Söng með Sissel Kyrkjebø Elín Albertsdóttir skrifar 23. desember 2016 10:00 Ari Ólafsson er 18 ára nemandi á tónlistarbraut Menntaskólans í Hamrahlíð en jafnframt öflugur söngvari og vakti mikla athygli þegar hann söng með norsku stjörnunni Sissel Kyrkjebø í Eldborg. Ari segir að það hafi verið stórkostleg upplifun að syngja með þessari frægu söngkonu en þetta var í annað skiptið sem hann steig á svið með henni. „Ég söng með Sissel þegar ég var þrettán ára. Þá vantaði unga sópranrödd. Ég fékk að fara í prufu og var valinn,“ segir Ari sem hefur sungið frá því hann man eftir sér. „Þetta byrjaði allt þegar ég lék Oliver Twist í Þjóðleikhúsinu árið 2009 en þá var ég ellefu ára. Ég vissi ekki að ég hefði söngrödd fyrr en ég lék það hlutverk,“ segir Ari sem hafði gengið með þann draum lengi að verða gamanleikari. „Svo fattaði ég að það hentaði ekki þar sem ég er ekkert fyndinn. Ég hélt mig þess vegna við að syngja og leika,“ segir hann brosandi. „Eftir Oliver Twist byrjaði ég í Söngskólanum í Reykjavík, fyrst hjá Garðari Cortes og síðan Bergþóri Pálssyni.“ Sissel þekkti Ara aftur þegar hún fékk senda hljóðupptöku með honum. En hvernig kom þetta til? „Ég sagði við pabba að Sissel væri að koma og það væri gaman að fá að syngja með henni aftur. Pabbi sagði Bergþóri, söngkennaranum mínum, frá þessari hugmynd sem síðan ræddi við Ísleif Þórhallsson hjá Senu sem tók mjög vel í þetta. Ísleifur bað um upptöku frá mér sem Sissel fékk og vildi gjarnan fá mig til að syngja. Þar með rættist draumur minn. Við sungum klassískt söngleikjalag sem nefnist The Prayer en Andrea Bocelli og Celine Dion hafa sungið þetta lag saman. Mér fannst ótrúlegt að fá að syngja með Sissel aftur og ég var í skýjunum allan tímann. Að stíga á svið í Eldborg með Sissel er það stórkostlegasta sem ég hef gert. Hún er frábær manneskja og með æðislegt starfsfólk með sér. Svo getur hún sungið allt, klassík, djass, popp, soul og hvað sem er,“ segir Ari og er himinlifandi með tónleikana sem fram fóru fyrr í þessum mánuði. Ari er tenór sem hefur afskaplega gaman af allri tónlist. „Ég er alæta á tónlist, hlusta bæði á rapp og klassík og allt þar á milli. Svo er ég alltaf með tónlist í eyrunum hvort sem ég er að læra eða hjóla,“ segir hann. Ari hefur tekið þátt í söngvakeppni í MH tvisvar. Einnig hefur hann tekið þátt í Ísland Got Talent hjá Stöð 2 og fyrstu þáttaröðinni af The Voice. „Mér fannst æðislegt að taka þátt í þessu en þættirnir gefa manni gott tækifæri til að sýna sig og sanna. Ég hef ekki enn gert upp við mig hvort mig langar til að læra söngleikjatónlist, leiklist eða klassíska tónlist,“ segir Ari sem er nýbúinn að stofna hljómsveit með félögum sínum í MH. Þeir hafa samið nokkur lög sem eiga eftir að heyrast á næstunni.Ari og píanóleikari hljómsveitarinnar, Gabríel Ólafsson, hafa verið að syngja og spila á jólakvöldum félagasamtaka undanfarið. „Við syngjum klassísk jólalög, Bing Crosby, Frank Sinatra, Jackson Five og fleiri.“ Ari stefnir á framhaldsnám í New York eða London þegar menntaskóla lýkur. Fyrst koma jólin og þá verða notalegheitin í fyrirrúmi. Ari segir að mikið sé sungið á heimilinu og fjölskyldan söngelsk. „Ég er frændi Páls Óskars og Diddúar,“ segir hann. „Amma mín og pabbi þeirra voru systkini. Það má því segja að tónlistin sé í ættinni,“ segir Ari enn fremur og viðurkennir að hann sé mikið jólabarn. „Ég byrja að syngja jólalögin í október.“ Eurovision Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira
