Krefjast gæsluvarðhalds yfir Grænlendingunum þremur Snærós Sindradóttir og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 19. janúar 2017 06:00 Þrír skipverjar voru leiddir frá borði Polar Nanoq um miðnætti. Þeir voru færðir til yfirheyrslu á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Vísir/Jóhann Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir þremur sjómönnum sem grunaðir eru um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur síðar í dag. Samkvæmt lögum ber lögreglu að krefjast gæsluvarðhalds yfir tveimur mannanna fyrir hádegi í dag og einum þeirra síðar í kvöld, ellegar verður að sleppa þeim. Grænlenski togarinn Polar Nanoq kom til hafnar í Hafnarfirði laust upp úr ellefu í gærkvöldi. Þrír skipverjar voru leiddir út úr bátnum í járnum og færðir í lögreglubíla. Allir eru þeir grunaðir um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur. Ekkert hefur spurst til hennar síðan um aðfaranótt laugardags. Fjöldi bíla var við hafnarbakkann þegar Polar Nanoq kom á svæðið, þar af voru að minnsta kosti sextán lögreglubílar. Einnig var búið að reisa girðingar og vegartálma til að halda almenningi og fjölmiðlum í fjarlægð frá skipinu.Tóku stjórn á skipinu Mennirnir þrír verða leiddir fyrir héraðsdóm í dag þar sem lögregla mun fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Tveir þeirra voru handteknir um borð í Polar Nanoq um hádegisbil í gær þegar sex sérsveitarmenn fóru um borð í togarann. Sá þriðji var handtekinn nokkru seinna, þó einnig þegar hann var um borð í skipinu. Þegar um borð í skipið var komuð tóku sérsveitarmenn yfir stjórn skipsins. Þá var það um það bil níutíu sjómílur suðvestur af landinu. Aðrir í áhöfninni eru frjálsir ferða sinna en lögregla mun taka skýrslu af þeim. Þrátt fyrir girðinguna voru allnokkrir mættir á hafnarsvæðið í gær til þess að fylgjast með gangi máli. „Við ætluðum að koma hingað og fylgjast með því þegar skipið kemur. Það er náttúrulega ekki hægt að komast mjög nálægt en við sjáum þó eitthvað í það,“ sagði Dagur Hjálmarsson á hafnarsvæðinu í gær. Með honum í för var Jakob Kristján Þrastarson. Þeir sögðust hafa miklar áhyggjur af málinu. Jafnframt sögðust þeir hafa lesið hvern bókstaf sem fjölmiðlar hafa skrifað um málið. Báðir voru þeir staddir á veitingastaðnum Nora Magasin, líkt og Birna, á föstudagskvöld og urðu hennar varir þar. Þeir eiga sameiginlega vini með Birnu. Hrædd og áhyggjufull „Besta vinkona Birnu er fín vinkona mín. Ég hef tekið þetta svolítið nærri mér og mér líður illa yfir þessu,“ sagði Jakob. Dagný Guðmundsdóttir og Bergur Hrafn Jónsson voru einnig stödd á hafnarsvæðinu í gær. Líkt og Dagur og Jakob þekkja þau Birnu ekki en eiga sameiginlega vini. Dagný sagði þau vera á svæðinu af umhyggju. „Við erum rosalega hrædd um Birnu og líkt og þjóðinni allri liggur okkur á að vita hvar hún er,“ sagði Dagný enn fremur. „Þetta er svo óvenjulegt. Þetta gerist ekki oft hér. Það er töluvert langt síðan það var svona stórt mannhvarfsmál á Íslandi. Ég var ekki einu sinni fæddur þá,“ sagði Bergur. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipverjarnir leiddir í land og á leið í yfirheyrslu 19. janúar 2017 00:01 Yfirheyrslur yfir mönnunum þremur að hefjast Skipverjarnir þrír eru komnir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. 19. janúar 2017 00:39 Fjölmargir fylgdu lögreglu eftir niður á Hverfisgötu Einn fór inn fyrir afgirt svæði og smellti af mynd. 19. janúar 2017 00:57 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Sjá meira
Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir þremur sjómönnum sem grunaðir eru um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur síðar í dag. Samkvæmt lögum ber lögreglu að krefjast gæsluvarðhalds yfir tveimur mannanna fyrir hádegi í dag og einum þeirra síðar í kvöld, ellegar verður að sleppa þeim. Grænlenski togarinn Polar Nanoq kom til hafnar í Hafnarfirði laust upp úr ellefu í gærkvöldi. Þrír skipverjar voru leiddir út úr bátnum í járnum og færðir í lögreglubíla. Allir eru þeir grunaðir um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur. Ekkert hefur spurst til hennar síðan um aðfaranótt laugardags. Fjöldi bíla var við hafnarbakkann þegar Polar Nanoq kom á svæðið, þar af voru að minnsta kosti sextán lögreglubílar. Einnig var búið að reisa girðingar og vegartálma til að halda almenningi og fjölmiðlum í fjarlægð frá skipinu.Tóku stjórn á skipinu Mennirnir þrír verða leiddir fyrir héraðsdóm í dag þar sem lögregla mun fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Tveir þeirra voru handteknir um borð í Polar Nanoq um hádegisbil í gær þegar sex sérsveitarmenn fóru um borð í togarann. Sá þriðji var handtekinn nokkru seinna, þó einnig þegar hann var um borð í skipinu. Þegar um borð í skipið var komuð tóku sérsveitarmenn yfir stjórn skipsins. Þá var það um það bil níutíu sjómílur suðvestur af landinu. Aðrir í áhöfninni eru frjálsir ferða sinna en lögregla mun taka skýrslu af þeim. Þrátt fyrir girðinguna voru allnokkrir mættir á hafnarsvæðið í gær til þess að fylgjast með gangi máli. „Við ætluðum að koma hingað og fylgjast með því þegar skipið kemur. Það er náttúrulega ekki hægt að komast mjög nálægt en við sjáum þó eitthvað í það,“ sagði Dagur Hjálmarsson á hafnarsvæðinu í gær. Með honum í för var Jakob Kristján Þrastarson. Þeir sögðust hafa miklar áhyggjur af málinu. Jafnframt sögðust þeir hafa lesið hvern bókstaf sem fjölmiðlar hafa skrifað um málið. Báðir voru þeir staddir á veitingastaðnum Nora Magasin, líkt og Birna, á föstudagskvöld og urðu hennar varir þar. Þeir eiga sameiginlega vini með Birnu. Hrædd og áhyggjufull „Besta vinkona Birnu er fín vinkona mín. Ég hef tekið þetta svolítið nærri mér og mér líður illa yfir þessu,“ sagði Jakob. Dagný Guðmundsdóttir og Bergur Hrafn Jónsson voru einnig stödd á hafnarsvæðinu í gær. Líkt og Dagur og Jakob þekkja þau Birnu ekki en eiga sameiginlega vini. Dagný sagði þau vera á svæðinu af umhyggju. „Við erum rosalega hrædd um Birnu og líkt og þjóðinni allri liggur okkur á að vita hvar hún er,“ sagði Dagný enn fremur. „Þetta er svo óvenjulegt. Þetta gerist ekki oft hér. Það er töluvert langt síðan það var svona stórt mannhvarfsmál á Íslandi. Ég var ekki einu sinni fæddur þá,“ sagði Bergur.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipverjarnir leiddir í land og á leið í yfirheyrslu 19. janúar 2017 00:01 Yfirheyrslur yfir mönnunum þremur að hefjast Skipverjarnir þrír eru komnir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. 19. janúar 2017 00:39 Fjölmargir fylgdu lögreglu eftir niður á Hverfisgötu Einn fór inn fyrir afgirt svæði og smellti af mynd. 19. janúar 2017 00:57 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Sjá meira
Yfirheyrslur yfir mönnunum þremur að hefjast Skipverjarnir þrír eru komnir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. 19. janúar 2017 00:39
Fjölmargir fylgdu lögreglu eftir niður á Hverfisgötu Einn fór inn fyrir afgirt svæði og smellti af mynd. 19. janúar 2017 00:57
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?