Sara Björk á meðal 50 bestu fótboltakvenna heims Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. janúar 2017 08:00 Sara Björk Gunnarsdóttir er enn í Meistaradeildinni með Wolfsburg. vísir/getty Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, er í 46. sæti á lista The Offside Rule (We get it!)-hlaðvarpsins yfir 100 bestu fótboltakonur heims árið 2016. Þrjátíu sérfræðingar (leikmenn, þjálfarar, fréttamenn, fyrrverandi leikmenn og fleiri) voru fengnir til að kveða upp sinn dóm og úr varð 100 kvenna listi sem birtur var í desember á heimasíðu þessa gríðarlega vinsæla hlaðvarpsþáttar. Sara Björk, sem leikur með stórliðinu Wolfsburg í Þýskalandi, er eini Íslendingurinn á listanum en hún fékk 254 stig í kjörinu. Ein af þeim 30 sem kaus er Ana Cate, landsliðskona Níkaragva, en hún leikur með Stjörnunni í Pepsi-deild kvenna. „Gunnarsdóttir er orðin lykilmaður í íslenska landsliðinu og var fengin til Wolfsburg í Þýskalandi eftir að spila vel með Rosengård í Svíþjóð. Þar sem Wolfsburg er enn í Meistaradeildinni gæti árið 2017 líka orðið mjög gott hjá Gunnarsdóttur og við gætum séð mun meira af henni,“ segir í umsögn um miðjukonuna mögnuðu úr Hafnarfirðinum. Sara Björk, sem verður 27 ára á árinu er á leið á sitt þriðja stórmót með íslenska landsliðinu en það verður á EM 2017 í Hollandi í sumar. Þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára gömul á Sara Björk aðeins tvo leiki í hundrað en hún er búin að spila 98 landsleiki fyrir Ísland, þann fyrsta aðeins 16 ára gömul árið 2007. Ada Hegerberg frá Noregi er besta fótboltakona heims samkvæmt úttekt The Offside Rule en hin brasilíska Marta, fyrrverandi samherji Söru Bjarkar hjá Rosengård, er í öðru sæti og Melanie Behringer frá Þýskalandi er sú þriðja besta í heimi. The Offsie Rule-hlaðvarpið er eingöngu rekið af konum en þrjár af fremstu íþróttafréttakonum Bretlands; Linsey Hooper (BBC), Haylay McQueen (Sky Sports) og Kait Borsay, stofnuðu það og sjá um þáttinn. Hlaðvarpið fékk verðlaun sem það besta í boltanum á Football Blogging Awards árið 2015. EM 2017 í Hollandi Fréttir ársins 2016 Mest lesið Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, er í 46. sæti á lista The Offside Rule (We get it!)-hlaðvarpsins yfir 100 bestu fótboltakonur heims árið 2016. Þrjátíu sérfræðingar (leikmenn, þjálfarar, fréttamenn, fyrrverandi leikmenn og fleiri) voru fengnir til að kveða upp sinn dóm og úr varð 100 kvenna listi sem birtur var í desember á heimasíðu þessa gríðarlega vinsæla hlaðvarpsþáttar. Sara Björk, sem leikur með stórliðinu Wolfsburg í Þýskalandi, er eini Íslendingurinn á listanum en hún fékk 254 stig í kjörinu. Ein af þeim 30 sem kaus er Ana Cate, landsliðskona Níkaragva, en hún leikur með Stjörnunni í Pepsi-deild kvenna. „Gunnarsdóttir er orðin lykilmaður í íslenska landsliðinu og var fengin til Wolfsburg í Þýskalandi eftir að spila vel með Rosengård í Svíþjóð. Þar sem Wolfsburg er enn í Meistaradeildinni gæti árið 2017 líka orðið mjög gott hjá Gunnarsdóttur og við gætum séð mun meira af henni,“ segir í umsögn um miðjukonuna mögnuðu úr Hafnarfirðinum. Sara Björk, sem verður 27 ára á árinu er á leið á sitt þriðja stórmót með íslenska landsliðinu en það verður á EM 2017 í Hollandi í sumar. Þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára gömul á Sara Björk aðeins tvo leiki í hundrað en hún er búin að spila 98 landsleiki fyrir Ísland, þann fyrsta aðeins 16 ára gömul árið 2007. Ada Hegerberg frá Noregi er besta fótboltakona heims samkvæmt úttekt The Offside Rule en hin brasilíska Marta, fyrrverandi samherji Söru Bjarkar hjá Rosengård, er í öðru sæti og Melanie Behringer frá Þýskalandi er sú þriðja besta í heimi. The Offsie Rule-hlaðvarpið er eingöngu rekið af konum en þrjár af fremstu íþróttafréttakonum Bretlands; Linsey Hooper (BBC), Haylay McQueen (Sky Sports) og Kait Borsay, stofnuðu það og sjá um þáttinn. Hlaðvarpið fékk verðlaun sem það besta í boltanum á Football Blogging Awards árið 2015.
EM 2017 í Hollandi Fréttir ársins 2016 Mest lesið Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Sjá meira