Björgunarsveitarmenn á Suðurlandi verða að fram á kvöld Jóhann K. Jóhannsson skrifar 25. desember 2016 18:45 Leiðinda færð hefur verið víða um land í dag og hafa björgunarsveitir á Suðurlandi aðstoðað tugi ökumanna á Suðurlandsvegi. Óvissa er með færð víða um land en áfram er búist við strekkings vindi og jafnvel stormi á landinu í kvöld og nótt með ofankomu. Nokkuð annríki hefur verið hjá björgunarsveitum frá því í gærkvöldi en í morgun fyrir klukkan níu voru björgunarsveitir í Vík í Mýrdal kallaður út til þess að aðstoða ökumenn en um fjörutíu bílar voru fastir við Reynisfjall. Þá hafði veður stofan varað fólk við að vera á ferðinni. Þjónusta Vegagerðarinnar er skert um hátíðirnar en í dag var Suðurlandsvegur frá Selfossi og að Vík í Mýrdal þjónustaður milli klukkan tíu og tvö. Fjölmargir erlendir ferðamenn eru á ferðinni þar nú um jólahátíðina og virðast ekki hafa vitað af vetrarfærðinni sem nú er og þeirri skerðingu sem er í þjónustu Vegagerðarinnar. „Það er mikið öngþveiti. Þetta er alveg gríðarlegt magn af bílum sem við höfum verið að kljást við. Þetta eru yfir fimmtíu bílar sem við erum búnir að þurfa aðstoða í dag. Sveitirnar eru enn að hjá okkur. Það stoppar ekki síminn núna. Það er lang mest við Reynisfjallið og svo hefur verið svolítið við Hjörleifshöfða og Dyrhólaey en svona lang mest á þjóðveginum við Reynisfjallið. Þetta eru lang mest bara ferðamenn og 90% af þeim frá Asíu. Fólk er ekki búið fyrir neinn vetur. Það er bara í sínu ferðalagi og mikið af þessu fólki hefur aldrei séð snjó,“ sagði Orri Örvarsson, formaður Björgunarsveitarinnar Víkverja á Vík. Orri segir að þessir ferðamenn hafi haft litla vitneskju um veðurspár eða færð á vegum. „Klárlega ekki. Mikið af þessu fólki er að sækja til Víkur til þess að fá sér að borða og ætlar svo á sína gististaði aftur þannig að það greinilega fær litlar upplýsingar,“ segir Orri. Orri á von á því að björgunarsveitin verði að fram á kvöld. „Aðstæður fara að verða erfiðari núna. Það er búið að leggja niður snjómokstur þannig að það verður erfiðara með hverri mínútunni. Þetta verður erfitt fram á kvöldið,“ segir Orri. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands sagði í samtali við fréttastofu í dag að áfram mætti búast við leiðindaveðri víða um land í kvöld og fólk sem er á ferðinni ætti að huga að færð og veðri áður en lagt sé af stað. Samkvæmt nýjustu spám er gert ráð fyrir vestan stormi á höfuðborgarsvæðinu upp úr miðnætti og þá gæti færð farið að spillast þar líka. „Umferðin er búin að vera ágætt en hún er að þyngjast og veðrið að versna líka og skilaboðin til okkar eru þau að veðrið á bara eftir að versna meira þannig að fólk ætti ekki að vera á ferðinni frekar en það þarf,“ sagði Hjörtur Jónsson, snjómokstursmaður. Snjómokstri verður þó viðhaldið á Suðurlandsvegi frá Reykjavík að Selfossi í kvöld og nótt eins og þurfa þykir. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Leiðinda færð hefur verið víða um land í dag og hafa björgunarsveitir á Suðurlandi aðstoðað tugi ökumanna á Suðurlandsvegi. Óvissa er með færð víða um land en áfram er búist við strekkings vindi og jafnvel stormi á landinu í kvöld og nótt með ofankomu. Nokkuð annríki hefur verið hjá björgunarsveitum frá því í gærkvöldi en í morgun fyrir klukkan níu voru björgunarsveitir í Vík í Mýrdal kallaður út til þess að aðstoða ökumenn en um fjörutíu bílar voru fastir við Reynisfjall. Þá hafði veður stofan varað fólk við að vera á ferðinni. Þjónusta Vegagerðarinnar er skert um hátíðirnar en í dag var Suðurlandsvegur frá Selfossi og að Vík í Mýrdal þjónustaður milli klukkan tíu og tvö. Fjölmargir erlendir ferðamenn eru á ferðinni þar nú um jólahátíðina og virðast ekki hafa vitað af vetrarfærðinni sem nú er og þeirri skerðingu sem er í þjónustu Vegagerðarinnar. „Það er mikið öngþveiti. Þetta er alveg gríðarlegt magn af bílum sem við höfum verið að kljást við. Þetta eru yfir fimmtíu bílar sem við erum búnir að þurfa aðstoða í dag. Sveitirnar eru enn að hjá okkur. Það stoppar ekki síminn núna. Það er lang mest við Reynisfjallið og svo hefur verið svolítið við Hjörleifshöfða og Dyrhólaey en svona lang mest á þjóðveginum við Reynisfjallið. Þetta eru lang mest bara ferðamenn og 90% af þeim frá Asíu. Fólk er ekki búið fyrir neinn vetur. Það er bara í sínu ferðalagi og mikið af þessu fólki hefur aldrei séð snjó,“ sagði Orri Örvarsson, formaður Björgunarsveitarinnar Víkverja á Vík. Orri segir að þessir ferðamenn hafi haft litla vitneskju um veðurspár eða færð á vegum. „Klárlega ekki. Mikið af þessu fólki er að sækja til Víkur til þess að fá sér að borða og ætlar svo á sína gististaði aftur þannig að það greinilega fær litlar upplýsingar,“ segir Orri. Orri á von á því að björgunarsveitin verði að fram á kvöld. „Aðstæður fara að verða erfiðari núna. Það er búið að leggja niður snjómokstur þannig að það verður erfiðara með hverri mínútunni. Þetta verður erfitt fram á kvöldið,“ segir Orri. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands sagði í samtali við fréttastofu í dag að áfram mætti búast við leiðindaveðri víða um land í kvöld og fólk sem er á ferðinni ætti að huga að færð og veðri áður en lagt sé af stað. Samkvæmt nýjustu spám er gert ráð fyrir vestan stormi á höfuðborgarsvæðinu upp úr miðnætti og þá gæti færð farið að spillast þar líka. „Umferðin er búin að vera ágætt en hún er að þyngjast og veðrið að versna líka og skilaboðin til okkar eru þau að veðrið á bara eftir að versna meira þannig að fólk ætti ekki að vera á ferðinni frekar en það þarf,“ sagði Hjörtur Jónsson, snjómokstursmaður. Snjómokstri verður þó viðhaldið á Suðurlandsvegi frá Reykjavík að Selfossi í kvöld og nótt eins og þurfa þykir.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira