Næsti formaður KSÍ hefur þrjár vikur til stefnu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. janúar 2017 14:45 Eitt þessara þriggja gæti verið næsti formaður KSÍ. Þau þurfa að tilkynna um framboð formlega til KSÍ í síðasta lagi 28. janúar. Vísir Frestur til að tilkynna kjör til formanns Knattspyrnusambands Íslands rennur út laugardaginn 28. janúar eða eftir rétt rúmar þrjár vikur. Óhætt er að segja að landslagið hafi gjörbreyst varðandi baráttuna um formannskjörið eftir að Geir Þorsteinsson, formaður frá árinu 2007, tilkynnti öllum að óvörum í gær að hann væri hættur við framboð sitt. Guðni Bergsson, fyrrverandi landsliðsmaður og atvinnumaður, tilkynnti framboð sitt um miðjan desember. Í ítarlegu viðtali við Vísi kom meðal annars fram að Guðni ætlar að þiggja laun fyrir starfið, sem í dag eru um ein og hálf milljón króna. Þá vilji hann nýjan þjóðarleikvang og breyta störfum landsliðsnefndar karla. Björn Einarsson, formaður Víkings og forstjóri TVG Ziemsen, hefur ýjað sterklega að framboði og á fréttastofa von á því að Björn tilkynni framboð sitt innan tíðar. Hann hefur sagst vilja breytt umhverfi hjá KSÍ, bæta ímynd sambandsins og ætlar ekki að þiggja laun verði hann kjörinn.Guðrún Inga og Halla útiloka ekkert Björn og Guðni hafa báðir kynnt sínar hugmyndir um formannsembætti KSÍ fyrir Íslenskum Toppfótbolta, samtökum félaganna í efstu deild karla sem formenn knattspyrnudeilda félaganna skipa.Þá segir Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður KSÍ og stjórnarmaður undanfarin tíu ár, ekki útiloka framboð til formanns í samtali við Fótbolta.net. Guðrún Inga yrði fyrsta konan til að gegna formannsstöðu hjá KSÍ frá stofnun en einu sinni hefur kona boðið sig fram til að gegna embættinu. Það var Halla Gunnarsdóttir árið 2007 en hún hefur sömuleiðis sagst ekki útiloka að bjóða sig fram á nýjan leik.Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir í símtali við Vísi sömuleiðis ekki útiloka neitt varðandi framboð frekar en nokkuð annað. Hún hafi þó ekki gengið með formannsdraum í maganum. Formaður KSÍ er kjörinn í atkvæðagreiðslu fulltrúa aðildafélagnna á ársþingi KSÍ. Félögin hafa mismörg atkvæði eftir því hvaða deildum þau spila. Þannig hafa félögin í efstu deild fjögur atkvæði en svo minni eftir því sem neðar er farið í deildarkeppninni. Í kringum 120-130 fulltrúar hafa greitt atkvæði á undanförnum ársþingum. Frestur til að skila tillögum að breytingum á lögum eða reglugerðum KSÍ rennur út miðvikudaginn 11. janúar.Frétt uppfærð klukkan 15:15 KSÍ Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Frestur til að tilkynna kjör til formanns Knattspyrnusambands Íslands rennur út laugardaginn 28. janúar eða eftir rétt rúmar þrjár vikur. Óhætt er að segja að landslagið hafi gjörbreyst varðandi baráttuna um formannskjörið eftir að Geir Þorsteinsson, formaður frá árinu 2007, tilkynnti öllum að óvörum í gær að hann væri hættur við framboð sitt. Guðni Bergsson, fyrrverandi landsliðsmaður og atvinnumaður, tilkynnti framboð sitt um miðjan desember. Í ítarlegu viðtali við Vísi kom meðal annars fram að Guðni ætlar að þiggja laun fyrir starfið, sem í dag eru um ein og hálf milljón króna. Þá vilji hann nýjan þjóðarleikvang og breyta störfum landsliðsnefndar karla. Björn Einarsson, formaður Víkings og forstjóri TVG Ziemsen, hefur ýjað sterklega að framboði og á fréttastofa von á því að Björn tilkynni framboð sitt innan tíðar. Hann hefur sagst vilja breytt umhverfi hjá KSÍ, bæta ímynd sambandsins og ætlar ekki að þiggja laun verði hann kjörinn.Guðrún Inga og Halla útiloka ekkert Björn og Guðni hafa báðir kynnt sínar hugmyndir um formannsembætti KSÍ fyrir Íslenskum Toppfótbolta, samtökum félaganna í efstu deild karla sem formenn knattspyrnudeilda félaganna skipa.Þá segir Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður KSÍ og stjórnarmaður undanfarin tíu ár, ekki útiloka framboð til formanns í samtali við Fótbolta.net. Guðrún Inga yrði fyrsta konan til að gegna formannsstöðu hjá KSÍ frá stofnun en einu sinni hefur kona boðið sig fram til að gegna embættinu. Það var Halla Gunnarsdóttir árið 2007 en hún hefur sömuleiðis sagst ekki útiloka að bjóða sig fram á nýjan leik.Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir í símtali við Vísi sömuleiðis ekki útiloka neitt varðandi framboð frekar en nokkuð annað. Hún hafi þó ekki gengið með formannsdraum í maganum. Formaður KSÍ er kjörinn í atkvæðagreiðslu fulltrúa aðildafélagnna á ársþingi KSÍ. Félögin hafa mismörg atkvæði eftir því hvaða deildum þau spila. Þannig hafa félögin í efstu deild fjögur atkvæði en svo minni eftir því sem neðar er farið í deildarkeppninni. Í kringum 120-130 fulltrúar hafa greitt atkvæði á undanförnum ársþingum. Frestur til að skila tillögum að breytingum á lögum eða reglugerðum KSÍ rennur út miðvikudaginn 11. janúar.Frétt uppfærð klukkan 15:15
KSÍ Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira