Vinsældir forseta í tölu sem sést eiginlega aldrei segir prófessor Garðar Örn Úlfarsson skrifar 20. desember 2016 07:00 Guðni Th. Jóhannesson var settur í embætti forseta Íslands 1. ágúst í sumar. vísir/eyþór Guðni Th. Jóhannesson fær fádæma góða útkomu í skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis í síðustu viku þar sem spurt var hvort svarendur væru ánægðir með störf forseta Íslands. 97,3 prósent af þeim sem tóku afstöðu sögðust ánægðir. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir algengast að bæði ríkisstjórnir og forsetar á Íslandi njóti vinsælda í upphafi.Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ. Fréttablaðið/„Þetta er gríðarlega há tala en hún fellur að því algenga mynstri að þó að forsetar hafi fengið innan við 50 prósent atkvæða þá hefur fólk yfirleitt hópast að baki þeim eftir að þeir hafa verið kosnir,“ segir Ólafur. „Þannig að það er í sjálfu sér ekkert endilega mjög óvænt að hann skuli fá mjög góða útkomu en 97 prósent er náttúrlega samt sem áður tala sem maður sér eiginlega aldrei í svona mælingum.“ Af þeim 792 sem náðist í um land allt tóku 92,6 prósent afstöðu til spurningarinnar. Af þeim svöruðu 97,3 prósent því játandi að þeir væru ánægðir með störf forseta Íslands og 2,7 svöruðu spurningunni neitandi. Guðni var kjörinn forseti í júni með 39,1 prósenti atkvæða. „Þó að við höfum ekki nákvæmar mælingar þá voru flestir forsetar lengst af mjög vinsælir. Kristján Eldjárn var til dæmis mjög vinsæll þó að við höfum ekki mælingar á því. Og Vigdís Finnbogadóttir var lengst af mjög vinsæl. Ólafur Ragnar varð hins vegar miklu umdeildari forseti. Ef hans fylgi eða ánægja með hans störf er skoðuð yfir þessi ár sem hann var forseti þá sveiflast það miklu meira,“ rekur Ólafur. Vegna kosninga til Alþingis á óvenjulegum tíma nú í lok október og erfiðleika við ríkisstjórnarmyndum hefur talsvert borið á nýjum forseta sem leikið hefur sitt hlutverk í þeim málum. Aðspurður segist Ólafur ekki lesa mikið í það í sambandi við skoðanakönnunina. „Ekki annað en að það eru greinilega ekki stórir hópar sem eru mjög óánægðir með það sem hann hefur gert þar. En hins vegar er náttúrlega stutt komið þannig að hann getur nú varla búist við því að halda svona tölum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íslendingar í skýjunum með störf Guðna fyrstu hundrað dagana 97 prósent Íslendinga eru ánægð með störf nýja forsetans. 19. desember 2016 09:47 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson fær fádæma góða útkomu í skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis í síðustu viku þar sem spurt var hvort svarendur væru ánægðir með störf forseta Íslands. 97,3 prósent af þeim sem tóku afstöðu sögðust ánægðir. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir algengast að bæði ríkisstjórnir og forsetar á Íslandi njóti vinsælda í upphafi.Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ. Fréttablaðið/„Þetta er gríðarlega há tala en hún fellur að því algenga mynstri að þó að forsetar hafi fengið innan við 50 prósent atkvæða þá hefur fólk yfirleitt hópast að baki þeim eftir að þeir hafa verið kosnir,“ segir Ólafur. „Þannig að það er í sjálfu sér ekkert endilega mjög óvænt að hann skuli fá mjög góða útkomu en 97 prósent er náttúrlega samt sem áður tala sem maður sér eiginlega aldrei í svona mælingum.“ Af þeim 792 sem náðist í um land allt tóku 92,6 prósent afstöðu til spurningarinnar. Af þeim svöruðu 97,3 prósent því játandi að þeir væru ánægðir með störf forseta Íslands og 2,7 svöruðu spurningunni neitandi. Guðni var kjörinn forseti í júni með 39,1 prósenti atkvæða. „Þó að við höfum ekki nákvæmar mælingar þá voru flestir forsetar lengst af mjög vinsælir. Kristján Eldjárn var til dæmis mjög vinsæll þó að við höfum ekki mælingar á því. Og Vigdís Finnbogadóttir var lengst af mjög vinsæl. Ólafur Ragnar varð hins vegar miklu umdeildari forseti. Ef hans fylgi eða ánægja með hans störf er skoðuð yfir þessi ár sem hann var forseti þá sveiflast það miklu meira,“ rekur Ólafur. Vegna kosninga til Alþingis á óvenjulegum tíma nú í lok október og erfiðleika við ríkisstjórnarmyndum hefur talsvert borið á nýjum forseta sem leikið hefur sitt hlutverk í þeim málum. Aðspurður segist Ólafur ekki lesa mikið í það í sambandi við skoðanakönnunina. „Ekki annað en að það eru greinilega ekki stórir hópar sem eru mjög óánægðir með það sem hann hefur gert þar. En hins vegar er náttúrlega stutt komið þannig að hann getur nú varla búist við því að halda svona tölum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íslendingar í skýjunum með störf Guðna fyrstu hundrað dagana 97 prósent Íslendinga eru ánægð með störf nýja forsetans. 19. desember 2016 09:47 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Sjá meira
Íslendingar í skýjunum með störf Guðna fyrstu hundrað dagana 97 prósent Íslendinga eru ánægð með störf nýja forsetans. 19. desember 2016 09:47