„Það eru yfirgnæfandi líkur á að við náum saman“ Ásgeir Erlendsson skrifar 10. desember 2016 12:25 Smári McCarty, þingmaður Pírata, segir yfirgnæfandi líkur á að flokkarnir fimm sem nú eiga í stjórnarmyndunarviðræðum nái að mynda ríkisstjórn og eitthvað mikið þurfi að gerast svo upp úr slitni. Rúm vika er síðan Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands veitti Birgittu Jónsdóttur, þingflokssformanni Pírata, stjórnarmyndunarumboð en síðustu daga hafa Píratar átt í óformlegum viðræðum við Vinstri græna, Samfylkingu, Viðreisn og Bjarta framtíð. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar sagði í samtali við mbl.is í gærkvöldi að hans tilfinning væri að nú væru menn jákvæðari fyrir markaðsleið í sjávarútvegi en áður. Smári McCarty, þingmaður Pírata og einn þriggja umboðsmanna flokksins segist ekki sjá annað en að lending náist í sjávarútvegsmálum flokkanna. „Við hljótum að geta náð einhverri lendingu í þessu sjávarútvegsmáli og komist að einhverri sátt sem byggir kannski fyrst og fremst á því að það verði einhverskoanr fyrning og uppboð en að það verði líka tekið tillit til annarra þátta sem hinir ýmsu flokkar eru að leggja til." Aðspurður hvort að meiri jákvæðni ríki fyrir markaðsleið en áður sagði Smári: „Já ég held að það hafi aldrei vantað jákvæðni, þetta eru fyrst og fremst útfærsluatriði sem fólk hefur mismunandi áherslur í og við erum held ég að ná saman í því." Smári segir ljóst að allir flokkarnir hafi talað um umbætur í heilbrigiskerfinu og vel hafi gengið að stilla saman strengi flokkanna til að fjármagna umbæturnar. Miklar líkur séu á að flokkarnir geti myndað ríkisstjórn. „Í rauninni hefur sú vinna bara gengið mjög vel, það eru allir samtaka um að reyna að ná þessu markmiði og auðvitað mismunandi hugmyndir um hvernig á að gera það en við erum svona að mjakast i átt að góðri niðurstöðu." „Það er yfirgnæfandi líkur á að við náum saman, það þyrfti að fara eitthvað mikið úrskeiðis til þess að það gerist ekki." Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Smári McCarty, þingmaður Pírata, segir yfirgnæfandi líkur á að flokkarnir fimm sem nú eiga í stjórnarmyndunarviðræðum nái að mynda ríkisstjórn og eitthvað mikið þurfi að gerast svo upp úr slitni. Rúm vika er síðan Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands veitti Birgittu Jónsdóttur, þingflokssformanni Pírata, stjórnarmyndunarumboð en síðustu daga hafa Píratar átt í óformlegum viðræðum við Vinstri græna, Samfylkingu, Viðreisn og Bjarta framtíð. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar sagði í samtali við mbl.is í gærkvöldi að hans tilfinning væri að nú væru menn jákvæðari fyrir markaðsleið í sjávarútvegi en áður. Smári McCarty, þingmaður Pírata og einn þriggja umboðsmanna flokksins segist ekki sjá annað en að lending náist í sjávarútvegsmálum flokkanna. „Við hljótum að geta náð einhverri lendingu í þessu sjávarútvegsmáli og komist að einhverri sátt sem byggir kannski fyrst og fremst á því að það verði einhverskoanr fyrning og uppboð en að það verði líka tekið tillit til annarra þátta sem hinir ýmsu flokkar eru að leggja til." Aðspurður hvort að meiri jákvæðni ríki fyrir markaðsleið en áður sagði Smári: „Já ég held að það hafi aldrei vantað jákvæðni, þetta eru fyrst og fremst útfærsluatriði sem fólk hefur mismunandi áherslur í og við erum held ég að ná saman í því." Smári segir ljóst að allir flokkarnir hafi talað um umbætur í heilbrigiskerfinu og vel hafi gengið að stilla saman strengi flokkanna til að fjármagna umbæturnar. Miklar líkur séu á að flokkarnir geti myndað ríkisstjórn. „Í rauninni hefur sú vinna bara gengið mjög vel, það eru allir samtaka um að reyna að ná þessu markmiði og auðvitað mismunandi hugmyndir um hvernig á að gera það en við erum svona að mjakast i átt að góðri niðurstöðu." „Það er yfirgnæfandi líkur á að við náum saman, það þyrfti að fara eitthvað mikið úrskeiðis til þess að það gerist ekki."
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira