Tekist á um lífeyrisfrumvarpið á síðustu mínútum Alþingis Heimir Már Pétursson skrifar 23. desember 2016 12:00 Úr þingsal Vísir/Anton Brink Frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda var samþykkt á Alþingi í gær með atkvæðum fráfarandi stjórnarflokka, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar en þingmenn annarra flokka sátu ýmist hjá eða greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Þingfundum hefur verið frestað til 24. janúar. Fundum Alþingis var frestað upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi en þingið kom miklu í verk á þeim rúmu tveimur vikum sem það hefur setið eftir kosningar. Fjárlög voru samþykkt ásamt ýmsum ráðstöfunum í kring um það, fjáraukalög fyrir yfirstandandi ár og lög um kjararáð. Þá samþykkti Alþingi breytingar á útlendingalögum sem þýðir að tilteknir hælisumsækjendur verða að yfirgefa landið þrátt fyrir kæru á úrskurði Útlendingastofnunar þegar Útlendingastofnun hefur metið umsóknir þeirra bersýnilega tilhæfulausar og þeir koma frá ríki sem er á lista stofnunarinnar yfir örugg ríki. Þetta á sérstaklega við hælisleitendur frá Makedóníu og Albaníu en hælisumsóknum fólks þaðan hefur fjölgað mikið á þessu ári. Umdeildasta frumvarpið sem varð að lögum er um jöfnun lífeyrisréttinda, en Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Viðreisn og Björt framtíð mynduðu meirihluta um afgreiðslu þess í efnhags- og viðskiptanefnd. Forysta stéttarfélaga opinberra starfsmanna lagðist gegn samþykkt frumvarpsins og taldi það ganga gegn samkomulagi við stjórnvöld frá því í september. Þrjátíu og átta þingmenn samþykktu frumvarpið, fjórtán greiddu atkvæði gegn því og átta þingmenn sátu hjá.Þingmenn segja málið unnið of hratt Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði mikilvægt að jafna lífeyriskjör og staða ríkissjóðs væri þannig að það væri að mörgum hætti einstakt tækifæri til að gera það núna. “Þess vegna hafa vinnubrögðin v erið vonbrigði. Menn hafa ekki unnið nógu þétt með samningsaðilum og reynt að finna lausnir sem eru ásættanlegar. Það dugir ekki að slökkva elda á einum stað ef þeir eru jafnharðan kveiktir einhvers staðar annars staðar,” sagði Logi. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði frumvarpið fela í sér grundvallar kerfisbreytingar sem byggðu á samkomulagi sem túlkað væri með mjög ólíkum hætti. Það væri slæmt að gera slíkar breytingar á þeim hraða sem gert hafi verið. „Það er umhugsunarefni hversu miklar deilur eru um þessar breytingar og þótt það sé rétt að sjálfsagt verða aldrei allir sáttir við slíkar breytingar, tel ég að þingið geti gert miklu betur. Innan Vinstri grænna eru margir andstæðingar þessarra breytinga. En það eru líka þeir sem eru sammála því markmiði að jafna lífeyrisréttindi en telja að miklu betur hefði mátt standa að þessum málum,“ sagði Katrín. Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata segir að ekki hafi verið orðið við því þegar málið var fyrst lagt fram undir lok síðasta kjörtímabils að stofnuð yrði nefnd sem ynni með málið milli kjörtímabila. „Það hefur ekki verið búin til sú nauðsynlega sátt sem til þarf til að fara í svona stórar breytingar. Eins og hefur komið fram hefur heldur ekki verið farið nægjanlega vel yfir þau efnahagslegu áhrif sem þetta getur haft. Því get ég hvorki setið hjá né greitt þessu leið. Málið er ekki tilbúið og ég mun greiða atkvæði gegn þessu,“ sagði Birgitta. Björt Ólafsdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar sagði mikilvægt að jafna bæði lífeyriskjör og launakjör opinberra starfsmanna og fólks á almennum markaði. „Ef við gerum ekki neitt í því að jafna þessar lífeyrisskuldbindingar og greiðum inn á þetta núna hækka iðgjöld. Og hver tekur það á sig? Þáhækka iðgjöld í lífeyrissjóði og verða sem nemur 20% af launum mánaðarlega. Það er tekjuskerfðing fyrir fólkið í landinu. Er það betra? Þetta hefur ekkert verið rætt,“ sagði Björt Ólafsdóttir. Alþingi Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Sjá meira
Frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda var samþykkt á Alþingi í gær með atkvæðum fráfarandi stjórnarflokka, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar en þingmenn annarra flokka sátu ýmist hjá eða greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Þingfundum hefur verið frestað til 24. janúar. Fundum Alþingis var frestað upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi en þingið kom miklu í verk á þeim rúmu tveimur vikum sem það hefur setið eftir kosningar. Fjárlög voru samþykkt ásamt ýmsum ráðstöfunum í kring um það, fjáraukalög fyrir yfirstandandi ár og lög um kjararáð. Þá samþykkti Alþingi breytingar á útlendingalögum sem þýðir að tilteknir hælisumsækjendur verða að yfirgefa landið þrátt fyrir kæru á úrskurði Útlendingastofnunar þegar Útlendingastofnun hefur metið umsóknir þeirra bersýnilega tilhæfulausar og þeir koma frá ríki sem er á lista stofnunarinnar yfir örugg ríki. Þetta á sérstaklega við hælisleitendur frá Makedóníu og Albaníu en hælisumsóknum fólks þaðan hefur fjölgað mikið á þessu ári. Umdeildasta frumvarpið sem varð að lögum er um jöfnun lífeyrisréttinda, en Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Viðreisn og Björt framtíð mynduðu meirihluta um afgreiðslu þess í efnhags- og viðskiptanefnd. Forysta stéttarfélaga opinberra starfsmanna lagðist gegn samþykkt frumvarpsins og taldi það ganga gegn samkomulagi við stjórnvöld frá því í september. Þrjátíu og átta þingmenn samþykktu frumvarpið, fjórtán greiddu atkvæði gegn því og átta þingmenn sátu hjá.Þingmenn segja málið unnið of hratt Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði mikilvægt að jafna lífeyriskjör og staða ríkissjóðs væri þannig að það væri að mörgum hætti einstakt tækifæri til að gera það núna. “Þess vegna hafa vinnubrögðin v erið vonbrigði. Menn hafa ekki unnið nógu þétt með samningsaðilum og reynt að finna lausnir sem eru ásættanlegar. Það dugir ekki að slökkva elda á einum stað ef þeir eru jafnharðan kveiktir einhvers staðar annars staðar,” sagði Logi. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði frumvarpið fela í sér grundvallar kerfisbreytingar sem byggðu á samkomulagi sem túlkað væri með mjög ólíkum hætti. Það væri slæmt að gera slíkar breytingar á þeim hraða sem gert hafi verið. „Það er umhugsunarefni hversu miklar deilur eru um þessar breytingar og þótt það sé rétt að sjálfsagt verða aldrei allir sáttir við slíkar breytingar, tel ég að þingið geti gert miklu betur. Innan Vinstri grænna eru margir andstæðingar þessarra breytinga. En það eru líka þeir sem eru sammála því markmiði að jafna lífeyrisréttindi en telja að miklu betur hefði mátt standa að þessum málum,“ sagði Katrín. Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata segir að ekki hafi verið orðið við því þegar málið var fyrst lagt fram undir lok síðasta kjörtímabils að stofnuð yrði nefnd sem ynni með málið milli kjörtímabila. „Það hefur ekki verið búin til sú nauðsynlega sátt sem til þarf til að fara í svona stórar breytingar. Eins og hefur komið fram hefur heldur ekki verið farið nægjanlega vel yfir þau efnahagslegu áhrif sem þetta getur haft. Því get ég hvorki setið hjá né greitt þessu leið. Málið er ekki tilbúið og ég mun greiða atkvæði gegn þessu,“ sagði Birgitta. Björt Ólafsdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar sagði mikilvægt að jafna bæði lífeyriskjör og launakjör opinberra starfsmanna og fólks á almennum markaði. „Ef við gerum ekki neitt í því að jafna þessar lífeyrisskuldbindingar og greiðum inn á þetta núna hækka iðgjöld. Og hver tekur það á sig? Þáhækka iðgjöld í lífeyrissjóði og verða sem nemur 20% af launum mánaðarlega. Það er tekjuskerfðing fyrir fólkið í landinu. Er það betra? Þetta hefur ekkert verið rætt,“ sagði Björt Ólafsdóttir.
Alþingi Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Sjá meira