Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Grindavík 89-69 | Haukar fundu taktinn Stefán Árni Pálsson í Schenker-höllinni að Ásvöllum skrifar 13. janúar 2017 21:30 Sherrod Wright var stigahæstur í liði Hauka. vísir/anton Haukar unnu virkilega mikilvægan sigur á Grindvíkingum, 89-69, í Dominos-deild karla. Liðið var fyrir leikinn aðeins með átta stig í næstneðsta sæti deildarinnar.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Schenker-höllinni í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Grindvíkingar byrjuðu leikinn á Ásvöllum mun betur og náði fínu forskoti. Í öðrum leikhluta fóru heimamenn í gang og tóku völdin á vellinum. Haukar eru því komnir með 10 stig í deildinni og eru kannski vaknaðir á þessu tímabili. Sherrod Wright var flottur í liði Hauka og skoraði 24 stig.Af hverju unnu Haukar? Þeir sýndu loks að liðið er með fína breidd og leikmenn fengu að njóta sín og spila sinn leik. Stigaskorið dreifðist nokkuð vel og tóku nánast allir leikmenn liðsins virkan þátt í leiknum. Það var klárlega það sem skilaði liðinu stigin tvö.Bestu menn vallarins Finnur Atli Magnússon var frábær í fyrri hálfleik hjá Haukum en lenti í villuvandræðum í þeim síðari. Þá tóku þeir Sherrod Wright og Haukur Óskarsson við. Þessi menn voru bestu menn vallarins og skoruðu þeir allir svipað mörg stig.Hvað gekk illa ?Grindvíkingar voru hreinlega skelfilegir sóknarlega, hittu illa og voru bara ekki að finna samherja. Það vantaði töluvert upp á samskiptin á milli leikmanna og á köflum var eins og að þeir þekktu varla hvorn annan. Varnarlega voru gestirnir alls ekki góðir og heilt yfir þurfa Grindvíkingar heldur betur að skoða sín mál.Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka.Vísir/antonÍvar: Ungu strákarnir af bekknum kveiktu í liðinu „Ég er bara gríðarlega stoltur af strákunum sem voru frábærir í kvöld og sýndu mikinn karakter eftir að við byrjuðum frekar illa,“ segir Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum búnir að fara nákvæmlega yfir það sem þeir eru búnir að vera gera, en samt byrjum við illa í kvöld. Ég var mjög ósáttur við það í byrjun og við urðum að taka leikhlé mjög snemma til að endurskipuleggja okkur.“ Ívar segir að leikmenn liðsins hafi brotið heimskulega af sér í upphafi leiksins. „Eftir þess döpru byrjun var leikur okkar í raun frábær og ég er gríðarlega stoltur af þessum strákum sem komu inn af bekknum. Ég hef ekki verið að nota bekkinn gríðarlega mikið en við töluðum um það í vikunni að við þyrftum að fara dreifa álaginu meira og það gekk vel í kvöld.“ Hann segir að breytingin á liðinu í öðrum leikhluta hafi verið að menn fóru að spila varnarleikinn eins og lagt hafði verið upp. „Allir sigrar núna eru bara gríðarlega mikilægir fyrir okkur og miðað við úrslitin í þessari umferð þá megum við ekki við því að misstíga okkur neitt.“Jóhann var virkilega ósáttur með sína menn í kvöld.vísir/antonJóhann með pillu á sína eigin leikmenn: Ólafur, Dagur og Ómar bara lélegir í kvöld „Ég hef eiginlega ekki hugmynd hvað gerist hjá liðinu eftir fína byrjun,“ segir Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir tapið í kvöld. „Við erum bara slakir í kvöld, alveg saman hvar litið er niður. Það var ekki að hjálpa okkur að við hittum illa, við hefðum líklega ekki hitt hafið á bryggjunni í kvöld. Þetta pirrar mig töluvert og ég hef bara miklar áhyggjur af þessu.“ Stigaskorið gekk ekkert hjá Grindvíkingum í kvöld. „Við settumst niður eftir áramót og ræddum málin. Við ætluðum að taka okkur leik upp á næsta stig en við erum heldur betur ekki að því. Ég veit ekki hvort við höndlum bara ekki þessa umræðu. Lykilmenn í liðinu voru skelfilegir í kvöld. Ólafur [Ólafsson] er með stórar áætlanir að fara hingað og þangað en hann getur bara ekki neitt í kvöld. Dagur var slakur og Ómar líka, bara svona ef ég á að taka Ívar [Ásgrímsson, þjálfara Hauka] á þetta og gangrýni leikmenn bara beint út,“ segir Jóhann og kallar eftir því að menn axli ábyrgð á sínum leik. „Þegar kemur að því að framkvæma hlutina í leik þá líta menn bara hræðilega út.“vísir/anton Dominos-deild karla Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira
Haukar unnu virkilega mikilvægan sigur á Grindvíkingum, 89-69, í Dominos-deild karla. Liðið var fyrir leikinn aðeins með átta stig í næstneðsta sæti deildarinnar.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Schenker-höllinni í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Grindvíkingar byrjuðu leikinn á Ásvöllum mun betur og náði fínu forskoti. Í öðrum leikhluta fóru heimamenn í gang og tóku völdin á vellinum. Haukar eru því komnir með 10 stig í deildinni og eru kannski vaknaðir á þessu tímabili. Sherrod Wright var flottur í liði Hauka og skoraði 24 stig.Af hverju unnu Haukar? Þeir sýndu loks að liðið er með fína breidd og leikmenn fengu að njóta sín og spila sinn leik. Stigaskorið dreifðist nokkuð vel og tóku nánast allir leikmenn liðsins virkan þátt í leiknum. Það var klárlega það sem skilaði liðinu stigin tvö.Bestu menn vallarins Finnur Atli Magnússon var frábær í fyrri hálfleik hjá Haukum en lenti í villuvandræðum í þeim síðari. Þá tóku þeir Sherrod Wright og Haukur Óskarsson við. Þessi menn voru bestu menn vallarins og skoruðu þeir allir svipað mörg stig.Hvað gekk illa ?Grindvíkingar voru hreinlega skelfilegir sóknarlega, hittu illa og voru bara ekki að finna samherja. Það vantaði töluvert upp á samskiptin á milli leikmanna og á köflum var eins og að þeir þekktu varla hvorn annan. Varnarlega voru gestirnir alls ekki góðir og heilt yfir þurfa Grindvíkingar heldur betur að skoða sín mál.Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka.Vísir/antonÍvar: Ungu strákarnir af bekknum kveiktu í liðinu „Ég er bara gríðarlega stoltur af strákunum sem voru frábærir í kvöld og sýndu mikinn karakter eftir að við byrjuðum frekar illa,“ segir Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum búnir að fara nákvæmlega yfir það sem þeir eru búnir að vera gera, en samt byrjum við illa í kvöld. Ég var mjög ósáttur við það í byrjun og við urðum að taka leikhlé mjög snemma til að endurskipuleggja okkur.“ Ívar segir að leikmenn liðsins hafi brotið heimskulega af sér í upphafi leiksins. „Eftir þess döpru byrjun var leikur okkar í raun frábær og ég er gríðarlega stoltur af þessum strákum sem komu inn af bekknum. Ég hef ekki verið að nota bekkinn gríðarlega mikið en við töluðum um það í vikunni að við þyrftum að fara dreifa álaginu meira og það gekk vel í kvöld.“ Hann segir að breytingin á liðinu í öðrum leikhluta hafi verið að menn fóru að spila varnarleikinn eins og lagt hafði verið upp. „Allir sigrar núna eru bara gríðarlega mikilægir fyrir okkur og miðað við úrslitin í þessari umferð þá megum við ekki við því að misstíga okkur neitt.“Jóhann var virkilega ósáttur með sína menn í kvöld.vísir/antonJóhann með pillu á sína eigin leikmenn: Ólafur, Dagur og Ómar bara lélegir í kvöld „Ég hef eiginlega ekki hugmynd hvað gerist hjá liðinu eftir fína byrjun,“ segir Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir tapið í kvöld. „Við erum bara slakir í kvöld, alveg saman hvar litið er niður. Það var ekki að hjálpa okkur að við hittum illa, við hefðum líklega ekki hitt hafið á bryggjunni í kvöld. Þetta pirrar mig töluvert og ég hef bara miklar áhyggjur af þessu.“ Stigaskorið gekk ekkert hjá Grindvíkingum í kvöld. „Við settumst niður eftir áramót og ræddum málin. Við ætluðum að taka okkur leik upp á næsta stig en við erum heldur betur ekki að því. Ég veit ekki hvort við höndlum bara ekki þessa umræðu. Lykilmenn í liðinu voru skelfilegir í kvöld. Ólafur [Ólafsson] er með stórar áætlanir að fara hingað og þangað en hann getur bara ekki neitt í kvöld. Dagur var slakur og Ómar líka, bara svona ef ég á að taka Ívar [Ásgrímsson, þjálfara Hauka] á þetta og gangrýni leikmenn bara beint út,“ segir Jóhann og kallar eftir því að menn axli ábyrgð á sínum leik. „Þegar kemur að því að framkvæma hlutina í leik þá líta menn bara hræðilega út.“vísir/anton
Dominos-deild karla Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira