Leitað í 300 metra radíus: „Allt opnað sem hægt er að opna“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. janúar 2017 12:52 Útgangspunktur leitarinnar er Laugavegur 31 þar sem síðast sást til Birnu á eftirlitsmyndavélum. vísir/loftmyndir Á fjórða tug sérhæfðra björgunarsveitarmanna leita nú að Birnu Brjánsdóttur í miðbæ Reykjavíkur. Leitarsvæðið nær frá þeim punkti þar sem síðast sást til Birnu á eftirlitsmyndavélum ganga ein síns liðs austur Austurstræti, Bankastræti og að húsi til móts við Laugaveg 31. Leitar björgunarfólk í 300 metra radíus út frá þeim punkti. Aðspurður hvernig leitin fer fram segir Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, að í rauninni sé hverjum steini snúið við á svæðinu. „Við förum ekki inn í hús en þarna er hverjum steini snúið við, farið inn í öll port og jafnvel kjallara og annað sem er opið. Það er í raun allt opnað sem hægt er að opna og við erum að leita að Birnu og/eða einhverjum vísbendingum um ferðir hennar,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi.Björgunarsveitarmenn í miðbæ Reykjavíkur í dag.vísir/eyþórFólkið þjálfað í að taka eftir ummerkjum og vísbendingum sem myndu fara framhjá flestum Fólkið sem leitar að Birnu hefur sérmenntað sig í leit að fólki og hegðun týndra. Þá hefur það jafnframt menntun, reynslu og þjálfun í því að finna og taka eftir ummerkjum og vísbendingum sem myndu kannski fara framhjá flestum, að sögn Þorsteins. Björgunarfólkið var kallað út um klukkan hálfellefu og voru fyrstu björgunarsveitarmenn komnir niður í bæ um klukkan ellefu.Að neðan má sjá myndband frá leitinni að Birnu í miðbæ Reykjavíkur þar sem rætt er við björgunarsveitarmanninn Stefán Baldur Árnason.Grímur Grímsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að unnið sé að því að afla sem mestra upplýsinga úr eftirlitsmyndavélum. „Við höfum verið að fara yfir það að afla okkur sem mestra upplýsinga úr myndavélum og reyna að afla upplýsinga um myndavélar sem ekki er vitað um. Þá höfum við sérstaklega í huga myndavélar sem kunna að beinast út úr húsum og út á götu,“ sagði Grímur í samtali við fréttastofu í hádeginu.Sporhundurinn Perla ásamt Þóri þjálfara sínum.Vísir/VilhelmÖkumaður bílsins ekki enn gefið sig fram Í gærkvöldi var farið með sporhundinn Perlu til að leita við skemmtistaðinn Húrra í Tryggvagötu og í Flatahrauni í Hafnarfirði þar sem sími hennar sendi frá sér merki á því svæði um hálftíma eftir að hún sést á eftirlitsmyndavélum niðri í bæ, en síðast er vitað um að Birna hafi verið í samskiptum við fólk á Húrra. Birna sést svo í eftirlitsmyndavélum ganga ein síns liðs austur Austurstræti, Bankastræti og Laugaveg að húsi nr. 31 þar sem hún hverfur sjónum um kl 05:25. Lögreglan biður alla þá sem veitt geta upplýsingar um ferðir Birnu og hvar hún er niðurkomin að hafa samband við lögreglu í síma 444 1109. Þá lýsti lögreglan í morgun eftir ökumanni rauðs fólksbíls, líklega af gerðinni Kia Rio, sem ekið var vestur Laugaveg á móts við hús númer 31 klukkan 05:25 aðfaranótt laugardags. Ökumaðurinn hefur enn ekki gefið sig fram en lögreglan biður hann um að gera það sem allra fyrst. Auk þess eru allir þeir sem voru á ferðinni á þessum slóðum á þessum tíma beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444-1109. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Sporhundurinn Perla leitaði við Húrra og í Flatahrauni Farið var með sporhundinn Perlu að skemmtistaðnum Húrra í miðbæ í Reykjavíkur í gær og að Flatahrauni í Hafnarfirði til að leita að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 10:30 Sérhæft björgunarsveitarfólk kallað út til að leita að Birnu Sérhæft björgunarsveitarfólk hefur verið kallað út til að leita að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið frá því á sjötta tímanum aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 11:24 Ökumaður rauða bílsins enn ekki gefið sig fram Lögregla reynir að fylgja öllum vísbendingum. 16. janúar 2017 11:36 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Á fjórða tug sérhæfðra björgunarsveitarmanna leita nú að Birnu Brjánsdóttur í miðbæ Reykjavíkur. Leitarsvæðið nær frá þeim punkti þar sem síðast sást til Birnu á eftirlitsmyndavélum ganga ein síns liðs austur Austurstræti, Bankastræti og að húsi til móts við Laugaveg 31. Leitar björgunarfólk í 300 metra radíus út frá þeim punkti. Aðspurður hvernig leitin fer fram segir Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, að í rauninni sé hverjum steini snúið við á svæðinu. „Við förum ekki inn í hús en þarna er hverjum steini snúið við, farið inn í öll port og jafnvel kjallara og annað sem er opið. Það er í raun allt opnað sem hægt er að opna og við erum að leita að Birnu og/eða einhverjum vísbendingum um ferðir hennar,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi.Björgunarsveitarmenn í miðbæ Reykjavíkur í dag.vísir/eyþórFólkið þjálfað í að taka eftir ummerkjum og vísbendingum sem myndu fara framhjá flestum Fólkið sem leitar að Birnu hefur sérmenntað sig í leit að fólki og hegðun týndra. Þá hefur það jafnframt menntun, reynslu og þjálfun í því að finna og taka eftir ummerkjum og vísbendingum sem myndu kannski fara framhjá flestum, að sögn Þorsteins. Björgunarfólkið var kallað út um klukkan hálfellefu og voru fyrstu björgunarsveitarmenn komnir niður í bæ um klukkan ellefu.Að neðan má sjá myndband frá leitinni að Birnu í miðbæ Reykjavíkur þar sem rætt er við björgunarsveitarmanninn Stefán Baldur Árnason.Grímur Grímsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að unnið sé að því að afla sem mestra upplýsinga úr eftirlitsmyndavélum. „Við höfum verið að fara yfir það að afla okkur sem mestra upplýsinga úr myndavélum og reyna að afla upplýsinga um myndavélar sem ekki er vitað um. Þá höfum við sérstaklega í huga myndavélar sem kunna að beinast út úr húsum og út á götu,“ sagði Grímur í samtali við fréttastofu í hádeginu.Sporhundurinn Perla ásamt Þóri þjálfara sínum.Vísir/VilhelmÖkumaður bílsins ekki enn gefið sig fram Í gærkvöldi var farið með sporhundinn Perlu til að leita við skemmtistaðinn Húrra í Tryggvagötu og í Flatahrauni í Hafnarfirði þar sem sími hennar sendi frá sér merki á því svæði um hálftíma eftir að hún sést á eftirlitsmyndavélum niðri í bæ, en síðast er vitað um að Birna hafi verið í samskiptum við fólk á Húrra. Birna sést svo í eftirlitsmyndavélum ganga ein síns liðs austur Austurstræti, Bankastræti og Laugaveg að húsi nr. 31 þar sem hún hverfur sjónum um kl 05:25. Lögreglan biður alla þá sem veitt geta upplýsingar um ferðir Birnu og hvar hún er niðurkomin að hafa samband við lögreglu í síma 444 1109. Þá lýsti lögreglan í morgun eftir ökumanni rauðs fólksbíls, líklega af gerðinni Kia Rio, sem ekið var vestur Laugaveg á móts við hús númer 31 klukkan 05:25 aðfaranótt laugardags. Ökumaðurinn hefur enn ekki gefið sig fram en lögreglan biður hann um að gera það sem allra fyrst. Auk þess eru allir þeir sem voru á ferðinni á þessum slóðum á þessum tíma beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444-1109.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Sporhundurinn Perla leitaði við Húrra og í Flatahrauni Farið var með sporhundinn Perlu að skemmtistaðnum Húrra í miðbæ í Reykjavíkur í gær og að Flatahrauni í Hafnarfirði til að leita að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 10:30 Sérhæft björgunarsveitarfólk kallað út til að leita að Birnu Sérhæft björgunarsveitarfólk hefur verið kallað út til að leita að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið frá því á sjötta tímanum aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 11:24 Ökumaður rauða bílsins enn ekki gefið sig fram Lögregla reynir að fylgja öllum vísbendingum. 16. janúar 2017 11:36 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Sporhundurinn Perla leitaði við Húrra og í Flatahrauni Farið var með sporhundinn Perlu að skemmtistaðnum Húrra í miðbæ í Reykjavíkur í gær og að Flatahrauni í Hafnarfirði til að leita að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 10:30
Sérhæft björgunarsveitarfólk kallað út til að leita að Birnu Sérhæft björgunarsveitarfólk hefur verið kallað út til að leita að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið frá því á sjötta tímanum aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 11:24
Ökumaður rauða bílsins enn ekki gefið sig fram Lögregla reynir að fylgja öllum vísbendingum. 16. janúar 2017 11:36