Yfirmenn vissir í sinni sök um aðkomu Rússa Lillý Valgerður Pétursdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 6. janúar 2017 08:45 James Clapper á fundi hermálanefndar öldungaþings Bandaríkjanna í gærkvöldi. Vísir/AFP Yfirmenn leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna telja sig hafa sannanir fyrir því að Rússar hafi staðið fyrir leka á fjölda tölvupósta Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum síðasta haust. James Clapper, einn yfirmannanna, fullyrti þetta þegar hann mætti fyrir þingnefnd Öldungadeildar Bandaríkjaþings í gær. Jafnframt sagði Clapper að Rússar hafi ekki aðeins staðið fyrir innbroti í tölvupóstana heldur einnig dreift áróðri og fölskum fréttum í því skyni að tryggja sigur Donlands Trump í kosningunum. Sérstök skýrsla um málið verður kynnt almenningi í næstu viku. Með þessu gerir Clapper lítið úr yfirlýsingum Trump sem hefur sagt að hann efist um að Rússar hafi á einhvern hátt reynt að beita sér í kosningunum. Hann tók einnig fram að engin leið væri fyrir bandarískar leyniþjónustur að sjá hvort að Rússar hefðu í raun haft áhrif á niðurstöður kosninganna. Talið er ólíklegt að í skýrslunni sem birt verður almenningi í næstu viku verði afgerandi sannanir um aðkomu rússnesku hakkaranna, en einungis hluti skýrslunnar verður birtur þar sem hún er leyndarmál. Öryggisfyrirtæki og sérfræðingar hafa þó verið sannfærðir um aðkomu Rússa að tölvuárásum gegn demókrötum og Hillary Clinton um margra mánaða skeið. „Ég tel að almenningur eigi að vita eins mikið um þetta mál og hægt er. Því munum við vera eins afdráttarlausir og við getum, en við erum að eiga við leynilegar og viðkvæmar heimildir og aðferðir,“ sagði Clapper.Trump hefur ítrekað hvorki viljað samþykkja að Rússar hafi gert tölvuárásir á tölvukerfi Demókrataflokksins og aðila sem tengjast framboði Hillary Clinton og að þeir hafi beitt sér til þess að hjálpa honum að vinna kosningarnar. Hann tísti um málið í gærkvöldi þar sem hann hélt áfram að draga þetta í efa. Trump hefur verið sakaður um að grafa undan trúverðugleika leyniþjónusta Bandaríkjanna með tístum sínum og ummælum. Trump mun þó funda með Clapper og John Brennan, yfirmanni CIA, í dag. Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um Trump í gær og sagði tími til kominn að hann yxi úr grasi. Hann sagði hættulegt að hafa verðandi forseta sem gagnrýndi leyniþjónustur Bandaríkjanna opinberlega með þessum hætti. Biden sagði einnig í viðtali sínu við PBS NewsHour að það væri gott og blessað að efast um upplýsingar og biðja um frekari útskýringar eða vera ósammála. Hins vegar hefði Trump haldið því fram opinberlega að hann vissi meira en leyniþjónusturnar. Það væri eins og að segja: „Ég veit meira um eðlisfræði en kennarinn minn. Ég las ekki bókina. Ég bara veit að ég veit meira.“Washington Post hefur heimildir fyrir því að Bandarískar leyniþjónustur hafi hlerað rússneska embættismenn fagna sigri Donald Trump yfir Hillary Clinton sem sigri fyrir Moskvu. Þeir hafi hrósað hvorum öðrum vegna niðurstöðunnar. Þá eru leyniþjónustur Bandaríkjanna sagðar hafa borið kennsl á þá aðila sem hafi komið gögnunum til Wikileaks þar sem þúsundir tölvupósta voru birtir. Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur þó neitað fyrir að stjórnvöld ríkis hafi útvegað honum gögnin. Þetta er sagt koma fram í leynilegri útgáfu skýrslunnar sem verður birt opinberlega í næstu viku. Barack Obama fékk skýrsluna í gær, auk annarra, og Trump mun fá hana í dag á fundi sínum með Clapper og Brennan. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bandaríkin reka 35 rússneska erindreka úr landi Barack Obama hefur tilkynnt refsiaðgerðir vegna tölvuárása Rússa. 29. desember 2016 20:05 Assange segist ekki hafa fengið gögnin frá stjórnvöldum ríkis Hann segir að 14 ára táningur hefði getað stolið póstum John Podesta, framkvæmdastjóra framboðs Hillary Clinton. 4. janúar 2017 13:45 Segja aðgerðir Obama beinast gegn Trump en ekki Putin Trump hefur ítrekað hvorki viljað samþykkja að Rússar hafi gert tölvuárásir á tölvukerfi Demókrataflokksins og aðila sem tengjast framboði Hillary Clinton og að þeir hafi beitt sér til þess að hjálpa honum að vinna kosningarnar. 2. janúar 2017 13:15 Trump hrósar „mjög snjöllum“ Putin Ljóst er að Trump á ekki samleið með hópi þingmanna Repúblikana sem segja ljóst að refsa þurfi Rússum frekar og koma í veg fyrir frekari afskipti þeirra og tölvuárásir. 30. desember 2016 21:00 Segja aðgerðirnar til marks um „óútreiknanlega og árásargjarna“ utanríkisstefnu Talsmaður Putin segir refsingar Bandaríkjanna gegn Rússlandi vera óréttlátar og ólöglegar. 29. desember 2016 21:45 Pútín hyggst ekki vísa bandarískum erindrekum úr landi Utanríkisráðherra Rússlands lagði í morgun til að 35 bandarískum erindrekum yrði vísað úr landi. 30. desember 2016 12:50 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Yfirmenn leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna telja sig hafa sannanir fyrir því að Rússar hafi staðið fyrir leka á fjölda tölvupósta Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum síðasta haust. James Clapper, einn yfirmannanna, fullyrti þetta þegar hann mætti fyrir þingnefnd Öldungadeildar Bandaríkjaþings í gær. Jafnframt sagði Clapper að Rússar hafi ekki aðeins staðið fyrir innbroti í tölvupóstana heldur einnig dreift áróðri og fölskum fréttum í því skyni að tryggja sigur Donlands Trump í kosningunum. Sérstök skýrsla um málið verður kynnt almenningi í næstu viku. Með þessu gerir Clapper lítið úr yfirlýsingum Trump sem hefur sagt að hann efist um að Rússar hafi á einhvern hátt reynt að beita sér í kosningunum. Hann tók einnig fram að engin leið væri fyrir bandarískar leyniþjónustur að sjá hvort að Rússar hefðu í raun haft áhrif á niðurstöður kosninganna. Talið er ólíklegt að í skýrslunni sem birt verður almenningi í næstu viku verði afgerandi sannanir um aðkomu rússnesku hakkaranna, en einungis hluti skýrslunnar verður birtur þar sem hún er leyndarmál. Öryggisfyrirtæki og sérfræðingar hafa þó verið sannfærðir um aðkomu Rússa að tölvuárásum gegn demókrötum og Hillary Clinton um margra mánaða skeið. „Ég tel að almenningur eigi að vita eins mikið um þetta mál og hægt er. Því munum við vera eins afdráttarlausir og við getum, en við erum að eiga við leynilegar og viðkvæmar heimildir og aðferðir,“ sagði Clapper.Trump hefur ítrekað hvorki viljað samþykkja að Rússar hafi gert tölvuárásir á tölvukerfi Demókrataflokksins og aðila sem tengjast framboði Hillary Clinton og að þeir hafi beitt sér til þess að hjálpa honum að vinna kosningarnar. Hann tísti um málið í gærkvöldi þar sem hann hélt áfram að draga þetta í efa. Trump hefur verið sakaður um að grafa undan trúverðugleika leyniþjónusta Bandaríkjanna með tístum sínum og ummælum. Trump mun þó funda með Clapper og John Brennan, yfirmanni CIA, í dag. Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um Trump í gær og sagði tími til kominn að hann yxi úr grasi. Hann sagði hættulegt að hafa verðandi forseta sem gagnrýndi leyniþjónustur Bandaríkjanna opinberlega með þessum hætti. Biden sagði einnig í viðtali sínu við PBS NewsHour að það væri gott og blessað að efast um upplýsingar og biðja um frekari útskýringar eða vera ósammála. Hins vegar hefði Trump haldið því fram opinberlega að hann vissi meira en leyniþjónusturnar. Það væri eins og að segja: „Ég veit meira um eðlisfræði en kennarinn minn. Ég las ekki bókina. Ég bara veit að ég veit meira.“Washington Post hefur heimildir fyrir því að Bandarískar leyniþjónustur hafi hlerað rússneska embættismenn fagna sigri Donald Trump yfir Hillary Clinton sem sigri fyrir Moskvu. Þeir hafi hrósað hvorum öðrum vegna niðurstöðunnar. Þá eru leyniþjónustur Bandaríkjanna sagðar hafa borið kennsl á þá aðila sem hafi komið gögnunum til Wikileaks þar sem þúsundir tölvupósta voru birtir. Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur þó neitað fyrir að stjórnvöld ríkis hafi útvegað honum gögnin. Þetta er sagt koma fram í leynilegri útgáfu skýrslunnar sem verður birt opinberlega í næstu viku. Barack Obama fékk skýrsluna í gær, auk annarra, og Trump mun fá hana í dag á fundi sínum með Clapper og Brennan.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bandaríkin reka 35 rússneska erindreka úr landi Barack Obama hefur tilkynnt refsiaðgerðir vegna tölvuárása Rússa. 29. desember 2016 20:05 Assange segist ekki hafa fengið gögnin frá stjórnvöldum ríkis Hann segir að 14 ára táningur hefði getað stolið póstum John Podesta, framkvæmdastjóra framboðs Hillary Clinton. 4. janúar 2017 13:45 Segja aðgerðir Obama beinast gegn Trump en ekki Putin Trump hefur ítrekað hvorki viljað samþykkja að Rússar hafi gert tölvuárásir á tölvukerfi Demókrataflokksins og aðila sem tengjast framboði Hillary Clinton og að þeir hafi beitt sér til þess að hjálpa honum að vinna kosningarnar. 2. janúar 2017 13:15 Trump hrósar „mjög snjöllum“ Putin Ljóst er að Trump á ekki samleið með hópi þingmanna Repúblikana sem segja ljóst að refsa þurfi Rússum frekar og koma í veg fyrir frekari afskipti þeirra og tölvuárásir. 30. desember 2016 21:00 Segja aðgerðirnar til marks um „óútreiknanlega og árásargjarna“ utanríkisstefnu Talsmaður Putin segir refsingar Bandaríkjanna gegn Rússlandi vera óréttlátar og ólöglegar. 29. desember 2016 21:45 Pútín hyggst ekki vísa bandarískum erindrekum úr landi Utanríkisráðherra Rússlands lagði í morgun til að 35 bandarískum erindrekum yrði vísað úr landi. 30. desember 2016 12:50 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Bandaríkin reka 35 rússneska erindreka úr landi Barack Obama hefur tilkynnt refsiaðgerðir vegna tölvuárása Rússa. 29. desember 2016 20:05
Assange segist ekki hafa fengið gögnin frá stjórnvöldum ríkis Hann segir að 14 ára táningur hefði getað stolið póstum John Podesta, framkvæmdastjóra framboðs Hillary Clinton. 4. janúar 2017 13:45
Segja aðgerðir Obama beinast gegn Trump en ekki Putin Trump hefur ítrekað hvorki viljað samþykkja að Rússar hafi gert tölvuárásir á tölvukerfi Demókrataflokksins og aðila sem tengjast framboði Hillary Clinton og að þeir hafi beitt sér til þess að hjálpa honum að vinna kosningarnar. 2. janúar 2017 13:15
Trump hrósar „mjög snjöllum“ Putin Ljóst er að Trump á ekki samleið með hópi þingmanna Repúblikana sem segja ljóst að refsa þurfi Rússum frekar og koma í veg fyrir frekari afskipti þeirra og tölvuárásir. 30. desember 2016 21:00
Segja aðgerðirnar til marks um „óútreiknanlega og árásargjarna“ utanríkisstefnu Talsmaður Putin segir refsingar Bandaríkjanna gegn Rússlandi vera óréttlátar og ólöglegar. 29. desember 2016 21:45
Pútín hyggst ekki vísa bandarískum erindrekum úr landi Utanríkisráðherra Rússlands lagði í morgun til að 35 bandarískum erindrekum yrði vísað úr landi. 30. desember 2016 12:50