Ferðamenn séu upplýstir um að of mikið brauðát geti haft alvarlegar afleiðingar Sveinn Arnarsson skrifar 28. desember 2016 14:00 Margeir segir á annað hundrað ferðamanna stansa daglega til að klappa og gefa hrossum hans. Margeir Ingólfsson „Ég sem ábyrgðarmaður hrossa minna get ekki horft upp á nokkur hundruð manns gefa merunum mínum brauð á hverjum degi og sílspika þær. Það er ekki hollt til lengdar og þær lifa það ekki af,“ segir Margeir Ingólfsson, bóndi á Brú í Biskupstungum, um ágang ferðamanna í merastóð hans við þjóðveginn. Margeir segir ásókn erlendra ferðamanna í hrossastóð hans vera til mikilla vandræða og með heimsóknum ferðamanna fylgi brauðgjafir og ávaxtagjafir en meltingarfæri hrossanna eru ekki gerð fyrir slíkan mat í miklum mæli. „Ég á að sjá um velferð dýra minna en get ekki sinnt því verki fullkomlega. Við þjóðveginn er ég með stóð af fylfullum hryssum, folöldum og tryppum. Þetta tún er besta svæðið fyrir þessi hross, þarna er bæði skjól og rennandi vatn sem og að auðvelt er að koma með hey og fóðra hrossin,“ segir Margeir. „Ég hef því sett upp skilti þar sem ég banna fóðrun hrossanna því ég er bæði ábyrgur fyrir velferð þeirra sem og að ef ferðamenn fara sér að voða innan girðingar hjá mér er ég einnig ábyrgur fyrir þeim slysum.“ Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir ekkert að því að gefa hrossi brauð daglega. Hins vegar skipti magnið öllu máli ef meta á hvort gjöfin sé skaðleg hrossum eða ekki. „Í rauninni er ekkert að því að hross éti brauð. Magnið er hins vegar það sem skiptir máli. Allt of mikið brauðát hrossa er skaðlegt dýrunum. Því er mikilvægt að ferðamenn séu upplýstir um það að brauðát geti haft alvarlegar afleiðingar og skaðað hross. Ef sú vitneskja væri til staðar efast ég um að ferðamenn gæfu hrossum brauð við þjóðvegina,“ segir Sigurborg.Margeir setti upp skilti við þjóðveginn til að bægja ferðamönnum frá.Margeir Ingólfsson Ferðamennska á Íslandi Hestar Tengdar fréttir Hefur neyðst til að fella hross vegna ágangs ferðamanna Margeir Ingólfsson, bóndi í Bláskógabyggð, hefur sett upp skilti við jörð sína vegna ferðamanna sem dekra við hestana í hans óþökk. 27. desember 2016 12:15 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Sjá meira
„Ég sem ábyrgðarmaður hrossa minna get ekki horft upp á nokkur hundruð manns gefa merunum mínum brauð á hverjum degi og sílspika þær. Það er ekki hollt til lengdar og þær lifa það ekki af,“ segir Margeir Ingólfsson, bóndi á Brú í Biskupstungum, um ágang ferðamanna í merastóð hans við þjóðveginn. Margeir segir ásókn erlendra ferðamanna í hrossastóð hans vera til mikilla vandræða og með heimsóknum ferðamanna fylgi brauðgjafir og ávaxtagjafir en meltingarfæri hrossanna eru ekki gerð fyrir slíkan mat í miklum mæli. „Ég á að sjá um velferð dýra minna en get ekki sinnt því verki fullkomlega. Við þjóðveginn er ég með stóð af fylfullum hryssum, folöldum og tryppum. Þetta tún er besta svæðið fyrir þessi hross, þarna er bæði skjól og rennandi vatn sem og að auðvelt er að koma með hey og fóðra hrossin,“ segir Margeir. „Ég hef því sett upp skilti þar sem ég banna fóðrun hrossanna því ég er bæði ábyrgur fyrir velferð þeirra sem og að ef ferðamenn fara sér að voða innan girðingar hjá mér er ég einnig ábyrgur fyrir þeim slysum.“ Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir ekkert að því að gefa hrossi brauð daglega. Hins vegar skipti magnið öllu máli ef meta á hvort gjöfin sé skaðleg hrossum eða ekki. „Í rauninni er ekkert að því að hross éti brauð. Magnið er hins vegar það sem skiptir máli. Allt of mikið brauðát hrossa er skaðlegt dýrunum. Því er mikilvægt að ferðamenn séu upplýstir um það að brauðát geti haft alvarlegar afleiðingar og skaðað hross. Ef sú vitneskja væri til staðar efast ég um að ferðamenn gæfu hrossum brauð við þjóðvegina,“ segir Sigurborg.Margeir setti upp skilti við þjóðveginn til að bægja ferðamönnum frá.Margeir Ingólfsson
Ferðamennska á Íslandi Hestar Tengdar fréttir Hefur neyðst til að fella hross vegna ágangs ferðamanna Margeir Ingólfsson, bóndi í Bláskógabyggð, hefur sett upp skilti við jörð sína vegna ferðamanna sem dekra við hestana í hans óþökk. 27. desember 2016 12:15 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Sjá meira
Hefur neyðst til að fella hross vegna ágangs ferðamanna Margeir Ingólfsson, bóndi í Bláskógabyggð, hefur sett upp skilti við jörð sína vegna ferðamanna sem dekra við hestana í hans óþökk. 27. desember 2016 12:15