Öfundargenið Torfi H. Tulinius skrifar 4. janúar 2017 07:00 Íslensk valdastétt hefur staðið af sér Panamahneykslið. Það tókst að vekja þjóðina um stund þegar ljóstrað var upp um yfir 600 íslensk nöfn í gögnunum frá Mossack Fonseca og að auðugir Íslendingar blygðuðust sín almennt ekki fyrir að skjóta fjármunum undan skatti. Æðstu ráðamenn voru, ýmist þeir sjálfir eða makar þeirra, með einum eða öðrum hætti viðriðnir aflandsfélög: forsætisráðherra, fjármálaráðherra, innanríkisráðherra og sjálfur forsetinn. Allt kom fyrir ekki, því þótt pólitísku lífi forsætisráðherra fyrrverandi virðist að mestu lokið og ferli fráfarandi forseta lauk á þessari nótu, mun fjármálaráðherrann, Bjarni Benediktsson, líklega bráðum stýra landinu, studdur af náfrænda sínum úr sömu valdastétt. Aflandsfélög eru skaðleg. Miklum verðmætum sem verða til af striti fjöldans og nýtingu auðlinda sem ýmist eru eða ættu að vera í eigu almennings er komið undan. Þau gagnast því ekki til að þróa samfélögin til betri vegar, hlúa að heilbrigði, menntun, velferð og gera einstaklingum kleift að eflast og þroskast. Ekki hefur tekist að mynda ríkisstjórn án þeirra flokka þar sem báðir formennirnir voru nefndir í Panamaskjölunum. Látið er að því liggja að það sé vegna þess að VG sé klofið milli sjónarmiða landsbyggðar og höfuðborgar og að formann flokksins, Katrínu Jakobsdóttur, skorti myndugleika til að gera þær málamiðlanir sem þurfi. Ástæða er til að efast um þessa skýringu því allt annað blasir við: auðmannastéttin er um það bil að ná aftur tökum á samfélaginu, án þess að gera upp við spillta fortíð sína og með aðstoð Bjartrar framtíðar. Viðræður um stjórn án Panamaflokkanna munu hafa strandað á að Viðreisn sætti sig ekki við hækkanir á eigna- og fjármagnssköttum. Þó lá fyrir að ríkið þyrfti að auka tekjur sínar til að endurreisa heilbrigðiskerfið og aðrar stoðir siðmenntaðs og framsækins samfélags. Einnig er ljóst að það nægir að taka upp skattkerfi sem líkist því norska til að endar nái saman hér. Í Noregi greiða menn 28% skatt á fjármagnstekjur og eignaskatt. Þó er hægri stjórn þar við völd. Íslensk auðmannastétt er því sérlega forhert í hagsmunagæslu sinni. Þetta lýsir sér e.t.v. í orði sem þingmaður Viðreisnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, greip til undir lok viðtals á Útvarpi Sögu 30. des. sl. Um útvegsmenn sem tregðast við að greiða eðlilegt afnotagjald af sameiginlegri auðlind okkar talaði hún af virðingu en sakaði þó um þrjósku. Um þau stjórnmálaöfl sem krefjast auðlindarentu notaði hún orðið „öfundargen“. Orðið ber með sér að öfund sé sumu fólki eðlislæg. Það gefur í skyn að krafan um að auðnum sé skipt af meiri skynsemi og réttlæti sé siðferðislega ámælisverð. Með orðinu virðist þingmaður Viðreisnar opinbera viðhorf valdastéttarinnar til þeirra sem vilja betra, réttlátara og framsæknara samfélag: þeir lúta stjórn öfundargensins og því ekkert mark á þeim takandi. Það vekur furðu að þingmenn Bjartrar framtíðar skuli vilja stuðla að Viðreisn valdastéttar. Aðrir kostir hljóta að vera betri.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Íslensk valdastétt hefur staðið af sér Panamahneykslið. Það tókst að vekja þjóðina um stund þegar ljóstrað var upp um yfir 600 íslensk nöfn í gögnunum frá Mossack Fonseca og að auðugir Íslendingar blygðuðust sín almennt ekki fyrir að skjóta fjármunum undan skatti. Æðstu ráðamenn voru, ýmist þeir sjálfir eða makar þeirra, með einum eða öðrum hætti viðriðnir aflandsfélög: forsætisráðherra, fjármálaráðherra, innanríkisráðherra og sjálfur forsetinn. Allt kom fyrir ekki, því þótt pólitísku lífi forsætisráðherra fyrrverandi virðist að mestu lokið og ferli fráfarandi forseta lauk á þessari nótu, mun fjármálaráðherrann, Bjarni Benediktsson, líklega bráðum stýra landinu, studdur af náfrænda sínum úr sömu valdastétt. Aflandsfélög eru skaðleg. Miklum verðmætum sem verða til af striti fjöldans og nýtingu auðlinda sem ýmist eru eða ættu að vera í eigu almennings er komið undan. Þau gagnast því ekki til að þróa samfélögin til betri vegar, hlúa að heilbrigði, menntun, velferð og gera einstaklingum kleift að eflast og þroskast. Ekki hefur tekist að mynda ríkisstjórn án þeirra flokka þar sem báðir formennirnir voru nefndir í Panamaskjölunum. Látið er að því liggja að það sé vegna þess að VG sé klofið milli sjónarmiða landsbyggðar og höfuðborgar og að formann flokksins, Katrínu Jakobsdóttur, skorti myndugleika til að gera þær málamiðlanir sem þurfi. Ástæða er til að efast um þessa skýringu því allt annað blasir við: auðmannastéttin er um það bil að ná aftur tökum á samfélaginu, án þess að gera upp við spillta fortíð sína og með aðstoð Bjartrar framtíðar. Viðræður um stjórn án Panamaflokkanna munu hafa strandað á að Viðreisn sætti sig ekki við hækkanir á eigna- og fjármagnssköttum. Þó lá fyrir að ríkið þyrfti að auka tekjur sínar til að endurreisa heilbrigðiskerfið og aðrar stoðir siðmenntaðs og framsækins samfélags. Einnig er ljóst að það nægir að taka upp skattkerfi sem líkist því norska til að endar nái saman hér. Í Noregi greiða menn 28% skatt á fjármagnstekjur og eignaskatt. Þó er hægri stjórn þar við völd. Íslensk auðmannastétt er því sérlega forhert í hagsmunagæslu sinni. Þetta lýsir sér e.t.v. í orði sem þingmaður Viðreisnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, greip til undir lok viðtals á Útvarpi Sögu 30. des. sl. Um útvegsmenn sem tregðast við að greiða eðlilegt afnotagjald af sameiginlegri auðlind okkar talaði hún af virðingu en sakaði þó um þrjósku. Um þau stjórnmálaöfl sem krefjast auðlindarentu notaði hún orðið „öfundargen“. Orðið ber með sér að öfund sé sumu fólki eðlislæg. Það gefur í skyn að krafan um að auðnum sé skipt af meiri skynsemi og réttlæti sé siðferðislega ámælisverð. Með orðinu virðist þingmaður Viðreisnar opinbera viðhorf valdastéttarinnar til þeirra sem vilja betra, réttlátara og framsæknara samfélag: þeir lúta stjórn öfundargensins og því ekkert mark á þeim takandi. Það vekur furðu að þingmenn Bjartrar framtíðar skuli vilja stuðla að Viðreisn valdastéttar. Aðrir kostir hljóta að vera betri.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun