaf og ef maður leyfir sér að gagnrýna eitthvað svona þá er alltaf sagt að maður sé á móti kristni. Ég vil bara að því sé haldið til haga að ég hef ekkert á móti að fólk trúi einhverju. Fólk má bara trúa á nákvæmlega það sem því sýnist. En mér finnst öll ríkisafskipti af trúarbrögðum mjög skrítin og ekki í takt við nútímann. Mér finnst líka mikilvægt, að þeir sem að eru í forsvari fyrir Þjóðkirkjuna, átti sig á því að það eru aðrir tímar í dag og aðrar leiðir til að nálgast þá sem þeir vilja þjónusta,“ sagði Birgitta.Ekki hlynnt hækkuninni Aðspurð hvort að þingflokkur Pírata muni leggja sig gegn auknum fjárframlögum til Þjóðkirkjunnar sagði Birgitta að farið verði yfir breytingartillögur á frumvarpinu, en að sjálf sé hún á móti hækkununum. Jafnframt sagði hún að henni þætti fallegt ef Þjóðkirkjan myndi sjálf hafa frumkvæði af því að leggja hækkunina frekar í heilbrigðiskerfið. „Ég er ekki hlynnt þessum miklu hækkunum, bara alls ekki. Hugsaðu þér hvað væri fallegt ef kirkjan hefði frumkvæði af því sjálf, núna í kringum jólin, að leggja til að fá ekki þessa hækkun og að hún verði frekar sett í heilbrigðiskerfið. Mér þætti það rosalega kristilegt.“
Alþingi Tengdar fréttir Framlög til þjóðkirkjunnar aukast Þjóðkirkjan mun fá tveggja milljarða fjárframlag samkvæmt sérstöku samkomulagi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar. 6. desember 2016 16:50 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Framlög til þjóðkirkjunnar aukast Þjóðkirkjan mun fá tveggja milljarða fjárframlag samkvæmt sérstöku samkomulagi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar. 6. desember 2016 16:50