Íslensk lögregluyfirvöld mega ekki fara í aðgerðir í Polar Nanoq utan landhelgi Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 18. janúar 2017 17:04 Á kortinu má sjá staðsetningu Polar Nanoq og Triton og nálægð skipanna við íslenska landhelgi. vísir/garðar Grænlenski togarinn Polar Nanoq er kominn í námunda við íslenska landhelgi en áætlað er að hann komi til hafnar í Hafnarfirði um klukkan 23 í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá hafnarstjóra þar. Togarinn er á leið til landsins þar sem grunur leikur á því að skipverjar um borð kunni að hafa upplýsingar um ferðir Birnu Brjánsdóttur sem hefur verið saknað síðan á aðfaranótt laugardags. Íslensk yfirvöld óskuðu í gær eftir aðstoð danska herskipsins Triton sem var skammt utan landhelgi Íslands um kvöldmatarleytið í gær. Síðan þá hefur ekki verið hægt að staðsetja skipið.Triton haft nægan tíma til að fara til móts við Polar Nanoq Um 18 klukkustundir eru síðan Polar Nanoq sneri við og hélt af stað áleiðis til Íslands. Um klukkan 15:30 í dag var hann á um tólf hnúta hraða* samkvæmt skipastaðsetningarforritinu FindShip Pro. Klukkan 17:05 hafði togarinn ekki færst úr stað samkvæmt forritinu og var enn á sama hniti og einum og hálfum tíma fyrr. Eins og sést á kortinu hér að ofan er togarinn enn utan landhelgi Íslands. Landhelgin er afmörkuð af línu sem alls staðar er 12 sjómílur frá grunnlínu sem dregin er á milli 38 staða sem tilgreindir eru í lögum landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunn. Samkvæmt lögum og alþjóðasamningum mega íslensk yfirvöld ekki fara um borð í Polar Nanoq til að handtaka menn, framkvæma leit eða aðrar aðgerðir fyrr en skipið er komið inn í íslenska landhelgi eða ef fánaríki skipsins heimilar slíkt. Auk þess getur skipstjórinn heimilað að íslensk löggæsluyfirvöld fari um borð.Óljóst hvort og hversu margir sérsveitarmenn eru um borð í Triton Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að íslenskir sérsveitarmenn hafi í gær farið með þyrlu Landhelgisgæslunnar um borð í Triton. Í hádeginu í dag fór þyrlan svo aftur af stað með sérsveitarmenn frá Reykjavíkurflugvelli en ekkert fæst uppgefið um ferðir þyrlunnar. Hún lenti svo aftur í Reykjavík klukkan 14:13 en farið var með þyrluna beint inn í flugskýli án þess að nokkur færi frá borði. Engar upplýsingar liggja því fyrir hvort að sérsveitarmennirnir hafi komið til baka með þyrlunni eða einhverjir aðrir. Þá hefur lögregla ekki viljað veita neinar upplýsingar um rannsókn málsins eða mögulegar aðgerðir sínar á hafi úti. *Einn hnútur svarar til einnar sjómílu sem er 1,85 kílómetrar. Skip sem siglir á tólf hnúta hraða fer tólf sjómílur á klukkustund eða sem svarar til um 22 kílómetra á klukkustund. Fréttin var uppfærð klukkan 17:21 með nýjustu upplýsingum um staðsetningu grænlenska togarans. Fréttin var uppfærð klukkan 18:13. Fyrirsögninni var breytt og uppfærð með upplýsingum er varða hvað íslensk lögregluyfirvöld mega gera varðandi Polar Nanoq, en ekki almennt. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Útgerð Polar Nanoq: Engin kæra verið lögð fram á hendur neinum í áhöfninni Útgerðin heitir því að veita lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. 18. janúar 2017 10:14 Eigendur grænlenska togarans: Skipverjar hissa, ringlaðir og ákváðu sjálfir að snúa við skipinu Engin eftirlitsmyndavél við Hafnarfjarðarhöfn beinist að þeim stað þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust á mánudagskvöld. 18. janúar 2017 05:00 Sérsveitarmenn komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndskeið sýnir sérsveitamenn fara í TF-LÍF, þyrlu LHG. 18. janúar 2017 12:36 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira
Grænlenski togarinn Polar Nanoq er kominn í námunda við íslenska landhelgi en áætlað er að hann komi til hafnar í Hafnarfirði um klukkan 23 í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá hafnarstjóra þar. Togarinn er á leið til landsins þar sem grunur leikur á því að skipverjar um borð kunni að hafa upplýsingar um ferðir Birnu Brjánsdóttur sem hefur verið saknað síðan á aðfaranótt laugardags. Íslensk yfirvöld óskuðu í gær eftir aðstoð danska herskipsins Triton sem var skammt utan landhelgi Íslands um kvöldmatarleytið í gær. Síðan þá hefur ekki verið hægt að staðsetja skipið.Triton haft nægan tíma til að fara til móts við Polar Nanoq Um 18 klukkustundir eru síðan Polar Nanoq sneri við og hélt af stað áleiðis til Íslands. Um klukkan 15:30 í dag var hann á um tólf hnúta hraða* samkvæmt skipastaðsetningarforritinu FindShip Pro. Klukkan 17:05 hafði togarinn ekki færst úr stað samkvæmt forritinu og var enn á sama hniti og einum og hálfum tíma fyrr. Eins og sést á kortinu hér að ofan er togarinn enn utan landhelgi Íslands. Landhelgin er afmörkuð af línu sem alls staðar er 12 sjómílur frá grunnlínu sem dregin er á milli 38 staða sem tilgreindir eru í lögum landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunn. Samkvæmt lögum og alþjóðasamningum mega íslensk yfirvöld ekki fara um borð í Polar Nanoq til að handtaka menn, framkvæma leit eða aðrar aðgerðir fyrr en skipið er komið inn í íslenska landhelgi eða ef fánaríki skipsins heimilar slíkt. Auk þess getur skipstjórinn heimilað að íslensk löggæsluyfirvöld fari um borð.Óljóst hvort og hversu margir sérsveitarmenn eru um borð í Triton Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að íslenskir sérsveitarmenn hafi í gær farið með þyrlu Landhelgisgæslunnar um borð í Triton. Í hádeginu í dag fór þyrlan svo aftur af stað með sérsveitarmenn frá Reykjavíkurflugvelli en ekkert fæst uppgefið um ferðir þyrlunnar. Hún lenti svo aftur í Reykjavík klukkan 14:13 en farið var með þyrluna beint inn í flugskýli án þess að nokkur færi frá borði. Engar upplýsingar liggja því fyrir hvort að sérsveitarmennirnir hafi komið til baka með þyrlunni eða einhverjir aðrir. Þá hefur lögregla ekki viljað veita neinar upplýsingar um rannsókn málsins eða mögulegar aðgerðir sínar á hafi úti. *Einn hnútur svarar til einnar sjómílu sem er 1,85 kílómetrar. Skip sem siglir á tólf hnúta hraða fer tólf sjómílur á klukkustund eða sem svarar til um 22 kílómetra á klukkustund. Fréttin var uppfærð klukkan 17:21 með nýjustu upplýsingum um staðsetningu grænlenska togarans. Fréttin var uppfærð klukkan 18:13. Fyrirsögninni var breytt og uppfærð með upplýsingum er varða hvað íslensk lögregluyfirvöld mega gera varðandi Polar Nanoq, en ekki almennt.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Útgerð Polar Nanoq: Engin kæra verið lögð fram á hendur neinum í áhöfninni Útgerðin heitir því að veita lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. 18. janúar 2017 10:14 Eigendur grænlenska togarans: Skipverjar hissa, ringlaðir og ákváðu sjálfir að snúa við skipinu Engin eftirlitsmyndavél við Hafnarfjarðarhöfn beinist að þeim stað þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust á mánudagskvöld. 18. janúar 2017 05:00 Sérsveitarmenn komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndskeið sýnir sérsveitamenn fara í TF-LÍF, þyrlu LHG. 18. janúar 2017 12:36 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira
Útgerð Polar Nanoq: Engin kæra verið lögð fram á hendur neinum í áhöfninni Útgerðin heitir því að veita lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. 18. janúar 2017 10:14
Eigendur grænlenska togarans: Skipverjar hissa, ringlaðir og ákváðu sjálfir að snúa við skipinu Engin eftirlitsmyndavél við Hafnarfjarðarhöfn beinist að þeim stað þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust á mánudagskvöld. 18. janúar 2017 05:00
Sérsveitarmenn komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndskeið sýnir sérsveitamenn fara í TF-LÍF, þyrlu LHG. 18. janúar 2017 12:36