Ágreiningur uppi í aðdraganda nýs þings Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. janúar 2017 07:00 Fyrsti þingdagur eftir jólaleyfi verður jafnframt fyrsti þingdagurinn eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum. vísir/anton brink Alþingi kemur saman á þriðjudag í næstu viku eftir rúmlega mánaðarlangt jólaleyfi. Við hefðbundin þingstörf bætist að kjósa þarf nýjan forseta Alþingis, sem meirihluti þingmanna Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hefur komið sér saman um að verði Unnur Brá Konráðsdóttir. Þá þarf að kjósa í nefndir og formenn nefnda. Steingrímur J. Sigfússon, starfandi forseti Alþingis, segir að dagskrá fyrsta fundardags liggi nokkuð klár fyrir en ekki sé hægt að upplýsa um hana opinberlega fyrr en hann hafi fundað með formönnum flokka.Pawel BartoszekStrax í aðdraganda fyrsta þingfundar er útlit fyrir að þingstörf hefjist í ágreiningi. Í fyrsta lagi er ósamkomulag um það hvernig skipta eigi formennsku í fastanefndum Alþingis milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Greint hefur verið frá því að meirihlutinn geri tilkall til sex formannssæta og að stjórnarandstaðan fái formennsku í velferðarnefnd og svo stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Þingskaparlög gera ráð fyrir að formenn þingflokkanna komi sér saman um niðurstöðu í þessum efnum. Þeir hittust í gær til að fara yfir stöðuna en samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins náðist ekki samkomulag. Þingskaparlögin gera ráð fyrir að í slíkum aðstæðum kjósi nefndirnar sjálfar formannTheódóra S. ÞorsteinsdóttirÞá hefur Bjarni Benediktsson forsætisráðherra valdið minnihluta í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis vonbrigðum með því að afþakka boð á fund sem á að fara fram á föstudaginn. „Þetta er allt voðalega óheppilegt svo maður segi það nú bara. Það er mjög vont hvernig andinn er þegar þingið fer af stað,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG og nefndarmaður. Hún segir nefndinni hafa borist orðsending um að Bjarni færi ekki á fundinn með þeim skýringum að hann væri þegar búinn að tjá sig um málið opinberlega. „Ég hefði talið eðlilegt að ráðherra ætti samskipti beint við nefndina en ekki bara í gegnum fjölmiðla.“ Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, tekur undir með Katrínu: „Mér finnst að Bjarni eigi að mæta.“ Theodóra S. Þorsteinsdóttir, nýr þingmaður Bjartrar framtíðar, hafði ekki heyrt af ákvörðun Bjarna og gat því ekki tjáð sig um hana.Katrín JakobsdóttirHún segist þó hafa miklar væntingar til komandi þings. „Ég vænti þess að við náum að vinna vel saman til að ná betri árangri. Auðvitað hlakka ég til að fara að vinna efnislega að þeim málum sem eru í þessum stjórnarsáttmála. Það er mjög margt gott í honum og margt sem Björt framtíð stefnir að,“ segir hún. Í fjölmiðlum hefur verið rætt um að þeir þingmenn Bjartrar framtíðar sem tóku ráðherrasæti segi af sér þingmennsku svo þingmenn eigi betri kost á að sinna vinnu í fastanefndum. Theodóra segist ekki gera ráð fyrir að af þessu verði. „Við höldum þessu bara svona,“ segir Theodóra og bætir við að þeir þingmenn flokksins sem ekki skipa ráðherrasæti verði einfaldlega að sýna hvað í þeim býr. Ráðgert er að stefnuræða ráðherra verði flutt fljótlega eftir fyrsta þingfundardag, jafnvel í næstu viku. Á sama tíma verður þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar birt opinberlega.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gagnrýna að borgin eigi Höfða Viðskiptaráð Íslands birti í gær samantekt á markaðshlutdeild Malbikunarstöðvarinnar Höfða, sem Reykjavíkurborg á auk þess að skipa í stjórn fyrirtækisins. 19. janúar 2017 07:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Alþingi kemur saman á þriðjudag í næstu viku eftir rúmlega mánaðarlangt jólaleyfi. Við hefðbundin þingstörf bætist að kjósa þarf nýjan forseta Alþingis, sem meirihluti þingmanna Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hefur komið sér saman um að verði Unnur Brá Konráðsdóttir. Þá þarf að kjósa í nefndir og formenn nefnda. Steingrímur J. Sigfússon, starfandi forseti Alþingis, segir að dagskrá fyrsta fundardags liggi nokkuð klár fyrir en ekki sé hægt að upplýsa um hana opinberlega fyrr en hann hafi fundað með formönnum flokka.Pawel BartoszekStrax í aðdraganda fyrsta þingfundar er útlit fyrir að þingstörf hefjist í ágreiningi. Í fyrsta lagi er ósamkomulag um það hvernig skipta eigi formennsku í fastanefndum Alþingis milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Greint hefur verið frá því að meirihlutinn geri tilkall til sex formannssæta og að stjórnarandstaðan fái formennsku í velferðarnefnd og svo stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Þingskaparlög gera ráð fyrir að formenn þingflokkanna komi sér saman um niðurstöðu í þessum efnum. Þeir hittust í gær til að fara yfir stöðuna en samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins náðist ekki samkomulag. Þingskaparlögin gera ráð fyrir að í slíkum aðstæðum kjósi nefndirnar sjálfar formannTheódóra S. ÞorsteinsdóttirÞá hefur Bjarni Benediktsson forsætisráðherra valdið minnihluta í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis vonbrigðum með því að afþakka boð á fund sem á að fara fram á föstudaginn. „Þetta er allt voðalega óheppilegt svo maður segi það nú bara. Það er mjög vont hvernig andinn er þegar þingið fer af stað,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG og nefndarmaður. Hún segir nefndinni hafa borist orðsending um að Bjarni færi ekki á fundinn með þeim skýringum að hann væri þegar búinn að tjá sig um málið opinberlega. „Ég hefði talið eðlilegt að ráðherra ætti samskipti beint við nefndina en ekki bara í gegnum fjölmiðla.“ Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, tekur undir með Katrínu: „Mér finnst að Bjarni eigi að mæta.“ Theodóra S. Þorsteinsdóttir, nýr þingmaður Bjartrar framtíðar, hafði ekki heyrt af ákvörðun Bjarna og gat því ekki tjáð sig um hana.Katrín JakobsdóttirHún segist þó hafa miklar væntingar til komandi þings. „Ég vænti þess að við náum að vinna vel saman til að ná betri árangri. Auðvitað hlakka ég til að fara að vinna efnislega að þeim málum sem eru í þessum stjórnarsáttmála. Það er mjög margt gott í honum og margt sem Björt framtíð stefnir að,“ segir hún. Í fjölmiðlum hefur verið rætt um að þeir þingmenn Bjartrar framtíðar sem tóku ráðherrasæti segi af sér þingmennsku svo þingmenn eigi betri kost á að sinna vinnu í fastanefndum. Theodóra segist ekki gera ráð fyrir að af þessu verði. „Við höldum þessu bara svona,“ segir Theodóra og bætir við að þeir þingmenn flokksins sem ekki skipa ráðherrasæti verði einfaldlega að sýna hvað í þeim býr. Ráðgert er að stefnuræða ráðherra verði flutt fljótlega eftir fyrsta þingfundardag, jafnvel í næstu viku. Á sama tíma verður þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar birt opinberlega.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gagnrýna að borgin eigi Höfða Viðskiptaráð Íslands birti í gær samantekt á markaðshlutdeild Malbikunarstöðvarinnar Höfða, sem Reykjavíkurborg á auk þess að skipa í stjórn fyrirtækisins. 19. janúar 2017 07:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Gagnrýna að borgin eigi Höfða Viðskiptaráð Íslands birti í gær samantekt á markaðshlutdeild Malbikunarstöðvarinnar Höfða, sem Reykjavíkurborg á auk þess að skipa í stjórn fyrirtækisins. 19. janúar 2017 07:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent