Þjóðarbúið orðið af tíu milljörðum vegna verkfalls sjómanna Höskuldur Kári Schram skrifar 3. janúar 2017 18:45 Tapaðar útflutningstekjur vegna verkfalls sjómanna nema rúmum tíu milljörðum króna að mati framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Fisksalar segja að ástandið sé orðið afar erfitt en verð á algengum fisktegundum hefur margfaldast á undanförnum vikum. Verkfall sjómanna hefur nú staðið yfir í tæpar þrjár vikur og afleiðingar þess eru nú byrjaðar að segja til sín. Togararnir liggja verkefnalausir við bryggju, fiskvinnslufyrirtæki víða um land glíma við hráefnisskort og mörg hundruð manns hafa misst vinnuna. Verð á algengum fisktegundum á innanlandsmörkuðum hefur margfaldast á síðustu vikum. Kristján Berg Ásgeirsson eigandi fiskverslunarinnar Fiskikóngsins, sem selur bæði til einstaklinga og fyrirtækja, segir að staðan sé orðin mjög erfið. „Maður borgar 100 til 200 krónum meira fyrir kílóið. Í mínu fyrirtæki þurfum við 4 til 5 tonn á dag og þá er þetta fljótt að telja,“ segir Kristján Berg. Ekkert hefur verið fundað í deilunni frá því fyrir jól en næsti samningafundur hefur verið boðaður á fimmtudag. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir að þjóðarbúið hafi nú þegar orðið af milljarða tekjum vegna verkfalllsins. „Verkfallið er að sjálfsögðu neyðarúrræði því það mun alltaf leiða til tjóns. Í útflutningsgrein þar sem menn hafa í ár og áratugi verið að byggja upp markaði, og ferskfiskmarkaður er orðinn okkar aðalmarkaður, þá erum við að gera ráð fyrir þetta séu um 500 milljónir á hverjum einasta degi í töpuðum útflutningstekjum,“ segir Heiðrún. Verkfall sjómanna Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira
Tapaðar útflutningstekjur vegna verkfalls sjómanna nema rúmum tíu milljörðum króna að mati framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Fisksalar segja að ástandið sé orðið afar erfitt en verð á algengum fisktegundum hefur margfaldast á undanförnum vikum. Verkfall sjómanna hefur nú staðið yfir í tæpar þrjár vikur og afleiðingar þess eru nú byrjaðar að segja til sín. Togararnir liggja verkefnalausir við bryggju, fiskvinnslufyrirtæki víða um land glíma við hráefnisskort og mörg hundruð manns hafa misst vinnuna. Verð á algengum fisktegundum á innanlandsmörkuðum hefur margfaldast á síðustu vikum. Kristján Berg Ásgeirsson eigandi fiskverslunarinnar Fiskikóngsins, sem selur bæði til einstaklinga og fyrirtækja, segir að staðan sé orðin mjög erfið. „Maður borgar 100 til 200 krónum meira fyrir kílóið. Í mínu fyrirtæki þurfum við 4 til 5 tonn á dag og þá er þetta fljótt að telja,“ segir Kristján Berg. Ekkert hefur verið fundað í deilunni frá því fyrir jól en næsti samningafundur hefur verið boðaður á fimmtudag. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir að þjóðarbúið hafi nú þegar orðið af milljarða tekjum vegna verkfalllsins. „Verkfallið er að sjálfsögðu neyðarúrræði því það mun alltaf leiða til tjóns. Í útflutningsgrein þar sem menn hafa í ár og áratugi verið að byggja upp markaði, og ferskfiskmarkaður er orðinn okkar aðalmarkaður, þá erum við að gera ráð fyrir þetta séu um 500 milljónir á hverjum einasta degi í töpuðum útflutningstekjum,“ segir Heiðrún.
Verkfall sjómanna Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira