Framkvæmdasjóður ferðamannastaða digur af fjármagni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. janúar 2017 18:45 Ríflega milljarður króna er í Framkvæmdasjóði ferðamannastaða þrátt fyrir að búið sé að úthluta þessum fjármunum til ýmissa verkefna, meðal annars til þess að tryggja öryggi ferðamanna. Sjóðurinna var settur á laggirnar árið 2012 en úthlutað hefur verið úr sjóðnum tíu sinnum. Þetta kemur fram í Kjarnanum í dag. Samtals hefur rúmlega 2,8 milljörðum króna verið úthlutað, en þar af hefur ríflega 1,7 milljarður verið greiddur út úr sjóðnum. Eftir stendur milljarður sem ekki hefur verið greiddur út af ýmsum ástæðum. Frá upphafi hafa 514 verkefni fengið samþykkta fjármögnun en aðeins tæplega helmingur þessara verkefna er lokið eða 243. 271 verkefni er ólokið. Ferðamálastjóri segir það ekki endilega koma á óvart að ekki sé enn búið að greiða út allar úthlutanir. „Það eru margvíslegar ástæður fyrir því að það gengur kannski erfiðlega en menn ætla. Ég held að við séum svolítið kannski í ferðaþjónustutengdum verkefnum fórnarlömb eigin velgengni ef svo má að orði komast vegna þess að auðvitað erum við bara rúmlega þrjú hundruð þúsund manns á Íslandi og það er að einhverju leyti takmarkað vinnuafl,“ segir Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri. Alþingi samþykkti lög um Framkvæmdasjóðinn árið 2011 og er hlutverk hans meðal annars að veita fjárframlög til framkvæmda sem varða öryggi ferðamanna á ferðamannastöðum í eigu opinberra aðila jafnt sem einkaaðila. Vorið 2016 var úthlutað síðast úr sjóðnum og fengu sextíu og sex verkefni úthlutun. Var sérstaklega horft til öryggismála í 37 þeirra verkefna. „Það eru ýmsar takmarkanir á því hversu hratt er hægt að ljúka verkum eða hvað mikið er hægt að ganga í þau. Þar skiptir veðurfar máli og framboð á vinnuafli. Það eru ýmsar aðrar ástæður sem koma til vegna þess að þetta eru oft flókin verkefni sem krefjast þess að það sé til dæmis deiliskipulag,“ segir Ólöf. Ólöf vonast til þess að það fjármagn sem úthlutað hefur verið en ekki verið greitt út verði nýtt vegna þeirra verkefna sem sótt var um. „Það sem gerist núna er í rauninni að það fer af stað stjórnsýslulegt ferli sem að felur í sér að við könnum hver staðan þessara verkefna er. Í einhverjum tilfellum þá þarf kannski að loka verkefnunum og fella niður styrki,“ segir Ólöf. Slys ferðamanna hafa verið ofarlega í þjóðfélagsumræðunni að undanförnu og spurning er hvort ekki mætti nýta sjóðinn til þess að stofnanir gætu fengið beint fjármagn til þess að ráðast í framkvæmdir til þess að tryggja öryggi ferðamanna á ferðamannastöðum. „Lögin um sjóðinn eru orðin um það bil fimm ára gömul og að sjálfsögðu er alltaf hollt að rýna í mannanna verk og kanna hvort að gera megi betur. Ef við erum að tala um öryggi ferðamanna að þá eru auðvitað margvíslegar framkvæmdir sem þarf að ráðast í víða um land en við megum heldur ekki gleyma því að öryggi ferðamanna verður ekki síður tryggt með upplýsingaflæði meðal annars og viðveru fólks með þekkingu. Slík starfsemi sem að fellur þá undir til dæmis rekstur upplýsingamiðstöðva, landvörslu og aðra þjónustu starfsemi hún kannski er ekki eitthvað sem verður styrkt úr framkvæmdasjóði,“ segir Ólöf Alþingi Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira
Ríflega milljarður króna er í Framkvæmdasjóði ferðamannastaða þrátt fyrir að búið sé að úthluta þessum fjármunum til ýmissa verkefna, meðal annars til þess að tryggja öryggi ferðamanna. Sjóðurinna var settur á laggirnar árið 2012 en úthlutað hefur verið úr sjóðnum tíu sinnum. Þetta kemur fram í Kjarnanum í dag. Samtals hefur rúmlega 2,8 milljörðum króna verið úthlutað, en þar af hefur ríflega 1,7 milljarður verið greiddur út úr sjóðnum. Eftir stendur milljarður sem ekki hefur verið greiddur út af ýmsum ástæðum. Frá upphafi hafa 514 verkefni fengið samþykkta fjármögnun en aðeins tæplega helmingur þessara verkefna er lokið eða 243. 271 verkefni er ólokið. Ferðamálastjóri segir það ekki endilega koma á óvart að ekki sé enn búið að greiða út allar úthlutanir. „Það eru margvíslegar ástæður fyrir því að það gengur kannski erfiðlega en menn ætla. Ég held að við séum svolítið kannski í ferðaþjónustutengdum verkefnum fórnarlömb eigin velgengni ef svo má að orði komast vegna þess að auðvitað erum við bara rúmlega þrjú hundruð þúsund manns á Íslandi og það er að einhverju leyti takmarkað vinnuafl,“ segir Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri. Alþingi samþykkti lög um Framkvæmdasjóðinn árið 2011 og er hlutverk hans meðal annars að veita fjárframlög til framkvæmda sem varða öryggi ferðamanna á ferðamannastöðum í eigu opinberra aðila jafnt sem einkaaðila. Vorið 2016 var úthlutað síðast úr sjóðnum og fengu sextíu og sex verkefni úthlutun. Var sérstaklega horft til öryggismála í 37 þeirra verkefna. „Það eru ýmsar takmarkanir á því hversu hratt er hægt að ljúka verkum eða hvað mikið er hægt að ganga í þau. Þar skiptir veðurfar máli og framboð á vinnuafli. Það eru ýmsar aðrar ástæður sem koma til vegna þess að þetta eru oft flókin verkefni sem krefjast þess að það sé til dæmis deiliskipulag,“ segir Ólöf. Ólöf vonast til þess að það fjármagn sem úthlutað hefur verið en ekki verið greitt út verði nýtt vegna þeirra verkefna sem sótt var um. „Það sem gerist núna er í rauninni að það fer af stað stjórnsýslulegt ferli sem að felur í sér að við könnum hver staðan þessara verkefna er. Í einhverjum tilfellum þá þarf kannski að loka verkefnunum og fella niður styrki,“ segir Ólöf. Slys ferðamanna hafa verið ofarlega í þjóðfélagsumræðunni að undanförnu og spurning er hvort ekki mætti nýta sjóðinn til þess að stofnanir gætu fengið beint fjármagn til þess að ráðast í framkvæmdir til þess að tryggja öryggi ferðamanna á ferðamannastöðum. „Lögin um sjóðinn eru orðin um það bil fimm ára gömul og að sjálfsögðu er alltaf hollt að rýna í mannanna verk og kanna hvort að gera megi betur. Ef við erum að tala um öryggi ferðamanna að þá eru auðvitað margvíslegar framkvæmdir sem þarf að ráðast í víða um land en við megum heldur ekki gleyma því að öryggi ferðamanna verður ekki síður tryggt með upplýsingaflæði meðal annars og viðveru fólks með þekkingu. Slík starfsemi sem að fellur þá undir til dæmis rekstur upplýsingamiðstöðva, landvörslu og aðra þjónustu starfsemi hún kannski er ekki eitthvað sem verður styrkt úr framkvæmdasjóði,“ segir Ólöf
Alþingi Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira