Engar ákvarðanir verið teknar um fund Trumps og Pútíns Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. janúar 2017 07:00 Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti. vísir/epa Misvísandi fréttir af mögulegum leiðtogafundi Donalds Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta, sem fara ætti fram í Reykjavík, birtust í erlendum miðlum í gær. Breska blaðið The Sunday Times sagði að starfsfólk Trumps undirbyggi nú fundinn en Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Trumps, segir þetta hins vegar fjarri sanni. Heimildarmenn Reuters úr herbúðum Trumps sögðu einnig að fréttin væri röng. Financial Times greindi hins vegar frá því að það væru menn Pútíns sem hefðu slíkan fund í huga og ynnu að honum. „Fyrsti fundurinn ætti hvorki að fara fram í Rússlandi né Bandaríkjunum heldur í óháðu landi,“ hefur Financial Times eftir ónefndum heimildarmanni í herbúðum Pútíns.Vladimír Pútín, Rússlandsforseti.Nordicphotos/AFP„Sá staður er klárlega ekki London og ekki Þýskaland heldur. Þau lönd eru of óvinveitt Rússlandi. Fundurinn gæti ekki verið í Frakklandi, það væri óviðeigandi í ljósi komandi kosninga þar í landi. Hvað með Ísland?“ er enn fremur haft eftir huldumanninum. Rússneska fréttastofan RT greindi hins vegar frá því að fréttir af slíkum fundi væru tilraun Breta til þess að grafa undan Trump. Þá sagði talsmaður Pútíns, Dmitrý Peskov, í samtali við fréttaveituna RIA að engar viðræður um slíkan fund hefðu átt sér stað. Ef af fundinum verður kallast staðarvalið á við leiðtogafund Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta og Mikhails Gorbatsjov, leiðtoga Sovétríkjanna, árið 1986. Sá fundur fór fram í Höfða. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði í samtali við fréttastofu í gær að stjórnvöld væru jákvæð gagnvart slíkum fundi ef til hans kæmi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Trump sagður vilja hitta Putin í Reykjavík Þetta kemur fram í forsíðufrétt Sunday Times í Bretlandi á morgun. 14. janúar 2017 22:45 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Misvísandi fréttir af mögulegum leiðtogafundi Donalds Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta, sem fara ætti fram í Reykjavík, birtust í erlendum miðlum í gær. Breska blaðið The Sunday Times sagði að starfsfólk Trumps undirbyggi nú fundinn en Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Trumps, segir þetta hins vegar fjarri sanni. Heimildarmenn Reuters úr herbúðum Trumps sögðu einnig að fréttin væri röng. Financial Times greindi hins vegar frá því að það væru menn Pútíns sem hefðu slíkan fund í huga og ynnu að honum. „Fyrsti fundurinn ætti hvorki að fara fram í Rússlandi né Bandaríkjunum heldur í óháðu landi,“ hefur Financial Times eftir ónefndum heimildarmanni í herbúðum Pútíns.Vladimír Pútín, Rússlandsforseti.Nordicphotos/AFP„Sá staður er klárlega ekki London og ekki Þýskaland heldur. Þau lönd eru of óvinveitt Rússlandi. Fundurinn gæti ekki verið í Frakklandi, það væri óviðeigandi í ljósi komandi kosninga þar í landi. Hvað með Ísland?“ er enn fremur haft eftir huldumanninum. Rússneska fréttastofan RT greindi hins vegar frá því að fréttir af slíkum fundi væru tilraun Breta til þess að grafa undan Trump. Þá sagði talsmaður Pútíns, Dmitrý Peskov, í samtali við fréttaveituna RIA að engar viðræður um slíkan fund hefðu átt sér stað. Ef af fundinum verður kallast staðarvalið á við leiðtogafund Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta og Mikhails Gorbatsjov, leiðtoga Sovétríkjanna, árið 1986. Sá fundur fór fram í Höfða. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði í samtali við fréttastofu í gær að stjórnvöld væru jákvæð gagnvart slíkum fundi ef til hans kæmi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Trump sagður vilja hitta Putin í Reykjavík Þetta kemur fram í forsíðufrétt Sunday Times í Bretlandi á morgun. 14. janúar 2017 22:45 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Trump sagður vilja hitta Putin í Reykjavík Þetta kemur fram í forsíðufrétt Sunday Times í Bretlandi á morgun. 14. janúar 2017 22:45