Ari Ólafsson er 18 ára nemandi á tónlistarbraut Menntaskólans í Hamrahlíð en jafnframt öflugur söngvari og vakti mikla athygli þegar hann söng með norsku stjörnunni Sissel Kyrkjebø í Eldborg. Ari segir að það hafi verið stórkostleg upplifun að syngja með þessari frægu söngkonu en þetta var í annað skiptið sem hann steig á svið með henni. „Ég söng með Sissel þegar ég var þrettán ára. Þá vantaði unga sópranrödd. Ég fékk að fara í prufu og var valinn,“ segir Ari sem hefur sungið frá því hann man eftir sér. „Þetta byrjaði allt þegar ég lék Oliver Twist í Þjóðleikhúsinu árið 2009 en þá var ég ellefu ára. Ég vissi ekki að ég hefði söngrödd fyrr en ég lék það hlutverk,“ segir Ari sem hafði gengið með þann draum lengi að verða gamanleikari. „Svo fattaði ég að það hentaði ekki þar sem ég er ekkert fyndinn. Ég hélt mig þess vegna við að syngja og leika,“ segir hann brosandi. „Eftir Oliver Twist byrjaði ég í Söngskólanum í Reykjavík, fyrst hjá Garðari Cortes og síðan Bergþóri Pálssyni.“ Sissel þekkti Ara aftur þegar hún fékk senda hljóðupptöku með honum. En hvernig kom þetta til? „Ég sagði við pabba að Sissel væri að koma og það væri gaman að fá að syngja með henni aftur. Pabbi sagði Bergþóri, söngkennaranum mínum, frá þessari hugmynd sem síðan ræddi við Ísleif Þórhallsson hjá Senu sem tók mjög vel í þetta. Ísleifur bað um upptöku frá mér sem Sissel fékk og vildi gjarnan fá mig til að syngja. Þar með rættist draumur minn. Við sungum klassískt söngleikjalag sem nefnist The Prayer en Andrea Bocelli og Celine Dion hafa sungið þetta lag saman. Mér fannst ótrúlegt að fá að syngja með Sissel aftur og ég var í skýjunum allan tímann. Að stíga á svið í Eldborg með Sissel er það stórkostlegasta sem ég hef gert. Hún er frábær manneskja og með æðislegt starfsfólk með sér. Svo getur hún sungið allt, klassík, djass, popp, soul og hvað sem er,“ segir Ari og er himinlifandi með tónleikana sem fram fóru fyrr í þessum mánuði. Ari er tenór sem hefur afskaplega gaman af allri tónlist. „Ég er alæta á tónlist, hlusta bæði á rapp og klassík og allt þar á milli. Svo er ég alltaf með tónlist í eyrunum hvort sem ég er að læra eða hjóla,“ segir hann. Ari hefur tekið þátt í söngvakeppni í MH tvisvar. Einnig hefur hann tekið þátt í Ísland Got Talent hjá Stöð 2 og fyrstu þáttaröðinni af The Voice. „Mér fannst æðislegt að taka þátt í þessu en þættirnir gefa manni gott tækifæri til að sýna sig og sanna. Ég hef ekki enn gert upp við mig hvort mig langar til að læra söngleikjatónlist, leiklist eða klassíska tónlist,“ segir Ari sem er nýbúinn að stofna hljómsveit með félögum sínum í MH. Þeir hafa samið nokkur lög sem eiga eftir að heyrast á næstunni.Ari og píanóleikari hljómsveitarinnar, Gabríel Ólafsson, hafa verið að syngja og spila á jólakvöldum félagasamtaka undanfarið. „Við syngjum klassísk jólalög, Bing Crosby, Frank Sinatra, Jackson Five og fleiri.“ Ari stefnir á framhaldsnám í New York eða London þegar menntaskóla lýkur. Fyrst koma jólin og þá verða notalegheitin í fyrirrúmi. Ari segir að mikið sé sungið á heimilinu og fjölskyldan söngelsk. „Ég er frændi Páls Óskars og Diddúar,“ segir hann. „Amma mín og pabbi þeirra voru systkini. Það má því segja að tónlistin sé í ættinni,“ segir Ari enn fremur og viðurkennir að hann sé mikið jólabarn. „Ég byrja að syngja jólalögin í október.“
Eurovision Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira