Ólíklegt að Birna hafi farið úr landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. janúar 2017 17:44 Lögregla biðlar til þeirra sem kunna að hafa einhverjar upplýsingar að hafa samband við lögreglu. vísir/skjáskot Lögreglan hefur úr litlu að moða en lítur hvarf Birnu Brjánsdóttur mjög alvarlegum augum. Ekkert bendir til þess að hún hafi framið sjálfsvíg en lögregla útilokar ekkert á þessu stigi málsins. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu síðdegis í dag. Fram kom á fundinum að Birna er nýhætt með kærastanum sínum. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á rannsóknardeild lögreglunnar, sagði við Vísi að blaðamannafundinum loknum að rætt hefði verið við kærastann fyrrverandi. Hann liggur ekki undir grun frekar en nokkur annar en hann er búsettur erlendis. Á fundinum kom fram að Birna skemmti sér á Húrra um nóttina og ekkert bendi til þess að neitt hafi amað að henni þar. Hún hafi virkað hress . Hún hafi svo gengið Austurstrætið í austurátt, upp Bankastræti og svo Laugaveg. Hún birtist hins vegar ekki í eftirlitsmyndavél við Laugaveg 31. Telur lögregla líklegast að hún hafi annaðhvort haldið niður Vatnsstíg eða farið upp í rauðan Kia Rio bíl sem var ekið niður Laugaveginn á sömu mínútu og slóðum og Birna var stödd. Mál Birnu er rannsakað sem mannshvarf á þessu stigi en ekki sakamál. Fram kom að slökkt var á síma Birnu af mannavöldum klukkan 5:50 um nóttina, hann varð ekki batteríslaus. Lögregla fengi upplýsingar um leið og kveikt yrði aftur á símanum. Grímur Grímsson, yfirmaður á rannsóknardeild lögreglunnar, sagði að við leitina væri miðað við að Birna væri enn á lífi. Þá er talið mjög ólíklegt að Birna hafi farið úr landi en Lögreglan á Suðurnesjum hefur skoðað eftirlitsmyndavélar í flugstöðinni í Keflavík í dag. Sem fyrr segir telur lögregla líklegt að Birna hafi þegið far með Kia Rio bílnum en vill fyrst og fremst ná tali af ökumanni bifreiðarinnar til að ræða við hann. Ekki er vitað til þess að Birna hafi notfært sér skutlþjónustu áður. Rætt verður við móður og bestu vinkonu Birnu í kvöldfréttatíma Stöðvar 2. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Lögreglan hefur úr litlu að moða en lítur hvarf Birnu Brjánsdóttur mjög alvarlegum augum. Ekkert bendir til þess að hún hafi framið sjálfsvíg en lögregla útilokar ekkert á þessu stigi málsins. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu síðdegis í dag. Fram kom á fundinum að Birna er nýhætt með kærastanum sínum. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á rannsóknardeild lögreglunnar, sagði við Vísi að blaðamannafundinum loknum að rætt hefði verið við kærastann fyrrverandi. Hann liggur ekki undir grun frekar en nokkur annar en hann er búsettur erlendis. Á fundinum kom fram að Birna skemmti sér á Húrra um nóttina og ekkert bendi til þess að neitt hafi amað að henni þar. Hún hafi virkað hress . Hún hafi svo gengið Austurstrætið í austurátt, upp Bankastræti og svo Laugaveg. Hún birtist hins vegar ekki í eftirlitsmyndavél við Laugaveg 31. Telur lögregla líklegast að hún hafi annaðhvort haldið niður Vatnsstíg eða farið upp í rauðan Kia Rio bíl sem var ekið niður Laugaveginn á sömu mínútu og slóðum og Birna var stödd. Mál Birnu er rannsakað sem mannshvarf á þessu stigi en ekki sakamál. Fram kom að slökkt var á síma Birnu af mannavöldum klukkan 5:50 um nóttina, hann varð ekki batteríslaus. Lögregla fengi upplýsingar um leið og kveikt yrði aftur á símanum. Grímur Grímsson, yfirmaður á rannsóknardeild lögreglunnar, sagði að við leitina væri miðað við að Birna væri enn á lífi. Þá er talið mjög ólíklegt að Birna hafi farið úr landi en Lögreglan á Suðurnesjum hefur skoðað eftirlitsmyndavélar í flugstöðinni í Keflavík í dag. Sem fyrr segir telur lögregla líklegt að Birna hafi þegið far með Kia Rio bílnum en vill fyrst og fremst ná tali af ökumanni bifreiðarinnar til að ræða við hann. Ekki er vitað til þess að Birna hafi notfært sér skutlþjónustu áður. Rætt verður við móður og bestu vinkonu Birnu í kvöldfréttatíma Stöðvar 2.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?