Formenn BHM og Kennarasambands Íslands segja lög um jöfnun lífeyrisréttinda mikil vonbrigði Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. desember 2016 20:00 Alþingi samþykkti í gærkvöldi frumvarp sem ætlað er að jafna lífeyrisréttindi á almennum og opinberum vinnumarkaði. Formenn BHM og Kennarasambands Íslands segja lögin mikil vonbrigði og hefur stjórn kennarasambandsins samþykkt að stefna íslenska ríkinu. 38 þingmenn greiddu frumvarpinu atkvæði sitt, fjórtán sögðu nei og átta sátu hjá. Frumvarpið var lagt fram eftir að samkomulag náðist milli ríkis og sveitarfélaga annars vegar og heildarsamtaka launþega hins vegar síðastliðinn september. Þar kom fram að markmið með breytingunum væri meðal annars að gera launafólki betur kleift að færa sig milli almenns og opinbers vinnumarkaðar hvenær sem er starfsævinnar án þess að það hafi áhrif á ávinnslu lífeyrisréttinda. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir lögin vonbrigði og ekki í samræmi við fyrrgreint samkomulag. „Ég verð að segja alveg eins og er að nýtt alþingi nýir þingmenn sem hafa lofað bót og betun og bættum vinnubröðum þau fuku beint út um gluggann í gær hjá meirihluta þessara þingmanna og það veldur okkur miklum vonbrigðum,“ segir Þórunn. Nú verði farið í það að upplýsa félagsmenn aðildarfélaga BHM um stöðuna. Gagnrýnin snýst einkum um að í samkomulaginu sé talað um að tryggja þegar áunnin réttindi allra sjóðsfélaga en í lögunum sé talað um virka greiðendur sem þýðir að þeir sem hafa ekki greitt í lífeyrissjóð síðustu 12 mánuði fá ekki lífeyrisaukann. „Þetta er gjörbreytt umhverfi fyrir opinbera starfsmenn. Mesta bylting sem gerð hefur verið á lífeyriskerfi á Íslandi í meira en fjörutíu ár. Við þurfum að vinna úr stöðunni. Við breytum ekki niðurstöðu Alþingis, allavega ekki í bráð, og við reynum að horfast í augu við ný verkefni eins og þau eru,“ segir Þórunn. Þórður Á. Hjaltested, formaður Kennarasambands Íslands, tekur í sama streng og Þórunn. „Við höfðum aldrei trúað því að Alþingi myndi gera þetta án þess að taka tillit til þeirra umsagna sem við ásamt BSRB og BHM settum fram. Við ætlum að leita til dómstóla. Við teljum þarna brotið á eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar. Við munum leita til lögfræðinga og skoða okkar mál og það er alveg ákveðið að við munum fara þessa leið,“ segir Þórður. Alþingi Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Alþingi samþykkti í gærkvöldi frumvarp sem ætlað er að jafna lífeyrisréttindi á almennum og opinberum vinnumarkaði. Formenn BHM og Kennarasambands Íslands segja lögin mikil vonbrigði og hefur stjórn kennarasambandsins samþykkt að stefna íslenska ríkinu. 38 þingmenn greiddu frumvarpinu atkvæði sitt, fjórtán sögðu nei og átta sátu hjá. Frumvarpið var lagt fram eftir að samkomulag náðist milli ríkis og sveitarfélaga annars vegar og heildarsamtaka launþega hins vegar síðastliðinn september. Þar kom fram að markmið með breytingunum væri meðal annars að gera launafólki betur kleift að færa sig milli almenns og opinbers vinnumarkaðar hvenær sem er starfsævinnar án þess að það hafi áhrif á ávinnslu lífeyrisréttinda. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir lögin vonbrigði og ekki í samræmi við fyrrgreint samkomulag. „Ég verð að segja alveg eins og er að nýtt alþingi nýir þingmenn sem hafa lofað bót og betun og bættum vinnubröðum þau fuku beint út um gluggann í gær hjá meirihluta þessara þingmanna og það veldur okkur miklum vonbrigðum,“ segir Þórunn. Nú verði farið í það að upplýsa félagsmenn aðildarfélaga BHM um stöðuna. Gagnrýnin snýst einkum um að í samkomulaginu sé talað um að tryggja þegar áunnin réttindi allra sjóðsfélaga en í lögunum sé talað um virka greiðendur sem þýðir að þeir sem hafa ekki greitt í lífeyrissjóð síðustu 12 mánuði fá ekki lífeyrisaukann. „Þetta er gjörbreytt umhverfi fyrir opinbera starfsmenn. Mesta bylting sem gerð hefur verið á lífeyriskerfi á Íslandi í meira en fjörutíu ár. Við þurfum að vinna úr stöðunni. Við breytum ekki niðurstöðu Alþingis, allavega ekki í bráð, og við reynum að horfast í augu við ný verkefni eins og þau eru,“ segir Þórunn. Þórður Á. Hjaltested, formaður Kennarasambands Íslands, tekur í sama streng og Þórunn. „Við höfðum aldrei trúað því að Alþingi myndi gera þetta án þess að taka tillit til þeirra umsagna sem við ásamt BSRB og BHM settum fram. Við ætlum að leita til dómstóla. Við teljum þarna brotið á eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar. Við munum leita til lögfræðinga og skoða okkar mál og það er alveg ákveðið að við munum fara þessa leið,“ segir Þórður.
Alþingi Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira